15.12.2007 | 19:01
Illviðri
Sagt er að illviðrið í gær hafi verið það mesta í tæpan áratug sem reyndar státar ekki af hinum stórkostlegustu óveðrum. Það var því ekki nema von að menn væru í viðbragðsstöðu. En oft finnst mér eins og of mikið sé gert úr veðri upp á síðkastið. Menn rjúka til og loka skólum og aflýsa samkomum og mæta í almannavarnamiðstöðina þegar er að koma veður sem frekar er hægt að kalla leiðindaveður en raunverulegt óveður og svo gera þessi veður lítinn sem engan skaða þó veðrið í gær hafi að vísu gert það.
Menn gera hreinlega meira úr veðri nú en áður fyrr og eru hræddari við þau. Ég man til dæmis ekki til að skólum hafi nokkur sinni verið lokað vegna veðurs þegar ég var barn þó ég þori ekki að fullyrða að slíkt hafi komið fyrir í allra verstu veðrum. Og börn fóru allra sinna ferða í vondum veðrum í skólann fótgangandi í þá daga en ekki í bílum foreldra sinna. Ekki veit ég til að nokkru barni hafi orðið meint af því. En mörgum varð og er enn meint af bílaumferðinni.
Ég held að fjölmiðlar eigi sinn þátt í þessu veðuruppnámi. Það er samt auðvitað jákvætt að menn hafi gát á veðrinu og nú á dögum er svo miklu auðveldara að koma skilaboðum til almennings um veðrið en áður var gegnum sjónvarp, útvarp og netmiðla.
Hér fyrir neðan sjást nokkur veðurkort af Íslandi í frægum vondum veðrum sem koma vel fram á hádegiskortum, en mörg fræg óveður hafa ekki verið mest áberandi á þeim tíma dagsins. Fyrst sést veðrið kl. 15 í gær en síðan önnur veður verri frá fyrri árum. Af mörgu er að taka og þetta er bara örlítið brot af öllum þeim glæsilegum óveðrum sem komið hafa síðustu áratugi.
Menn geta séð á vindstyrknum að veðrið í gær var svo sem varla nokkuð til að gera veður út af í samanburði við gömlu góðu ofviðrin! Fárvirði er talið þegar vindur nær 32,6 m á sekúndu, 12 gömul vindstig, en rok, tíu vindstig, er við 24,4 m/s.
Vestanveðrið 5.-7. janúar 1952, sem stóð í heila þrjá daga, er líkast til versta vestanveður sem yfir landið hefur gengið.
Veðrið 1954 er fyrsta óveðrið sem bloggarinn man sjálfur eftir. Þá slitnaði frægt skip þeirra tíma, síldarbræðsluskipið Hæringur, upp frá bryggju í Reykjavík og braut allt og bramlaði.
Í ofviðrinu 18. febrúar 1959 fórst vitaskipið Hermóður úti fyrir Reykjanesi með allri áhöfn. Snemma í mánuðinum hafði togarinn Júlí farist með allri áhöfn á Nýfundnalandi. Hafa síðan aldrei orðið jafn mikil sjólys í nokkrum mánuði sem betur fer.
Fárviðrið í janúarlok 1966 er talið eitthvert versta norðaustanveður sem vitað er um og það stóð í fjóra daga, 28.-31.
Veðrið í febrúar 1991 er eitthvert allra versta veður sem komið hefur á landinu á seinni áratugum. Takið eftir þessum 53 metrum á sekúndu í Vestmannaeyjum!
Öll þessi veður ollu margs konar skaða og sum jafnvel mannskaða eins og fram hefur komið. Hér ekki tóm til að skrifa neitt meira um þessi veður, einungis minna á þau.
En hins vegar má hér lesa ýmislegt spennandi almennt um íslensk illviðri.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Takk fyrir vindasama færslu - 1993 eða 4, þá um sumarið, dvaldi ég nokkra daga í Eyjum og einn dagspart sigldum við nokkur hringinn í kringum Heymaey, og í sunnanverðum Stórhöfða var okkur bent á ummerki eftir þetta gjörningaveður, 3.2.´91. Öldurnar höfðu hæstar náð allt að 25 metra hæð!!!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 15.12.2007 kl. 20:21
Mér finnst engin óveður standa undir nafni sem komið hafa eftir 3. febrúar 1991 og kannski er það raunin allavega hér í Reykjavík. Eftir það held ég að enginn bíll hafi t.d. fokið á hliðina í hér borginni. Talað er um aukna byggð og trjágróður sem taka kraftinn út veðrinu en kannski eru lægðirnar líka máttlausari þrátt fyrir dramatískar hamfaraveðurspár oft á tíðum. Maður á svo eftir að fara yfir illviðrabálkinn hans Trausta, kannski leynast þar eitt eða tvö atriði, sem maður vissi ekki fyrir. Kannski þrjú.
Emil Hannes Valgeirsson, 15.12.2007 kl. 22:32
Já og það hafa engin hús fokið af sökkli sínum eins og gerðist 1991 á Heymaey.
Annars man ég eftir Svakalegum vindi þegar ég var á leið heim úr skólanum í vestmannaeyjum í kringum 1978. Við löppuðum með bakið á móti vindinum, ein skóla-taskan rifnaði upp og tæmist á augabragði.
enn mikið svakalega var þetta gaman : ) Krakkarnir mínir hafa rosalega gaman af því að vera úti í vondum veðrum, þá er fyrst gaman að veðrinu..
Rúnar Ingi Guðjónsson, 16.12.2007 kl. 10:03
Mér er "Engihjallaveðrið" 16.-17. febrúar 1981 mjög minnisstætt. Þá fuku bílar þvers og kruss eins og leikföng við Engihjalla í Kópavogi. Þá voru gríðarleg læti í veðrinu.
Ágúst H Bjarnason, 16.12.2007 kl. 11:48
Það er fátt meira hressandi en að vera úti í brjáluðu veðri. Örugglega jafnskemmtilegt og það er leiðinlegt að verða úti í brjáluðu veðri.
gerður rósa gunnarsdóttir, 16.12.2007 kl. 12:45
Mér þykja menn hafa gott veðurminni! Eitthvað annað en ég með mitt gullfiskaminni með alla hluti. Vissulega man maður eftir vondu veðri endrum og eins í gegnum tíðina en að geta dagsett þau svona er fyrir ofan minn minnisskilning.
Ég tæki ofan fyrir ykkur væri ég með hatt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.12.2007 kl. 13:01
Já, Engihjallaveðrið var nú gott veður!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.12.2007 kl. 14:18
Ertu ekki með kort af Engihjallaveðrinu?
Annars tek ég undir það sem þu skrifar, aldrei fékk maður frí í skólanum, látinn ganga þá leið í hvaða veðri. Það var gefið frí í skólum vegna veðurs og í staðin fóru krakkarnir í Kringluna.
Haffi, 16.12.2007 kl. 16:26
Engihjallaveðrið kemur ekki vel fram á þessum hádegiskortum sem hægt er að fá aðgang að.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.12.2007 kl. 16:53
Eg man vel eftir 3 februar 1991. Pabbi minn åtti pallbil med husi, sem stod uti å plani. Hlerinn å husinu var opinn og eg vildi forda thvi ad husid fyki af, og asnadist thvi ut. Gud minn godur, eg skreid tharna eftir bilaplaninu og allir helv... småsteinarnir sem lågu um allt plan og sem madur tekur ekki eftir annars, voru eins og storskotahrid å skrokknum å mer. Smettid å mer var eins og vel bønkud kotiletta ! Annars fannst mer oborganleg sagan af Hafnfirdingum sem keyrdi til Keflavikur thennan dag. Thegar hann kom til Kef, var hann spurdur hvort hann væri ordinn alveg galinn. Ha, sagdi Gaflarinn, thad var ekki buid ad segja mer ad thad væri fårvidri og Keflavikurvegurinn lokadur...... Svo nådist mynd af einum å Akureyri sem var ad thvo bilinn å bilathvottaplani thennan sama dag ! Islendingar eru spes...
Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.