4.10.2007 | 20:08
Nú skyldi ég hlægja, væri ég ekki dauður
Í fyrrakvöld þegar ég var að reyna að sofna á hóteli i Salzburg varð mér svo kalt að mér hefur bara aldrei orðið jafn kalt.
Daginn eftir, fann ég að ég var að fá andstyggilegt kvef. Þann dag fór ég þrjár flugferðir og bjóst fastlega við að farast í hverri þeirra, fyrst með rellu til Vínar þar sem við biðum í fjóra tíma, svo í þotu til Kaumannahafnar, þar sem aftur var beðið í fjóra tíma, og loks var flogið heim. Þangað komum við klukkan ellefu að Vínartíma og höfðum verið á fótum frá klukkan sex um morguninn. Þá var ég kominn með þennan líka lugnabólguhóstann og var eins og aumingi ytra sem innra.
Í morgun var ég kominn með hita en átti ekkert að éta og missti hitamælinn svo hann brotnaði. En það var gaman að skoða kvikasilfrið sem þeir mæla hörðu frostin með og pota í það og sjá hvernig það sundrast og leitar alltaf saman aftur. En ég varð að storma út í veður og vind, dem Schnee, dem Regen, dem Wind entgegen, til að kaupa mér hitamæli og mat. Ohne rast und Ruh! Vel á minnst: Ég hef þyngst um þrjú kíló í ferðinni. Ég nenni yfirleitt aldrei að éta en í útlöndum er svo sem lítið við að vera annað en éta - og sofa.
Nú er ég hér með 39 stiga hita og get ekkert étið. Þetta er eitthvað annað en kvef. Ætli ég sé ekki kominn með hundaæði bara. Ég finn að óráðið er alveg að koma yfir mig. Ég stend nefnilega í þeirri bjargföstu trú að hún Tóta mín pönkína sé bara fyrrverandi pönkína en hef það hins vegar á hreinu að hún er nú orðin algjör skönkína.
Ég á von á Mala klukkan níu í kvöld. Ef ég verð þá ekki steindauðaur úr lugnabólgu og hungri.
Eftirmáli: Það var alveg frábært veður, nema einn dag í Austurríki. Alparnir voru ólýsanlega fallegir. Nú skil ég hvað Schubert var að fara í sinni síðustu og mögnuðustu sinfóníu en við vorum að fylgja í fótspor hans í ferðinni. Talið er að landslagið hafi orðið kveikjan að þessari sinfóníu. Og þessi tónlist er nú eitthvað annað en þessi Enimen eða hvern andskotann hann heitir. Ég hef aldrei þolað hann enda aldrei heyrt með honum eitt einasta lag!
Nú er mér þungt fyrir brjósti. Samt skyldi ég hlægja væri ég ekki dauður yfir því að eiga von á honum Mala mínum núna klukkan níu.
Meginflokkur: Ég | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:09 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Velkominn heim Sigurður. Slæmt að þú skulir vera lasinn, en bara það að við erum komnir frá Ögmundi Árnasyni og henni Þóru Jónsdóttir áttu eftir að lifa minnst 40 ár í viðbót, allavega skal ég minna þig á þegar þar að kemur. Verð barasta að viðurkenna, að ég saknaði þín meðan þú dvaldir í útlandinu. Sástu nokkurn þarna í Austurríki sem minnti þig á mig? Kveðja.
Þorkell Sigurjónsson, 4.10.2007 kl. 23:52
Gott að þú skulir vera komin aftur. Píslarsagan hreint frábær. Vonandi fáuum við svo jafn góðar lýsingar á öllu sem þú upplifðir hjá Franz Jósef sáluga.
María Kristjánsdóttir, 5.10.2007 kl. 00:15
Guð, hvað ég er fegin Keli, að ég skuli líka vera komin af honum Ögmundi Árnasyni og henni Þóru Jónsdóttur eins og Siggi bróðir.
Ég er þá ekki bráðfeig frekar en hann, þó ég sé líka með 39 stiga hita og þungt fyrir brjósti.
Ég talaði við Sigga í síma í kvöld og hann sagði að annar hver Austurríkismaður væri alveg eins og þú í framan og kom honum það auðvitað alls ekki á óvart.
Nei annars, ég held að ég sé með hitaóráði, svei mér þá!
Svava frá Strandbergi , 5.10.2007 kl. 02:01
Lýsingin á kvikasilfri minnir á einhverja senu úr hryllingsmynd. Velkominn heim. Leitt að heyra að þú sért veikur. Góðan bata.
Jóna Á. Gísladóttir, 5.10.2007 kl. 18:31
Þegar ég var lítill fannst mér svo gaman að leika mér að kvikasilfri, láta það sundrast og sameinast. Kannski hef ég þá fengið kvikasilfurseitrun og er þess vegna svona kvikur og eitraður sem ég er.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.10.2007 kl. 18:47
Það a.m.k. er lán í óláni að þú skyldir veikjast undir lok ferðarinnar en ekki í upphafi, fyrst þú þurftir endilega að taka upp á slíku. Svo er ég viss um að malið í Mala hafi ákveðinn lækningamátt líka. Góðan bata!
Það sem ætlaði þó mest að segja, í þessari „athugasemda-frumraun” minni, er: Velkominn heim Siggi
Eva Sólan (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 20:08
Takk fyrir þetta Eva. Gaman að fá frá þér athugasemd. Já, það var sannarlega lán í óláni að þetta skyldi gerast á síðasta degi því nú er ég eins og aumingi. Mali er alveg óskaplega mikill mali. Hann gerir ekkert nema mala og mala.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.10.2007 kl. 21:09
Láttu þér batna. Áttu ekki grútarlýsi sem þú getur sopið af? Það hefði gert mann úr Schubert og bætt allar hans kvalir.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.10.2007 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.