Ómögulegur álitsgjafi

Í gær sagði Kolbrún Bergþórsdóttir í Kiljunni að hún vorkenndi þeim sem sæju rasisma í Tíu litlum negrastrákum og slíkt fólk ætti bara ekki að lesa bækur.

Miklar umræður hafa spunnist um þessa bók og vindur hún sífellt upp á sig. Alltaf birtast fleiri fletir.

Ummæli eins og þau sem Kolbrún lét út úr sér drepur hins vegar alla umræðu. Allir eru bara afgreiddir sem ekki eru á sömu skoðun og hún sjálf.

Þeir sem sjá rasisma í Tíu litlum negrastrákum eru líklega misleitur hópur eins og hinir sem ekki sjá  hann. Margir í báðum hópum eru sennilega bókamenn og vel læsir á texta. 

Er það til of mikils mælst að álitsgjafar í menningarþætti sjái ofurlítið út fyrir sitt eigið nef en tali ekki af skefjalausri þröngsýni og sjálfhverfu? Að þeir geti ofurlítið sett sig í annarra spor í margbrotnum heimi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Vandamálið þarna var að þáttarstjórnandi er sömu skoðunar og Kolbrún.  Hann er alveg jafn ómögulegur!

Matthías Ásgeirsson, 1.11.2007 kl. 16:38

2 identicon

Ótrúlega kjánalegt fliss og hlátrasköll Kolbrúnar meðan Egill kynnti efnið, segir allt sem segja þarf um þennan "professional" gagnrýnanda.

Baldur McQueen (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 16:55

3 Smámynd: halkatla

ég sá þetta ekki en hefði alls ekki búist við neinu öðru af henni.

halkatla, 1.11.2007 kl. 18:20

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Samkvæmt því sem Kolbrún segir, þá á ég ekki að lesa bækur. Það er svo sannarlega satt að þetta er rasismi af verstu gerð, þó ekki sé nema vegna þess að negrastrákarnir eru allir persónuleikalausir, eins og fram hefur komið. Þeir eru þarna í þessari bók allir samasemmerki fyrir svarta heimska niggarann eins og rasistar líta á allt blökkufólk. 

Svava frá Strandbergi , 2.11.2007 kl. 22:30

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sumir segja að Kolbrún hafi verið að stríða en mér fannst hún ekki vera að því heldur tala í alvöru. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.11.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband