Sópað yfir óheilindi

Í hádegisfréttum RÚV voru höfð mótmæli eftir Guðmundi Þóroddssyni forstjóra REI við þeirri fullyrðingu borgarstjóra að ekki hafi verið lagðar fram réttar upplýsingar um kaupréttarsamninga (sem Bjarni Ármannsson er hrifsaði mest til sín vill reyndar ekki kalla slíku nafni ) á fundi eiganda og stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Guðmundur Þóroddsson fullyrti að listi með nöfnum þeirra sem bauðst að kaupa hafi verið lagður fram,  hve stóran hlut hver og einn fengi að kaupa og á hvaða gengi og þetta hafi verið samykkt af öllum, þar á meðal borgarstjóra, nema fulltrúum vinstri grænna og fulltrúum Borgarbyggðar.

Í beinu framhaldi af þessu var haft eftir Gísla Marteini Baldurssyni að hann kannist ekki við að þessi listi um kaupréttarhafa hafi verið lagður fram. Hann bætti því við að í dag sé viðeigandi að borgarfulltrúar og Orkuveitan standi  saman að því reisa friðarsúlu í Viðey. 

Allir gera sér auðvitað ljóst að þarna er eitthvað óhreint á seyði því fullyrðingar manna um staðreyndir, hvort ákveðinn listi var lagður fram eða ekki, stangast á. Annar hvor aðilanna, Guðmundur eða borgarstjórinn og Gísli Marteinn, hlýtur að  fara með ósannindi í jafn mikilvægu máli.

Skilaboð Gísla Marteins til almennings eru þessi: Við skulum nú bara láta þessi óheilindi liggja og ekki ræða meira um þau og fara að tala um friðarsúlur. 

Hvernig í ósköpunum getur almenningur treyst þessum gaurum sem ráðskast með málefni hans og jafnvel eignir eins og þeir eigi þær og beita blekkingum og óheilindum hve nær sem þeim kemur það vel?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Sammála. Það þarf að fara að hrista motturnar hjá þeim og athuga hve miklu þeir hafa sópað undir þær.

Svava frá Strandbergi , 9.10.2007 kl. 16:34

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þetta er allt svo ótrúlegt og verður bara verra og verra. Nú væri gott að vera kisa og skilja ekki mannamál.

María Kristjánsdóttir, 9.10.2007 kl. 17:19

3 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Allir þeir sem sópa íhaldsóþverranum upp á yfirborðið eru menn að mínu skapi.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 9.10.2007 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband