Ég stend með stjörnunum

Nú er Fréttablaðið með leiðara Jóns Kaldals og ýmsir bloggarar búnir að gefa út dagskipun um það hvað mönnum á að finnast um friðarsúluna sem reist var í Viðey rétt áðan. Allir eiga að vera einhuga í fögnuði sínum og samþykki ella skuli þeir nöldurspúkar kallaðir verða með sitt helvítis taut.

Þetta er það sem við köllum umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra. Þær eru ekki efnislega rangar með rökum heldur stafa þeir af skapgerðarbrestum viðkomandi. 

Súludansararnir sem dansa nú af gleði kringum Yoko og fræga fólkið hafa sér á parti blásið á áhyggjur sumra mætra manna um ljósmengun sem kynni að skerða enn möguleika borgabúa til að sjá til stjarna himinsins. Hvers virði eru svo sem stjörnur himinsins í miljóna ljósára fjarlægð samanborið við  stjörnur poppsins sem heiðra oss með nærveru sinni? 

Ég stend samt með alvöru stjörnunum af því að ég er nokkur ljósár á eftir tíðarandanum. 

Þó svo að ég skuli fyrir vikið nöldurseggur kallaður verða. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

fjöllin hérna allt í kring, hinar ævafornu og fjarlægu stjörnur og ýmislegt fleira af náttúrulegu tagi eru líka tilvalin - og það sem betra er - eilíf friðartákn, ekki má gleyma því

halkatla, 9.10.2007 kl. 22:51

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

svona svona Sigurður minn. hvað er annars að frétta af þér og kisu

Jóna Á. Gísladóttir, 9.10.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er af mér að frétta að ég er bara fúll og veikur en fer batnandi (ekki samt sem maður) en Mali malar sem aldrei fyrr!

Sigurður Þór Guðjónsson, 9.10.2007 kl. 23:59

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En nú æsist ég allur upp. Mér fannst þessi friðarsúludans í Viðey frábærlega tilgerðarlegur og frægðarmeðvitaður. Svo finnst mér þessi Yoko alltaf bjóða af sér leiðinlegan sjónvarpsþokka, þóttalegan og sjálfumglaðan. Og hana nú! Niður með friðarsúluna! Upp með stjörnurnar!

Peace be with you!

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.10.2007 kl. 00:35

5 Smámynd: Halla Rut

Flott súla, þetta er nú hér eins í Las Vegas og það finnst mér töff.

Halla Rut , 10.10.2007 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband