14.9.2007 | 16:03
Algjör hetja
Gerum ráð fyrir að lögreglumaður biði bana á Íslandi í átökum við mótmælendur eða afbrotamenn. Hver yrðu viðbrögðin?
Þjóðin yrði afskaplega slegin. Fjölmiðlar myndu umsvifalaust gera lögreglumanninn að hetju. Sagt yrði frá ævi hans og fjölskylduhögum og viðtöl yrðu við vini hans og ættingja með myndum úr fjölskyldualbúminu. Ástvinir lögreglumannsins nytu alls staðar einstakrar samúðar. Ríkisstjórnin myndi minnast hans á fundi sínum og prestar biðja fyrir honum af stólnum. Útförin yrði geysilega fjölmenn og lögreglumenn borgarinnar myndu standa heiðursvörn í fullum skrúða. Ekki síst alvopnuð víkingasveitin með hjálma og skildi. Viðstaddir væru æðstu ráðamenn ríkisins og yfirmenn lögreglunnar. Dagblöðin myndu skrifa um málið í leiðurum, lofsyngja hinn látna en fordæma þann sem banaði honum. Sá yrði síðan dæmdur til hörðustu refsingar. Og hún yrði hörð.
En lögreglumaðurinn yrði algjör hetja.
Ímyndum okkur nú að víkingasveitarmaður myndi "fella" einhvern unglinginn vegna skothvella og flugeldasýningar í austurbænum. Hver yrðu þá viðbrögðin?
Þjóðin yrði afskaplega slegin. Lögreglan gæfi út yfirlýsingu til að róa hana um það að farið hefði verið í einu og öllu eftir verklagsreglum lögreglunnar og að ekkert óeðlilegt hefði átt sér stað. Ráðamenn myndu standa algjörlega með lögreglunni, hver um annan þveran og hvar í flokki sem þeir stæðu. Örfáir einstaklingar, svona meinhorn eins og ég og hún Heiða, myndu þó fordæma lögregluna og krefjast opinberrar rannsóknar á atburðinum. En á okkur yrði ekki hlustað. Nafn banamannsins yrði aldrei gefið upp og honum yrði ekki refsað. Allt yrði hins vegar gert af yfirvöldum og kannski líka fjölmiðlum til að gera lítið úr mannorði hins látna og jafnvel fjölskyldu hans að auki. Úförin færi fram í kyrrþey að ósk fjölskyldunnar sem myndi óttast að verða fyrir aðkasti. Engar samúðarkveðjur bærust frá neinum sem teldi sig vera maður með mönnum. Dómsmálaráðherra og lögreglustjórinn myndu samt nota tækifærið og ítreka að ekkert hefði verið athugavert við verklag lögreglunnar. Á laun yrði banamaðurinn síðan hækkaður í tign. Og opinberlega fengi hann heiðursmerki á sterklegan barminn og yrði lofaður fyrir að hafa sýnt einstakt hugrekki og snarræði í vandasömu starfi.
Hann yrði algjör hetja.
Svona held ég að þetta yrði. Er einhver sem heldur að það yrði eitthvað öðruvísi?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:13 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Satt að segja veit ekki hvað kemur þér Sigurður minn til, að láta svona og hvað það er sem þú vilt fá fram með skrifum þínum um vinnubrögð lögreglunnar, það verður þú að útskýra sjálfur. En hitt er svo kannski rannsóknar efni hversu fólki virðist í nöp við starf lögreglunar og hennar vandasömu störf. Sjálfsagt má gagnrýna og finna að, því sem lögreglan aðhefst í sínum störfum, það má reyndar gera hjá fleirum, en það að þeir séu óalandi og óferjandi finnst mér í meira lagi ósanngjarnt að halda fram. Segi bara á minn máta í lokin: Það er alls ekki hægt að fordæma allan skóginn fyrir eitt fölnað laufblað.
Þorkell Sigurjónsson, 14.9.2007 kl. 17:21
Ég er bara að reyna að sjá þetta fyrir Keli og þrátt fyrir íróníuna held ég að ég fari nokkuð nærri um það þó ég voni að þetta verði aldrei. En afhverju lætur þú svona? Þú segir að megi gagnrýna lögregluna en samt verðurðui vitllaus ef menn gera það. Hvergi er sagt að lögreglan sé óalandi og óferjandi. Athyglinni er aðallega beint að þessu atviki og Víkingasveitin höfð að háði og spotti út frá því. Þarf að útskýra það frekar? En afhverju lætur þú svona, kæri frændi?
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2007 kl. 17:29
Finnst þér verra Sigurður minn að ég skuli hafa skoðun á þessu umrædda atviki með strákana eða störf lögreglunar yfirleitt. Það er ekkert að mér Sigurður og ég læt nákvæmlega eins og mér sýnist, en hitt er svo annað, að mér finnist þú fara hér offara í þessari umræðu.
Þorkell Sigurjónsson, 14.9.2007 kl. 18:17
Mér finnst fínt að þú hafir skoðun en ég má lika hafa mína. En þú varst að undra þig á ég skuli "láta svona" svo ég spurði þá bara á móti. Og ég geri nú þín orð að mínum:" Það er ekkert að mér ... og ég læt nákvæmlega eins og mér sýnist." Samt hef ég nú alltaf taumahld á mér. En mér finnst víkingasveitin hafa farið offari í strákamálinu. Og fleiri eru greinilega sama sinnis. Og nú gæti ég trúað að hann fari að rjúka upp á höfðanum!
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2007 kl. 19:18
Ekki verður af þér tekið frændi, hversu veður-skyggn þú ert og kannski segir það eitthvað um veðurhæðina í hausnum á mér.
Þorkell Sigurjónsson, 14.9.2007 kl. 20:03
Jón Arnar: Ekki sést þarna á hvaða forsendum lögreglumennirnir voru sýknaðir. Nema litið sé svo á að geðveikir séu bara réttdræpir. Í það minnsta er þeim ekki refsað sem drepa þá. Gerist það yfirleitt að lögreglumenn séu sakfelldir þegar þeir "fella" menn? Er þetta ekki eitt af því sem ekkert þýðir að höfða mál út á. Hvað skyldi fjöskyldu mannsins finnast um dóminn? Það er lítil huggun að lögreglan "láti skoða" notkun skotvopna. Nema það vekji hinn dauða upp til lífsins! Hver ætli hafi svo kostað útförina: Lögreglan? Skyldi hafa komið samúðarvottur frá henni? Þessi fantasía mín held ég að sé ansi raunsæ þrátt fyrir háðsbraginn á henni. En það hefði verið fróðlegt að vita hvaða skoðanir þú hefuur á dómnum. Hvernig ætli Geðhjálp brygðist við ef svona gerðist hér. Og hvernig yrði leiðari Moggans?! Þeir eru alltaf að verja hagsmuni geðsjukra. En þeir eru líta lika alltaf upp til lögreglu og dómstóla. Þess vegna var ég nú eiginlega að skrifa þessa fræslu: Til að fá fólk til að hugsa út í hvort svona gæti gerst hér og hvað gerast myndi í kjölfarið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.9.2007 kl. 10:26
Annar er eitt sem ég hef oft hugsað út í þegar lögreglan skýtur menn því mér finnst það svo fáránlega mótsagnarkennt: Þá kallar hún alltaf á sjúkrabíl. Hefði ekki verið betra að láta vera að skjóta því þá þyrfti engan sjúkrabíl. Talandi um ábyrgð lögreglunnar þegar hún drepur samklaust fólk: Aldrei var neinn gerður ábyrgur þegar lögreglumenn í Lundúnum skutu alsaklausan Brasilíumann til bana af því að þeir ímynduðu sér að hann væru hryðjuverkamaður. Lögreglunni var alveg sama og fjölskylda mannsins veit ekki hvað réttlæti er. Lögreglustjórinn hefði átt að segja af sér til að sýna í verki að honum væri ekki sama. Það hefði skilist. En hann metur eigin frama meirra en saklaus mannslíf og segir svo allir skilja með áframhaldandi veru sinni sem lögrelgustjóri: Líf þessa manns var einskis virði. Það er bara heiður og andlit lögreglunnar sem er einhvers virði. Þetta sjónarmið, sem loðir alls staðar við lögregluna, líka hér á landi, er einmitt það sem fer illa í fólk og lætur það fá illan bifur á lögreglu þegar fréttir berast svo málum eins og með strákana. Viðbrögð Jóns Bjartmarz voru einmitt i þessum dúr: Lögreglunni verður aldrei á í störfum sínum. Við vísum allri gagnrýni á bug. Það er þetta sem margt fólk þolir ekki.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.9.2007 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.