Síkópatinn stökk úr landi

Maðurinn sem Hæstiréttur dæmdi í fangelsi í þrjú og hálft ár fyrir einhverja hrottalegustu nauðgun sem dæmi eru um er vist farinn úr landi eins  og ekkert sé.  

Farbann mannsins, sem valsaði um laus og liðugur meðan rétturinn fjallaði um mál hans, rann út áður en dómur Hæstaréttar féll.

Hann er sem sagt núna að frílista sig í útlöndum ef frétt DV um þetta er rétt.

Margir bloggverjar létu í sér heyra um dóminn og fannst hann alltof vægur en Hæstiréttur mildaði dóm héraðsdóms yfir manninum. En hvað segja menn nú? 

Sá sem hér bloggar er seinþreyttur til vandræða en hann segir nú samt:

Hvers konar ríkisvald er það eiginlega sem lætur mann af þessum glæpakaliber sleppa  eins og ekkert  sé frá afleiðingum gerða sinna? 

Það er nefnilega mála sannast að sjaldan hefur jafn samviskulaus síkópat, sem einskis iðrast og ver gerðir sínar af harðfylgni, verið dæmdur hér á landi.

Og svo frílystar hann sig bara í útlöndum. 

Fórarlamb hans  er hins vegar í hjólastól eða var það að minnsta kosti lengi vel.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Þetta er SJÚKT!

halkatla, 17.9.2007 kl. 16:42

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, hvar var lögreglan núna og víkingasveitin!

María Kristjánsdóttir, 17.9.2007 kl. 18:16

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Hvað er hægt að segja

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.9.2007 kl. 18:35

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ógeðið er í útlöndum og lögin segja, okey.

Svava frá Strandbergi , 17.9.2007 kl. 22:30

5 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Þetta kalla ég inkompetens par excellens. Þessi vítaverði asnaskapur væri fyndinn ef þrautaganga fórnarlambsins væri ekki svona átakanleg.

Jón Agnar Ólason, 18.9.2007 kl. 00:59

6 identicon

Í svona tilvikum væri ágætt að búa yfir leyniþjónustu sem gæti sótt manninn með valdi hvar sem er og komið aftur til Íslands á skömmum tíma.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 07:49

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það sem skorti á í þessu tilfelli var það að maðurinn hefði átt að vera í gæsluvarðhaldi allan tímann sem hann beið dóms alveg eins og morðingjar eru. Þá hefði hann ekki farið úr landi. Framsal dæmdra sakamanna er eflaust leyft víða milli Evrópuríkja en til þess verða menn að koma í leitirnar. Þessum er alveg trúað til að láta sig hverfa. Það vekur reyndar undrun míina hvað lítið er gert úr því að maðurinn fór úr landi miðað við hvað mikið var gert úr mildun dóms Hæstréttar.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.9.2007 kl. 10:45

8 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ef rétt er að maðurinn hafi farið úr landi rétt sí svona, er það einfaldlega óafsakanlegt klúður í réttarkerfinu. Vonandi láta menn þetta, sér að kenningu verða.

Þórbergur Torfason, 18.9.2007 kl. 11:05

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Er það nema von að konur veigri sér við að ákæra í mörgum tilvikum, þó þær verði fyrir slæmri útreið því þessum mönnum er svo bara sleppt.

Marta B Helgadóttir, 18.9.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband