Hvernig yrđi lífiđ í landinu?

437203AGeir Jón Ţórisson yfirlögregluţjónn í Reykjavík mćtti í viđtali á sjónvarpsstöđinni Omega í einkennisbúningi sínum og sagđi ađ sögn Blađsins í dag, „ađ ţađ vćri heillavćnlegri lausn ađ senda trúbođa út af örkinni til ađ leysa miđborgarvandann heldur en ađ fjölga ţar lögregluţjónum." Hann vill ađ óeirđaseggirnir fái ađ „kynnast drottni".

Í 17. grein reglugerđar um einkennisbúninga og merki lögreglunnar er kveđiđ á um ađ lögreglumönnum sé óheimilt ađ nota einkennisfatnađ  utan lögreglustarfs, nema međ heimild lögreglustjóra.

Í Blađinu segir: „Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuđborgarsvćđisins, kannast  ekki viđ ađ Geir Jón hafi veriđ í erindum lögreglunnar í ţessu viđtali á Omega."

Ţetta ţýđir ađ Geir Jón fékk ekki leyfi frá lögreglustjóra til ađ nota einkennisbúninginn utan lögreglustarfsins.

Hann braut ţví klárlega  ţessa 17 grein reglugerđarinnar.

Og hann hefur játađ brot sitt og segir „Ţađ má kannski segja ađ ţađ hafi veriđ mistök hjá mér ađ mćta ţarna í einkennisbúningi vegna ţess, ég get tekiđ undir ţá gagnrýni á mig." 

Hvađ svo?

Ţegar lögreglan gómar fólk fyrir ađ henda rusli í miđbćnum breytir engu ţó ţađ játi brot sín og gráti beisklega, ţađ verđur eigi ađ síđur gert ábyrgt gerđa sinna og sektađ. Verđur ţá ekki ađ bregđast á svipađan hátt viđ ţeim sem opinberlega brjóta reglugerđir ríkisins?

Blađiđ segir: „Stefán segist ekki hafa fengiđ neinar athugasemdir eđa ábendingar varđandi ţáttinn en ef um eitthvađ athugunarvert sé ađ rćđa af hálfu starfsmanns embćttisins ţá verđi ţađ mál afgreitt gagnvart honum en ekki opinberlega. Ađ öđru leyti vildi hann ekki tjá sig um ţađ."

Mađur spyr sig hvort brot jafn háttsetts manns í lögreglunni fyrir allra augum í sjónvarpi eigi bara ađ leysa í pukri bak viđ tjöldin. En fyrst og fremst hvort tregđa lögreglustjórans til ađ rćđa máliđ sé vísbending um ţađ ađ hjá lögreglunni verđi horft framhjá ţessu broti međ ţví ađ yppta bara öxlum.

Hugmynd Geirs Jóns um trúbođ yfir óeirđaseggjum miđbćjarins  býđur hins vegar upp á ađrar pćlingar og all-glćfralegar.

Hugsum okkar ađ kristnir heittrúarmenn eins og Geir Jón sjálfur, Gunnar í Krossinum og Snorri í Betel, nćđu á einhvern hátt völdum í ţjóđfélaginu á öllum sviđum. Ţeir vćru í ríkisstjórn, hefđu meirihluta á alţingi og réđu lögum og lofum í öllum ríkisstofnunum og bćjarstjórnum, stýrđu menntakerfinu, heilbrigđismálunum og auđvitađ Ţjóđkirkjunni og hvers kyns samtökum, svo sem sem ćskulýđs -og íţróttafélögum. 

Hvernig ćtli lífiđ í landinu yrđi ef ţetta mundi gersast? 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ţá gćtum viđ ađ minnsta kosti fariđ ađ biđja fyrir okkur!

María Kristjánsdóttir, 12.9.2007 kl. 16:36

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Alltaf hefur Geir Jón haft góđa nćrveru og bođiđ af sér góđan ţokka.  En mér finnst menn ć setja niđur ţegar ţeir halda ađ trúartrođsla sé lausn á einhverjum vanda og bćti böl.

Yngvi Högnason, 12.9.2007 kl. 17:04

3 Smámynd: Ţorkell Sigurjónsson

Ţađ er mitt álit Sigurđur, og ekki síđur fyrir ţađ ađ ég ţekki  ţessa ţrjá úrvalsmenn persónulega sem ţú taldir ţarna upp, ađ ég treysti ţeim öllum 100% til góđra verka í ţjóđfélaginu.

Ţorkell Sigurjónsson, 12.9.2007 kl. 17:34

4 Smámynd: Fríđa Eyland

Viđ ţangađ aftur á miđaldir

Fríđa Eyland, 12.9.2007 kl. 19:18

5 Smámynd: halkatla

ţađ getur allt gerst í lýđrćđisríki bíddu bara, lýđrćđiđ er ekkert endilega gott. ţađ gerir amk sjaldan ţađ sem ég vil

halkatla, 12.9.2007 kl. 19:20

6 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţorkell:Ţeir mundu örugglega byrja á ţví ađ bannfćra ţig!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 12.9.2007 kl. 19:38

7 Smámynd: Ţorkell Sigurjónsson

Ţađ yrđi hiđ besta mál Sigurđur, ţví ţá vćri ég orđinn píslarvottur.

Ţorkell Sigurjónsson, 12.9.2007 kl. 20:23

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ţađ er náttúrlega ekki gott ađ prédika löghlýđni og leika sér jafnframt ađ ţví sjálfur ađ hunsa reglur eigin embćttis ţannig ađ mađurinn vill greinilega ekki vera tekinn alvarlega og undirstrikar ţađ međ ţessum hćtti. Hvers vegna ţarf síđan ađ rannsaka enda óţolandi ađ yfimenn lögreglunnar starfi beinlínis ađ ţví ađ spilla trúverđugleika hennar.

Baldur Fjölnisson, 12.9.2007 kl. 20:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband