12.9.2006 | 21:27
Ég og fræga fólkið
Í dag mætti ég fimm frægum og mikilvægum persónum á flandri mínu um bæinn. Fyrst skal frægastan telja sjálfan Bubba Morthens. Ég hitti hann í húsi einu þar sem hann var að raða stólum. Loks settist hann á einn stólinn, blés út brjóstið og lék á alls oddi og talaði hátt og snjallt. Á Austurvelli asaði ég fram á Þröst Ólafssson framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Við gegnum svo nærri hvor öðrum að axlir okkar snertust og hugirnir mættust. Þriðja frægðarfígúran sem flæktist fyrir mér var Þorvaldur Gylfason prófessor. Hann var með stóra skjalatösku, líklega fulla af skjölum, og bar barðastóran og aristókratískan hatt sem blakti í vindinum og það var helvítis völlur á honum. Hann leit ekki á mig en ég veit samt að hann tók eftir mér og hugsaði:
Sigurður er sniðugur. Sannur músikvitringur. Skarpur maður er.
Fjórða frægðarpersónan sem ég mætti í eigin persónu var engin önnur en hún séra Auður Eir. Hún fór Austurstræti og gaf mér hýrt auga sem þó var nokkuð vanþóknunarblandið líkt og ég væri bölvaður trúvillingur en samt svona sætur strákur. Guð blessi hana.
Baksandi upp Bankastrætið á löturhægu tempói með storminn í fangið, eins og svo oft áður í lífinu, kom fimmti frægðarmaðurinn gustandi á móti mér, allegro giusto, á blússandi farti og sterkum meðvindi og það var hann Jónas Sen tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins. Hann virti mig ekki viðlits enda eru það óskráð lög í menningarheiminum að tónlistargagnrýnendur hundsi gersamlega hverja aðra. En við þennan close encounter of the fifth kind féll ég umsvifalaust í djúpa zen-hugleiðingu en hún gengur út á það, eins og kunngut er, að tæma hugann af öllu ónytjungs hjali en skynja í staðinn hið algera tóm sem ríkir að baki tilverunnar.
Á morgun ætla ég aftur í bæinn og láta sjá mig í augsýn fræga og fína fólksins.
En ég er nú ekki allur þar sem ég er séður.
Meginflokkur: Mannlífið | Aukaflokkar: Bloggar, Ég | Breytt 6.12.2008 kl. 20:04 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.