Álit vísindamanns

Vísindamaður einn lét þau orð falla við mig í dag að það að láta Al Gore og loftsslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna deila með sér Nóbelsverðlaununum væri svona álíka eins og ef Alþjóða heilbrigðisstofnunin og Michael Crichton hefðu fengið Nóbelsverðlaunin saman í læknisfræði, sá síðarnefndi fyir Bráðavaktina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hefði ekki Crichton & Co verið betur að Nóbelsverðlaununum kominn en Gore & Co?  Svo hefur Crichton skrifað bókina State of Fear þar sem IPCC kemur við sögu.  Gore & Chrichton eiga sem sagt ýmislegt sameiginlegt.

Ágúst H Bjarnason, 18.10.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Hrappur Ófeigsson

"Vísindamaður einn lét þau orð falla við mig í dag" 

Mig langar hinsvegar að bjóða þér frítt í bíó svo þú getir myndað þér þína eigin skoðun og þurfir ekki að búa til slúður um eitthvað sem þú hefur ekki kynnt þér.  (þeas. einhver maður sagði mér eitthvað og hann er með einhverja menntun en hann sagði mér þetta sem slúður þannig að ég get ekki nafngreint hann ? )

http://drullusokkar.blog.is/blog/drullusokkar/entry/316284/ 

Hrappur Ófeigsson, 19.10.2007 kl. 03:47

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Útlitið hæfir Árna Þór:

Árni Þór Guðmundsson

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2007 kl. 09:31

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Svar til Árna Þórs. Maðurinn sagði þetta við mig í eigin persónu. Ég spurði hvort ég mætti hafa það eftir honum og hann játaði því en vildi ekki að nafn sitt kæmi fram. Líklega hefur hann viljað forðast óþægindi. Þetta er bara álit hans en mér finnst það sláandi og líka hnyttið. Hér er ekki um neitt slúður að ræða. En þakka þér fyrir að bjóða mér frítt í bíó þó ég hafi reyndar séð myndina áður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.10.2007 kl. 10:32

5 Smámynd: halkatla

ansi krassandi, ég þarf víst að gera þetta að minni aðalslúðursíðu ef framheldur sem horfir! vísindaslúður er næstum skemmtilegra en frægrafólkaslúður, ef eitthvað er

halkatla, 19.10.2007 kl. 14:51

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst myndin af Árna Þór töff! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.10.2007 kl. 15:37

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vil endilega vísa á þessa grein til vitnis um þann trúarlega eldmóð og stimplun á þeim sem hugsa öðru vísi sem einkennir skrif sumra um loftslagsmálin.

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.10.2007 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband