11.11.2007 | 17:40
Skammdegið
Nú er skammdegið skollið á samkvæmt þeirri skýrgreiningu sem ég nota. Hún er sú að skammdegi sé þegar sólin er á lofti minna en einn þriðja hluta þess tíma sem hún er lengst á lofti. Þetta gerðist í dag og skammdegið stendur eftir þessum skilningi út janúar.
Mér finnst það öllu skipta með skammdegið að veðrið sé skaplegt, milt og snjólítið og helst snjólaust. Þá er svo miklu auðveldara að vera úti og komast leiðar sinnar.
Andstyggilegast er skammdegið þegar fyrst snjóar mikið en leggst síðan í langvinnar norðanáttir með miklum frostum og marga vikna gömlum, hörðum og óhreinum njó.
Skemmdegið finnst mér blátt áfram fljótara að liða þegar hlýtt er og snjólaust en þegar kalt er og snjóþungt.
Sumir segja að það sé bjartara yfir þegar snjór er en það munar engu og þægilegheitin í samgöngum vegur upp á móti því ef eitthvað er og vel það.
Myrkur og mildur desember með 10 til 11 stiga hita marga daga eru skemmtilegastir desembemánaða og minna mig á þá gömlu daga löngu fyrir gróðurhúsaáhrifin þegar alltaf var gott veður og engum datt skíðaferðir í hug!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Tarna var góð skilgreining á skammdeginu. Undanfarin ár hefur maður verið að spyrjast fyrir um skilgreiningu á skammdegi og það hefur satt best að segja leitt það í ljós að þeir landar vorir sem eru undir fimmtugu hafa afskaplega óljósa tilfinningu fyrir því hvað sé skammdegi yfirleitt. Af lestri eldri heimilda er þó ljóst að formæður okkar og -feður hafa skilgreint þetta nokkuð þröngt og miklu nær þessu sem þú, Sigurður, nefnir. Einhversstaðar rakst ég á frásögn sem ég túlkaði sem svo að "svartasta skammdegið" væru Ýlir og Mörsugur, þ.e. frá því um 26. nóvember til þorrabyrjunar. Í samtali við dr. Þorstein Sæmundsson kom fram að þetta lægi nærri því að vera sá tími, sem sólin nær ekki 6° hæð yfir sjónbaug um sunnanvert landið í hádegisstað. En ég verð var við að ef maður fær yngra fólk en okkur á annað borð til þess að velta málinu fyrir sér, þá nefnir það að skammdegi hljóti að vera tíminn frá jafndægri að hausti til jafndægurs að vori. Af skoðun eldri heimilda finnst manni að svo hafi ekki verið áður fyrr, heldur eins og fyrr segir, hafi þetta verið túlkað þrengra. En sú skilgreining sem þú notar, er miklu nær því sem ég hef tilfinningu fyrir að allavega mínir foreldrar og þeirra foreldrar hafi notað. Góðar kveðjur og þakklæti fyrir margháttaðan fróðleik sem þú hefur safnað saman og gert aðgengilegan.
Ellismellurinn (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 20:11
Sæll Sigurður. . Sé að frænka er komin í einangrun hvað bloggið hennar varðar, skyldi eitthvað vera til ráða?
Þorkell Sigurjónsson, 11.11.2007 kl. 20:19
Ellismellur: Nú á dögum er fólk strax eftir verslunarmannahelgi farið að tala um að nú fari skamdegið að koma!
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.11.2007 kl. 21:02
Alveg er ég sammála þér 10-15°C+ það er miklu betra en snjórinn, slabbið og kuldinn.
Fríða Eyland, 11.11.2007 kl. 22:14
Svona erum við nú misjöfn. Mér líður best þegar mjöllin ræður ríkjum. Snjór eða hvað fólk vill kalla fyrirbærið. Hún nefnilega vísar okkur svo oft veginn þar sem við göngum um á annars sálarmyrkum dögum. Og svo er meiri sjens á að Sólin sjáist. Hafðu það sem best.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.