Fyrsti haustsnjórinn í Reykjavík

Í morgun var jörð talin alhvít í Reykjavík í fyrsta sinn á þessu hausti og snjódýpt mæld 1 cm. Í gær var jörð flekkótt af snjó. Ekki mun þessi snjór standa lengi við og er líklega þegar horfinn. Á Keflavíkurflugvelli var snjódýptin 6 cm en 12 á Forsæti í FLóa og hvergi meiri á landinu.  

Ég spái aftakahörðum vetri með mikilli vesöld til sjávar og sveita. Mun sá vetur Lurkur annar kallaður verða í sveitum en Hreggviður annar í öðrum stöðum. Mun þá óátan mörg ill etin verða  og göróttir drykkir þambaðir ósleitilega úr matvöruverslunum. Mun vetur þessi því einnig Kári nefndur verða en Stútur af sumum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband