12.12.2007 | 15:28
Fimmtíu tonna þunglyndi
Fyrir ári síðan lenti ég í þrjátíu tonna þunglyndi sem ég skrifaði um á blogginu.
En undanfarnar vikur hef ég verið að berjast við þunglyndi sem hefur verið að minnsta kosti fimmtíu tonn að þyngd. Ég læt samt á engu bera. Þó ég hafi aldrei litið glaðan dag í lífinu er ég alltaf hress og upprifinn út á við.
En ég nenni ekki lengur að fara út í búð að kaupa í matinn enda et ég ekki neitt og dagsbirtan sker svo í augun. Ég verð líka að hafa tappa í eyrunum því öll hljóð eru alveg að æra mig.
Ég er sannfærður um að mín bíður ekkert nema gröfin köld.
Svo fer ég beina leið til helvítis.
Og enginn fær gert við því.
Meginflokkur: Ég | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 18:38 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Hver er tonnafjöldinn, svona á ársgrundvelli? Væri hægt að huga að útflutningi?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 12.12.2007 kl. 16:30
Þó ég hafi aldrei litið glaðan dag í lífinu er ég alltaf hress og upprifinn út á við.
mér finnst að það ætti að borga fólki fyrir að draga aðra ekki með sér niðrí sitt svartnætti. Alltof fáir sýna þessa tillitsemi, enda er það EKKERT SMÁ erfitt.
Í mínum huga ertu sá svalasti bloggari sem til er, það hjálpar auðvitað ekki neitt en þú mátt alveg vita það!
halkatla, 12.12.2007 kl. 16:36
Þunglyndi í tonnatali, ætli það gangi í útflutningi. Það væri fremur glaðloft á montbelgjum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 16:36
En hvað fær nú svalað bloggsál minni?
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 16:38
Ég kem sjaldan ef nokkur tíman hér inn, engin sérstök ástæða, þú hefur bara ekki verið svo heppin að fá mig í heimsókn Mér þykir afskaplega leitt að heyra að þú sért svona þunglyndur, ég kannast við þetta hef heyjað mitt stríð og náð vissum sigri, þó er það ekki alveg unnið, en, hvað um það, allt tekur þetta sinn tíma. Það má vel vera að þú hefur heyrt um þetta, en, svona til vonar og vara þá vildi ég benda þér á B-stess vítamín, þetta er það eina sem hefur dugað til að koma mér upp úr svartnætti, engin önnur lif hafa gert það sem b-stress gerði fyrir mig, ég vona að þú sért að heyra eitthvað nýtt og hafir því ekki prufað þetta fyrr. Svartnættið þarf ekki að sigra, en baráttan er engum auðveld, ég get því bara stutt þig með orðum og sent þér bros og smá knús.
Búðir eru opnar langt fram eftir öllu, láng best að fara eftir að barnafólk og annað fólk er farið heim, rólegt og gott. Eyrnatappar svínvirka, sérstakleg ef maður á erfit með svefn. Gangi þér vel.
Linda, 12.12.2007 kl. 16:58
Afram Sigurdur. Thu ert frabaer. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 12.12.2007 kl. 17:04
Hvað skal segja.
Þegar ég er skelfilega þunglyndur þykir mér fátt meira óþolandi en fólk sem styngur uppá því að maður skuli vera hress! Ég veit satt að segja ekki hvort það er svo gáfulegt að vera síhress útávið. Getur það ekki hreinlega farið svo að maður reyni svo mikið á sig við að vera síhress að blaðran springi að lokum? Kannske betra að vera bara hæfilega hress og svo heilsusamlega fúll þess á milli. Í stað þess að vera sífellt hyperhress og detta svo allt í einu í hyperþunglyndi.
Ég hef ekki búið á Íslandi í fimmtán ár en þegar ég kem heim þykir mér sláandi einhver undarlegur yfirdrifinn hresskúltúr sem er í gangi og hvað mest áberandi ef maður opnar útvarpið. "Er þetta ekki bara gott mál!?" "Æðislegt" og "Gaman" "Jaaaaaá, Sniðugt!" osfrv. Allir eitthvað svo æðislega hressir og allir að gera það gott, gera eitthvað stórsniðugt og önnur hver manneskja orðin eða á leiðinni að verða heimsfræg og það meira að segja víðar en á Íslandi.
Og allir eru að spyrja mig hvort ekki sé mikið rætt í Svíþjóð um þennan og hinn popparan, kvikmyndagerðarmann eða alla hina frábæru íslensku tölvumenn sem búnir séu að sigra heiminn með snilld sinni.
Ég verð því miður að hryggja blessað fólkið með því að svara að ég hafi aldrei heyrt á þetta fólk minnst. Eini íslenski listamaðurinn sem ég hef heyrt minnst á hér er Björk. Á þessum 15 árum hef ég t.d. aldrei heyrt minnst á þann heimsfræga mann Kristján Jóhannsson og ekki heldur á þann "heimsfræga" söngvara sem mig minnir að heiti Garðar Hólm (eða Cortes, ég man það aldrei...).
Mér finnst einhvern veginn að þessi uppgerðar Hresskúltúr sé runninn undan rifjum Hemma Gunn. Hann hef ég aldrei þolað. Aldeilis of hress fyrir minn smekk.
Svo, allt sem ég get gert fyrir þig Sigurður er að biðja þig um að í Gvuðanna bænum, ekki vera hress!
Jón Bragi Sigurðsson, 12.12.2007 kl. 17:17
Ég er aldrei yfirdrifinn í ytri framkomu, bara samur og jafn, yfirleitt vingjarnlegur, ræðinn og glettinn en læt þó ekki of mikið af hendi, algerlega óháð því sem er að gerast innra með mér. En lítið þykir mér til hinna ofurhressu koma. Ég veit að hamingjusamasta fólkið er hljóðlátt og berst ekki á. Hamingjan þaggar nefnilega niður í mönnum. Á því þekkist hún.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 17:28
Pantaðu bara pizzu á meðan þú kemst ekki út í búð, það ætti að forða þér og Mala frá hungurdauða. Einnig hringja í búðina og láta taka til fyrir þig það sem þú vilt og láta senda með leigubíl heim. Láta þá í leiðinni sækja fyrir þig þetta vítamín þarna; B-stress eitthvað sem einhver benti á.
Svo gengur þetta bara yfir með tímanum. Eða ekki.
En kosturinn við þetta þunglyndi þitt er samt sá að ef hamingjan þaggar niður í fólki, þá munt þú fara offari í bloggeríi á meðan þetta ástand varir ;)
gerður rósa gunnarsdóttir, 12.12.2007 kl. 17:48
Sendi þér 60 tonn af góðum kveðjum, Sigurður. Vona að þær verði ekki of þrúgandi.
Svo ferð þú ekkert til helvítis, það er fyrir löngu búið að græja það.
Svavar Alfreð Jónsson, 12.12.2007 kl. 17:51
Guð þaggar líka niður í mönnum. Þeir sem ekki ganga á guðsvegum þekkjast einmitt best á því að þeir eru sífellt að gaspra um guð.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 17:52
Æ, æ,, ég var einmitt að skrifa guðsspakmælið þegar Svavar Alfreð kom inn með sitt komment hvað hefur sína vigt. Ég átti EKKI við hann eða aðra góða og gegna guðsmenn!
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 17:55
Ég þekki þunglyndi vel það upplifði ég sterkt þegar ég var í AA samtökunum og gerði lítið annað en fara á fundi og stunda mína vinnu.
Lengi vel var ég viss að lausnin væri fólgin í þvi að stunda bara fundi og þoldi ég illa þegar ég sá svokallaða talibana birtast á fundunum mínum, það tók mig nokkur ár í hroka að átta mig á þvi að þeir sem ég kallaði talibana voru þeir sem virtust alltaf vera ánægðir með sitt hlutskipti, sífellt brosandi og með glampa í augum á meðan ég sat og dæmdi þá fyrir að hafa komið inn á fundina mína og eyðilagt þá en svo kom að því að þunglyndi mitt var svo slæmt og svartnættið svo mikið að ég sá að ég myndi engu tapa að prufa að vinna 12 sporin enda ég líka alki og þau undirstöðuatriði AA, ég byrjaði að vinna þau eins og bókin okkar sagði mér að gera og vá þvílík og annar eins munur, ég er í dag alveg laus við þunglyndi og kvíða, er hamingjusöm og finnst ég eiga frábært líf, í dag á ég ekki í baráttu við einn eða neinn og ég er hætt að fá skammdegisþunglyndi sem ég sagðist alltaf vera með.
Sporin eru svo sannarlega málið fyrir alkóhólista, þeir sem ekki vinna þau tel ég vera að missa af miklu og eiga það einmitt til að velja það frekar að lifa í svartnætti en að gefast upp fyrir sjálfum sér og viðurkenna að þeim vantar hjálp.
Vona að þú munir koma til með að sjá ljósið Sigurður þú átt það svo sannarlega skilið.
AA kona (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 18:30
Ekki ætla ég að leggjast í djúpar pælingar og því um síður deilur en þunglyndi verður ekki endilega kveðið í kútinn með 12 spora vinnu. Það er flóknara en svo. Ég gef heldur ekki mikið fyrir lært léttlyndi af bókum. Ég hef of oft séð þá blekkingu hrynja þegar minnst varir. Svo kemur þetta ekki ljósinu neitt við í siðferðislegri eða guðfræðilegri merkingu. Ég lifi ekki í þess konar myrkri Öðru nær. Og mér leiðist blaður af þessu tagi. En vitsmunaleg umræða um þunglyndi eða bara dapurleika án sjúkdómsstimpils er allt í lagi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 18:40
Já, AA-kona, sem hefðir átt að hafa reisn til að skrifa undir fullu nafni. þessi orð þín um það að sumir velji að lifa í þunglyndi er bæði hrokafull, þekkingarsnauð og mannúðarlaus afstaða en jafnfrramt upphefur þú sjálfa þig: Sjáið mig, ég hef sigrast á mótlætinu! Það þurfið þið líka að læra sem veljið að lifa í myrkrinu! Svona segja menn bara ekki!
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 18:45
Ef þetta er virkilega þunglyndi en ekki bara eitthvað sem kemur og fer og stendur aldrei yfir lengi er eiginlega nauðsynlegt að leita sér hjálpar.
The Jackal, 12.12.2007 kl. 19:08
"Alltjent megum við vita: að bjartsýnisafglaparnir eru
vorkunnar verðir,/og þó afglapar séu fá þeir sjálfir að súpa seyðið af óvizku sinni;/blindan stoðar þá aðeins um sinn,/árátta sjálfsblekkingarinnar býr þeim/eyðilegan næturstað." Svo vitnað sé í Sigfús.
María Kristjánsdóttir, 12.12.2007 kl. 19:24
Þú ert með góðan kött sem greinilega er alsæll með þig þrátt fyrir allt. En hversu lengi endist það? Mér finnst að þú þurfir líka að hugsa um geðheilsu kattarins. Þetta er ekki þitt einkamál.
Baldur Fjölnisson, 12.12.2007 kl. 19:24
Öðru nær, Baldur. Ég segi eins og Gerður Rósa: Velferð dýrsins er það sem öllu skiptir!
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 19:30
Kannski ekki öllu, en gott samband við ketti, sem eru gífurlega næm og glögg dýr, er góð einkunn hverjum manni tel ég. Nú er ég með ráðleggingu fyrir þig, prófaðu að eyða tíma með hestum og gleyma sjálfum þér um stund með þeim.
Við erum ofmettuð af innrætingu úr auglýsingaruslpósti og höfum mörg tapað hæfileikanum að gleyma okkur. Þetta er lykilatriði í vandamálafræðinni að mínu áliti. Og hún vill að sjálfsögðu viðhalda sjálfri sér með pillum og frekari framleiðslu vandamála.
Baldur Fjölnisson, 12.12.2007 kl. 19:57
Nei Sigurður, ég var nú ekki að gera því skóna að þú værir einhver uppskrúfaður "Hressisti". Mér varð bara eitthvað svo mikið niðrífyrir þegar "hressileikinn" barst í tal að ég varð að fá útrás.
Ég þekki enga patentlausn á þunglyndi og veit að sumir verða að glíma við hana af og til. "Glíma" er kannske vitlaust orð, oft verður maður hreinlega að láta þunglyndið ganga yfir. Margir (þar með talinn undirritaður) eru hreinlega þunglyndir af og til alla ævi. Ég hef líka reynt að lesa mig í lag í ýmsum bókum. Sjálfsagt hefur maður rekist á eitthvað sem að gagni hefur komið án þess að fatta það sjálfur, en ég er einsog þú dálítið skeptískur á þessar "hamingu-uppskriftarbækur", þó ég hafi þrælast í gegnum nokkrar þeirra.
Jón Bragi Sigurðsson, 12.12.2007 kl. 20:11
Konur eru margar geysivitrar enda er viðhald og velferð tegundarinnar innprentað í þeirra gen eins og gefur að skilja. Allir þessir kúkalabbar sem rakka niður konur komu nú einu sinni úr móðurkviði með öllu sem því fylgdi og konur lögðu án efa mikið á sig til að koma þeim til manns.
En ég skildi þetta konsept að gleyma sjálfum sér þegar ég sá eitt sinn eina ágæta samstarfskonu mína dunda við ákveðið verkefni í rólegheitunum. Loks stóðst ég ekki mátið og sagði við hana, hvers vegna læturðu mig ekki klára þetta á tveimur mínútum. Svarið var, æ mér finnst bara gott að gleyma mér við þetta ég hef ekkert annað við tímann að gera akkúrat núna.
Baldur Fjölnisson, 12.12.2007 kl. 20:12
Ég þekki ekki hug annarra en er farinn aðeins að læra á minn. Þegar er ekki hress hefur það reynst mér vel að horfa á "ömurlegar" bíómyndir t.d. um fanga í hræðilegu fangelsi sem reyna að grafa sig út í frelsið. Eins las ég bókina hans Viktors Frankls í bókabúð í svona tuttugu mínútur í hvert skipti og leið alltaf miklu betur eftir hvern lestur (ég keypti ekki bókina). Mér finnst líka mjög "hressandi" að lesa um erfiðisleika fólks og þunglyndi.
Benedikt Halldórsson, 12.12.2007 kl. 20:31
"En lítið þykir mér til hinna ofurhressu koma. Ég veit að hamingjusamasta fólkið er hljóðlátt og berst ekki á. Hamingjan þaggar nefnilega niður í mönnum. Á því þekkist hún."
Þessi orð þín þykja mér lýsa hroka hins þunglynda og þá kannski líka hegðun hans. Á sama hátt og andlegt ástand okkar hefur áhrif á hegðun okkar þá notum við hegðun okkar til að túlka andlega líðan okkar. IT WORKS BOTH WAYS (afsakaðu enskuna). Þessir ofurhressu eru kannski betur í stakk búnir að takast á við þunglyndi því þeir hafa tækið HEGÐUN sem þeir nota til að hafa áhrif á hugsun sína.
Það er kannski bara gott að gera eins og Baldur lýsir...gleyma sér
Vona að þér gangi vel að takast á við þunglyndið og mundu: What goes down must go up.
Með vinsemd og virðingu
Bylgja "ofurhressa"
Bylgja (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 20:43
Einhver segði að þarna hefði komið vel á vondan (mig).
Eða jafnvel á vonda (okkur báða)?
Svavar Alfreð Jónsson, 12.12.2007 kl. 20:53
Hefurðu prufa að vinna prógrammið sem er grundvöllur AA samtakanna?
AA kona (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 21:11
Nú finnst mér orðið óþægilegt að tala svona mikið um sjálfan mig. Tölum nú um eitthvað skemmtilegt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.12.2007 kl. 21:28
Baráttukveðjur og blessunaróskir.
Sigurbjörn Þorkelsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 00:21
Sæll Sigurður. Fyrir 11 árum glímdi ég við eitthvað sem ég vissi ekki hvað var og var mér bent á að þetta væri þunglyndi. Algjör viðbjóður. Ég átti góða vini að ræða við og leitaði einnig til fagmanna. Ég vona að þú getir farið sömu leið að fá hjálp hjá fagmönnum og vinum því þunglyndi er eitt það versta sem maðurinn þarf að glíma við. Svartnætti og drungi er oft verra en líkamlegir sjúkdómar og ég tala nú ekki um fordómana. Það er nú búinn að koma prestur hér í heimsókn svo ég tek séns og óska þér Guðs blessunar og ég veit persónulega að þar er hjálp að finna. Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 01:37
Þekki þennan sjúkdóm betur en ég vildi að nokkur gerði..Ýmsar leiðir eru til til að létta manni lífið þegar þunglyndið skellur á og vonandi finnur þú þá leið sem er best fyrir þig. Gangi þér vel
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 05:07
Sæll Sigurður
Grábölvuð þessi mara, þekki það af eigin raun. Hjá mér færðu lítil ráð enda held ég þú fáir betri ráð hjá kettinum þínum en okkur. Tek undir með Baldri og öðrum sem hafa nefnt dýrin, þau eru góðir félagar á svona stundum.
Gangi þér vel.
Matthildur
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 13.12.2007 kl. 09:17
Það er ánægulegt að sjá, að það eru margir sem hugsa til þín Sigurður og er ekki sama um þig. Þar sem mér dettur ekkert gáfulegt í hug sendi ég þér góða bókmentakveðju:
"En stundum geta ekki einus sinni óvanalegir viðburðir haggað við rólegu og fáskrúðugu skapi mannsins; hann getur setið inni í danssal og verið hinn öruggasti, látið standa á sama um allt og ekkert á sig fá. Því að það býr í manninum sjálfum sem veldur sorg eða gleði."
Knut Hamsun
Júlíus Valsson, 13.12.2007 kl. 10:11
afsakaður stafsetninguna (fat fingers)
Júlíus Valsson, 13.12.2007 kl. 10:12
Gangi þér vel í baráttunni Sigurður.
Ég veit ekki hvort ég sé rétti maðurinn til að koma með heilræði, en að drífa sig út í göngutúr, jafnvel þó veðrið sé í ham, gerir oft kraftaverk. Í skammdeginu er mikilvægt að hafa eins bjart og mögulegt er innanhúss. Meira hér þar sem fjallað er um skammdegisþunglyndið sem hrjáir marga og ráð við því. Lestu kaflann neðst um "Meðferð".
Bestu kveðjur til þín.
Ágúst H Bjarnason, 13.12.2007 kl. 10:56
ef maður er raunverulega þunglyndur þá getur verið nauðsynlegt að gera meira en að vinna spor og stunda fundi. Sumir þurfa að taka lyf við þunglyndi sínu. Ég hef heyrt að ástæða þess hve lítll árangur er í AA samtökunum sé sú að fordómar gagnvart öðrum geðsjúkdómum, þ.a.m. þunglyndi komi í veg fyrir að alkóhólistar leiti sér hjálpar við þeim. Maður getur auðvitað verið með fleiri en einn sjúkdóm í einu og sumir helstu fagmenn í alkóhólista bransanum segja að sjaldan sé ein báran stök og að venjulega séu alkóhólistar haldnir fleiri meinum en aðeins alkóhólismanum. Hvergi er minnst á það í AA bókinni að við getum ekki verið með þunglyndi þó við séum alkóhólistar. Þvert á móti er lögð á það áhersla að fólk leiti til lækna þegar það á við. Gangi þér vel Sigurður og kysstu Mala.
kv. Önnur kona
önnur kona (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 11:05
Þegar ég get ráðið sjálfum mér heilt, mun ég láta þig vita.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.12.2007 kl. 11:28
Fjandakornið annars að ég fari nokkuð til helvítis! En mér hefur verið hætt við þunglyndi alla ævi og ekkert fremur í skammdeginu. Það kemur og fer eftir sínum eigin hetugleikum. Ég þekki öll trixin og er t.d. þaulvanur göngumaður og veit allt um nauðsyn og ekki nauðsyn lyfja. Þetta fer nú samt alltaf og oft eins skyndilega og það kemur. Í rauninni er ég mjög lífsglaður maður að upplagi og hef mikla lífsanautn eins og jafnvel sést á þessari bloggsíðu. Ég er ekki svona "þungur karakter" að eðlisfari eins og sagt er um suma. Annars á maður kannski ekki neitt að vera að blogga svona um innri hag sinn enda geri ég það eiginlega aldrei. En það má líka segja að það sé allt í lagi. Mannlífið byltist bara áfram eins og það er. Ef það er eitthvað sem mér huggnast ekki er það uppgerð og látalæti.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2007 kl. 11:44
Nú er illt í efni Bárður, ég segi nefnilega aldrei orð af viti!
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2007 kl. 14:07
Af öllu gamni slepptu finnst mér blogg fyrst og fremst vera skemmtun og dægradvöl. En auðvitað á það sér margar hliðar og ekki hægt að alhæfa um það. Það getur alveg verið mjög merkilegt innlegg í mikil alvörumál eins og sjá má þessa dagana með konuna sem skýrði á bloggi sínu frá reynslu sinni þegar hún kom til Bandarrikjanna og varð fyrir miklum hremmingum og hefur þetta blogg hennar orðið Morgunblaðinu í dag tilefni til ágæts leiðara sem meirihluti þjóðarinnar er ugglaust sammála.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2007 kl. 14:43
Þú talar nú yfirleitt alltaf af viti þótt ekki séu allir alltaf sammála þér, en það er líka í góðu lagi.
En ef blogg er fyrst og fremst skemmtun og dægradvöl þá er ég á villigötum með mitt blogg, en það breytist þegar baráttumálið verður útkljáð, á hvaða veg sem það fer.
Moggaleiðarinn í dag er með þeim betri sem ég hef séð í þvísa blaði. Kjöftugum ratast þar heldur betur satt orð á munn.
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.12.2007 kl. 14:47
Elsku hjartans kallinn - þú átt mína dýpstu samúð, það er ekkert jafn ömurlegt þegar lífið glatar allri merkingu sinni... sendu mér línu á diddag@hotmail.com ef ég get gert eitthvað fyrir þig.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 15:46
Þú ert spakur og snjall Sigurður í þunglyndinu þínu. Því mun létta sjálfkrafa það veistu. Taktu því bara rólega. Ég hef alltaf haft trú á góðri rútínu fyrir mig og aðra. Gangi þér vel snillingur.
Guðmundur Pálsson, 14.12.2007 kl. 11:43
Villi geit, sem hefur sagt að ég sé með léttustu mönnnum, ég samþykki ekki þá kenningu að þunglyndi sé það sama og að skynja ekki guð, bara ef menn finni guð þá verði allt í lagi. Hvað með geðklofa eða krabbamein? Gildir þá ekki það sama um það? Þessi kenning, sem margir (ekki samt þú) halda fram af glóandi ofstæki eins og þessi AA-kona sem hér hefur gert athugasemdir, er bara ávöxtur meinloku og fáfræði. Þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir fjölbreyttu hátterni þunglyndis sem oft getur verið furðulega líkamlegt, fólk heldur ekki uppi eigin skrokki. Svo geng ég nú varla þann syndaveg sem felst í vímuefnum, skemmtunum og þannig jukki. En þú þarft að fara að koma í heimnsókn maður!
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.12.2007 kl. 12:49
Ég vil bæta því við ég þekki 12 spora kerfi AA-samtakanna mjög vel og ber mikla virðingu fyrir því. En ég er ekki svo vitlaus að halda að það sé alltaf allra meina bót. Slíkt segja bara hálfgerðir kjánar. Og það er til nóg af þeim. Þegar hroki og fantík bætist við kjánaskapinn er voðinn vís liggur mér við að segja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.12.2007 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.