1.10.2006 | 16:40
Hasar í bænum
Síðustu viku og lengur þó hefur allt bilað sem bilað getur á þessu heimili. Fyrst fór tölvan og þegar hún komst í lag eftir óratíma kom dularfullt sambandsleysi á netinu sem nú hefur verið lagað til bráðabirgða. Hvað skyldi nú gerast næst?. Ætli ég bili bara ekki sjálfur.
Samt sem áður hef ég verið glaður og kátur enda yfir miklu að gleðjast. Kaninn er farinn og búið er að hleypa vatni á ég man ekki hvað. Ekkert skil ég í þessum mótmælendum að vera að þramma þessa skemmtigöngu þúsundum saman í henni Reykjavík. Hefði ekki verið miklu áhrifameira að tíu til fimmtán þúsund sálir væru að príla í gljúfrunum sem á að drekkja. Það væru alvöru mótmæli. Eða bara gera eins og ég sem læt ekkert raska minni himnesku ró.
Ekki heldur þetta fíflalega stjörnufans. Það er út í hött að ákveða svoleiðis með margra mánaða fyrirvara. Slíkt á að gera á skemri tíma með hliðsjón af veðurspá. Í gær var sól og blíða og í dag er líka sól og blíða og stjörnurnar verða flottar í kvöld. Sannleikurinn er auðvitað sá að Reykvíkingar hafa engan áhuga á því að hefja huga sinn upp til stjarnanna. Þetta var bara auglýsingabrella fyrir kvikmyndahátíð.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nú þori ég ekki út úr húsi af ótta við að hryðjuverkammenn taki mig í gíslingu og skeri mig á háls eyrna á milli. Við erum núna vopnlaus og varnarlaus smáþjóð.
Stærstu fréttirnar síðan tölvufjandinn bilaði eru hins vegar þær að um daginn var ég passa tvö börn, þriggja og fimm ára, eina kvöldstund. Og þá var nú hasar í bænum. Og mörg hryðjuverk framin. Þegar svo gestirnir áttu að fara heim til sín að sofa í hausinn á sér fóru þeir í alveg svakalega fýlu yfir því að fá ekki að gista til að geta framið nokkur enn þá skelfilegri næturhryðjuverk. Það var grenjað og orgað alveg ógurlega. Þurfti loks að beita gestina talsverðu ofbeldi til að fjarlægja þá úr húsinu og til síns heima.
<!--[if !supportEmptyParas]-->
Þetta var nú samt með betri heimsóknum. Mikið væri annars gaman ef vinir mínir fyndist ég svo skemmtilegur að þeir væru að hágrenja og sparka ef þeir fengju ekki að gista þegar þeir koma í heimsókn.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.