8.11.2007 | 16:09
Myrkrið
Boðuð hefur verið bænaganga "í einingu og nafni Jesú Krists" 10. nóvember gegn myrkrinu í þjóðfélaginu eins og það er orðað í auglýsingum og sagt er að "með myrkrinu sé átt við neikvæða áhrifaþætti í lífi margra fjölskyldna, Þar má nefna vonleysi, fátækt, áfengisneyslu, vímuefnaneyslu, ofbeldi og sjálfsmorð."
Mikið er þetta einkennilegur samjöfnuður. Þegar svona er talið upp án aðgreiningar ... fátækt ... vímuefnaneysla... oflbeldi ...sjálfsmorð ... hlýtur það einfaldlega að vekja upp þau hugtengsl að fátækt fólk sé ofbeldislýður og þær óhamingjusömu manneskjur sem taka líf sitt séu af sama kaliber og vímuefnaneytendur. Þetta sé allt sama myrkrið.
Ekki veit ég hverjr ertu drifkrafturinn á bak við þessa göngu en í undirbúningsnefnd er Þjóðkirkjan meðal annara og ýmsir kristnir söfnuðir sem vilja vekja athygli á því, að eigin sögn, að "Jesús Kristur er ljósið sem yfirvinnur myrkrið".
Göngunni á að ljúka í Laugardalshöll þar sem menn ætla að vitna.
Ég fæ ekki betur séð en þetta sé fyrirtaks leið til að vekja upp trúarofsa og fordóma um jafn erfið og vandasöm mál og vímuefnaneyslu og sjálfsvíg, að ekki sé talað um það ranglæti sem felst í fátækt.
Hér verður þessu öllu saman bara fleygt inn í glóruluast myrkrið og lækningin er einföld patentlausn: Komið til Jesú.
Mætti ég þá heldur biðja um vítisengla.
Meginflokkur: Guð sé oss næstur | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:00 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Er það ekki flott að vera fátækur?? Jesús sjálfur, sagði við ríka manninn að losa sig við allar eigur sínar og fylgja honum, sem ríki asninn gerði að sjálfsögðu ekki.
Er því ekki nær að biðja fyrir myrkrinu sem umlykur þá ríku? Þeir fara sko beina leið til Helvítis, því sagði ekki Jesús líka að auðveldara væri fyrir úlfaldann að komast í gegnum nálaraugað en fyrir ríkan mann að komast til Himnaríkis??
Þetta er því tóm tjara hjá kirjunnar mönnum að biðja fyrir fátækum finnst mér.
Svava frá Strandbergi , 8.11.2007 kl. 17:53
Þarf ekki að fara að stækka þetta nálarauga?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 8.11.2007 kl. 18:11
Ekki veit ég hvað prestastéttin segði við því ef farið væri að hrófla meira við textanum í Biblíunni en orðið er og umorða það sem Jesú sagði eitthvað á þessa leið að Auðveldara væri fyrir úlfaldann að komast í gegnum nálaraugað en fyrir ríkan mann í gegnum augað á stórrri stoppunál?
Svava frá Strandbergi , 8.11.2007 kl. 18:17
Alzhemerinn segir til sín. Auðvitað átti þetta að vera, fyrir úlfaldann að komast í gegnum augað á stórri stoppunál, eða eigum við kannski frekar að hafa það segldúksnál?
Svava frá Strandbergi , 8.11.2007 kl. 18:20
gangi ykkur vel...ef guð er til?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.11.2007 kl. 21:07
Sigurður minn, þú ert nú heldur betur að misskilja hlutina þarna.
Það sýnir sig líka í þinni fráleitu niðurstöðu, æpandi vegvilltri.
Sástu annars nokkuð Kastljósþáttinn ágæta í gærkvöldi, félagi?
Þeir tvímenningarnir eru að gera afar góða hluti -- í krafti trúar.
Jón Valur Jensson, 8.11.2007 kl. 21:24
Bölvuð trúvilla er þetta í þér Jón minn Valur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.11.2007 kl. 22:15
Fyndið kann þetta að vera, en ekki svar.
Þess vegna ítreka ég spurningu mína.
Jón Valur Jensson, 8.11.2007 kl. 23:03
Þetta er svarið Jón Valur. Taktu það alvarlega.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.11.2007 kl. 23:50
Þú getur svo ekki stillt öllum upp að svara eftir þínu eigin höfði. Það ER verið að stilla þessu svona upp eins og ég sagði í færslunni. Engu við það að bæta.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.11.2007 kl. 23:55
Einu sinni, endur fyrir löngu, átti ég góðan vin sem mér þótti undurvænt um. Þegar ég fór til langdvalar í útlöndum skrifaði hann mér mörg, löng bráðskemmtileg bréf. Eins og gengur í lífinu misstum við samband og ég vissi aldrei almennilega hvað varð af honum. Nú er hann orðinn bloggari, að mér skilst nauðugur viljugur, svo ég hef getað fylgst með honum í gegnum bloggið hans í rúmt ár.
Við lesturinn hefur mér oft orðið hugsað til bréfanna hans sem ég hef geymt eins og um dýrmæta gimsteina væri að ræða, enda eru þau það á sinn hátt, og hafði mig loksins í að leita að þeim þrátt fyrir miklar annir - og fann þau. Þetta voru hans bréf til Láru.
Hann minntist nefnilega stundum á trúmál og ég ætla að vitna hér í bréf sem hann skrifaði 15. júlí 1974 - góðviðrissumarið mikla fyrir rúmum 33 árum! Bréfið er rúmlega tvær mjög þéttskrifaðar síður svo þetta er aðeins örlítill útdráttur. Oftast voru bréfin hans miklu lengri.
"Ég er nú andlaus eins og herforingi í stórum her svo þetta bréf verður nú heldur ómerkilegt. En stundum opnast dálitlar glufur á sálargluggann og ég verð mælskur eins og Cicero, ritfær eins og Snorri, spakur eins og Sókrates, æstur eins og Páll postuli á leiðinni til Damaskus. En oftast er ég þjáður eins og Kristur á krossinum og einmana eins og Kristján Jónsson á Sprengisandi.
Reykjavík er líka með allra leiðinlegasta móti og er þá mikið sagt. Það eru fáir í bænum. menn eru flúnir út á land eða í önnur lönd. Hér lötra allir troðnar slóðir, hér dettur engum neitt í hug, hér hugsa menn ekki, hér segir enginn orð af viti. Það er varla hægt að fara ferða sinna um bæinn fyrir feitum, heimskum, amerískum túristabjálfum og hvítklæddum englaverum sem svífa um göturnar eins og náttúrulausar annars heims verur og boða heiðnum Íslendingum katólska trú.
Ég sat um daginn á gangstéttinni í Austurstræti og spjallaði við vinkonu mína um víðáttur alheimsins. Koma þá til okkar tvær hvítklæddar meyjar og ota að okkur bæklingi: A gift from heaven! Þar var mynd af Maríu guðsmóður, ljósri og mildri.
Svo spurðu þær: Do you believe in god?
Krissa svaraði að bragði: I believe in black magic. I believe in the devil.
Why do you believe in the devil? spurðu kvinnurnar himnesku.
Krissa fipaðist ekki: Because he is so sexy.
Why is he so sexy? andvörpuðu englaverurnar.
Because he has a tail.
Trúboðskonurnar gengu grátandi burt. Svona er nú siðferðið orðið hér í Reykjavík."
Hefur það nokkuð skánað?
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.11.2007 kl. 01:15
Baráttan sem við eigum í er andleg og ef þú þekkir ekki óvin þinn, þá er orrustan töpuð. Ég veit hverjum ég tilheyri og við hvern ég berst.
Vissulega þurfa allir menn fyrirbæn, ekki síður ríkir en snauðir, á veraldlega vísu.
En Kristur kom til að gefa líf og líf í nægtum. Það er ekki vilji Guð að menn séu þjáðir vegna vímuefnaneyslu, fátæktar eða veikir á sál og líkama. Hann kom til að leysa og lækna og hans eigin orð eru, ÉG ER - hann er hinn sami í dag og í gær og um alla eilífð. Ég skammast mín ekki fyrir að tilheyra honum og játa hann sem minn frelsara. Hann lifir.
Við þekkjumst nú frá gamalli tíð Sigurður og ég ætla ekki að hrósa þér fyrir neikvæðnina, en bið samt Guð að mæta þér og hugga, gefa þér gleði og innihaldsríkt líf. Guð blessi þig vinur.
G.Helga Ingadóttir, 9.11.2007 kl. 10:05
Eymd og volæði er jarðvegurinn sem trú vex mest og best í, fókusinn hefur alltaf verið á hið ljóta og loforði um eitthvað betra og þá einna helst þegar menn eru dauðir
DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 10:15
Ég er EKKI neikvæður trúkona! Þú ert neikvæðari. Þið sem blandið óhikað saman í vafasömum tóni fátækt, ofbeldi, vímuefnaneyslu og eruð með hálf ásakanandi tón í garð fólks sem tekur sitt eigið lífð (sem fer víst til helvítis fyrir) eruð neikvæð og beitið trúinni á rangan hátt. Þið eruð haldin alvarlegri trúvillu. Ég er ekki að grínast með það. Vertu svo ekki að biðja guð fyrir mér. Það er lítilsvirðandi athæfi og vorkunnartónn í því þegar fólk þykist vera að biðja fyrir öðru fólki af því að ekki veiti víst af. Þú þykist geta fullyrt að ég hafi ekki gleði og innihaldsríkt líf, hvað sem það nú þýðir fyrir þér (líklega trú á þína eigin vísu). Svona hroki kemur ekki frá neinum nema frá sumu trúfólki, Og meðal annarra orða þá sá ég þetta allt í Kastljósi og leist ekki á.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2007 kl. 10:30
fólk sem er í "myrkri" af völdum fátæktar, þunglyndis osfrv hefur ekkert að skammast sín fyrir. Það er önnur hlið á myrkrinu sem er miklu verri, t.d blinduð efnishyggja. Henni fylgir raunverulegt böl.
Ég held samt að þeir sem skipulögðu þessa göngu finni bara í alvörunni til með þeim sem njóta þess ekki í botn að vera á lífi á Íslandi í dag 2007. Og enginn er fullkominn þannig að maður ætti kannski ekki að dæma viðleitni þeirra neitt frekar en annarra...
halkatla, 9.11.2007 kl. 10:34
Þeir sem skipuleggja þessa göngu Anna Karen gera það á trúarlega- siðferðislegum forsendum og setja samasemmerki milli fátæktar og ofbelids , víimuefnaneyslu og sjálfsvíga sem þeir kalla sjálfsmorð og ætla að leysa þau á einhverjum frelsunarbrautum. Það er hættuleg braut þegar um er að ræða heillsufarsleg og félagsleg vandamál. Í þeirra augum er mykrið álasandi orðalag, sama myrkur er yfir ofbeldsmönnum og fátæku fólki og fólki sem líður svo illa að það getur ekki lifað og verður fyrir þungu siðferðislegu ámæli fyrir vikið. Þetta er svona einn anginn af þessari ofsatrúar"vakningu" sem fer yfir heiminn og skilar engu góðu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2007 kl. 10:44
Já, Anna Karen. Afhverju fer þetta fólk ekki í myrkurgöngu gegn ríka liðinu sem hefur myndað aðra þjóð í landinu? Af því að það lifir ekki í "myrkri", að þeirra áliti, bara fátæka fólkið sem þarf að leiða til ljóssins og lífsins. Fátækt í augum þessa göngufólks hefur sömu siðfeðrislega ámælisverða stöðu, lif í myrkri, og það að stunda ofbeldi og vera forfallinn vímuefnaneytandi en þeir eru reyndar sjúklingar fremur en eitthvað annað. Það er þessi álasandi syndafíngur sem er beint gegn öllum þessum hópum jafnt jsem er svo óþolandi við þær auglýsingar sem ég hef séð um gönguna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2007 kl. 10:53
ég verð að játa mig seka um að hafa ekki vitað fyrren í gær hvað þetta myrkur átti að tákna, ég hélt að það væri verið að vísa í hald Satans sjálfs á landsmönnum
og ég tengi það alls ekki við fátækt, veikindi eða vonleysi, heldur einmitt þessa ríku bastarða sem eru í sporum ríka mannsins sem á raunverulega bágt!
En stendur ekki til að biðja fyrir þeim sem líður illa í göngunni? Við verðum að gefa þeim "benefit of the doubt" varðandi forsendur
halkatla, 9.11.2007 kl. 11:01
Það kemur fram í auglýsingunni hverjir göngumenn telja að lifi í siðfeðrilegu mykri, því öðruvísi er ekki hægt að skilja samhengið en að það sé siðferðislegt: "vonleysi, fátækt, áfengisneyslu, vímuefnaneyslu, ofbeldi og sjálfsmorð."
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2007 kl. 11:06
Nú spretta þeir upp ráðgjafarnir,en mitt mat er að Sigurður nokkur Guðjónsson hafi rétt fyrir sér,enda er mér sagt að trúarfíkn sé erfiðasta fíknin að laga/leiðrétta. og hópurinn stór sem er í trúboði,er þetta ekki dauðahræðsla ? held það.Á ekki að lifa lífinum fyrir dauðann ?
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:07
Ég fylltist óhugnaði þegar ég sá þessa auglýsingu -sá ekki Kastljósið-þvílíkt svartnætti hugans. En nú er ég með ömurlega flensu og það nægði mér alveg að þú hugsaðir vel til mín Sigurður og kannski Halla líka.
María Kristjánsdóttir, 9.11.2007 kl. 12:31
Auðvitað hugsa ég vel til þín,ekkert lát á því,en ég get ekki beðið fyrir þér.Hitt vekur athygi mína,veikast þær sem eru giftar læknum ?eða er ég með ranghugmyndir.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 12:44
Þessi ævintýri verða því vitlausari sem fleiri rugludallar hringla með þau í gegnum aldirnar og nálaraugað er gott dæmi um það. Þetta var bara hlið í Jerúsalem, mjög þröngt, og mátti helst ekkert af farmi úlfaldans standa út af þá komst hann ekki í gegn.
Baldur Fjölnisson, 9.11.2007 kl. 12:52
Bíðið hæg, er ekki sælt að vera fátækur, mig minnir að það standi í bókinni, ég veit líka að þessi setning er komin frá toppunum sem skrifuðu þetta til þess að þeir fátæku yrðu glaðir því þeirra yrði himnaríki eftir að búið var að traðka á þeim af toppunum í jarðvistinni, svona ofurbarnalegur áróður ætlaður til þess að efla þrælslundina.
DoctorE (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 13:12
Þær sem giftast læknum veikjast líklega af sárasótt. En ég hugsa nú ekki um annað en þig María og ég hef sterkar hugsanir. Og Halla eflaust líka.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.11.2007 kl. 14:10
Prestar og guðfræðingar eru ótrúlega heilaþvegnir enda sérstaklega þjálfaðir öldum saman til að éta fáránlega vitleysu - algjörlega án minnstu gagnrýnnar hugsunar - frá fyrirrennurum sínum. Þetta hefur verið sjálfvirk forheimskandi maskína og núna hefur hún skiljanlega brætt úr sér. Þessi forheimskun lifði af upplýsingabyltingu prentlistarinnar með hryðjuverkum og ógnarstjórn og pyndingum en hefur verið á stöðugu undanhaldi síðan upplýsing og vísindaleg hugsun komu til sögunnar enda skv. skilgreiningu ekki nokkur leið að sanna ósanna hluti og þeir eldast að sjálfsögðu afar illa. Það er ekki sannfærandi að vera á stöðugum málefnalegum flótta og þurfa sífellt að vera að breyta einhverjum gömlum og löngu úreltum æavintýrum og lygasögum.
Baldur Fjölnisson, 9.11.2007 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.