Lifi Tarantínó!

Nú eru þeir strax byrjaðir að sprengja út um allan bæ, ekki bara frá morgni til kvölds heldur líka klukkan þrjú og fjögur að nóttu. Eftir reynslu síðustu ára heldur þetta svo áfram vel fram yfir þrettánda. Það er engu líkara en bærinn sé í hershöndum.

Það er harðbannað að sprengja á næturnar en menn fara ekkert eftir því. Íslendingar eru líklega tillitslausasta þjóð á byggðu bóli. Og sú montnasta. Þeir stæra sig af því að hvergi í heiminum sé skotið eins miklu upp af flugeldum á nýjársnótt sem einmitt hér enda komi Tarantínó alltaf hingað til að detta í það með okkur. Það á að sprengja tveimur megatonnum meira en í fyrra. Nú á að sprengja allt í tætlur! 

Hvílík forsjálni með peninga. Allt fyrir tryllt sjónarspil!

Sagt er að þetta sé gert fyrir góðan málstað. En hver hugsar um málstaðinn. Menn vilja  bara sprengja, sprengja, sprengja! Hvað sem það kostar.

Nokkrir vísir menn eru farnir að benda á að þessi skotgleði um hver áramót sé komin út yfir öll takmörk. Alveg eins og mengunarmörkin eru komin upp úr öllu valdi klukkustundunum saman á nýjársnótt. Slysahættan eykst svo með ári hverju eftir því sem meiru er skotið. Það er tímaspursmál hve nær verður stórslys. Og óþrifin!

En allt verður undan að láta fyrir þessu allsherjar fíflastuði sem grípur þjóðina um hver áramót.  

Lifi Tarantínó!   

Niður með nöldurseggi!

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður, eru þeir hættir að vera með veðurmælingar á Hveravöllum?  Bara hugmynd sko.  Hehe.  Ekki kjaft að sjá svo langt sem augað eygir og í allar fjórar áttir.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.12.2007 kl. 10:00

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Helst, að „allra veðra vonin“ bjargi manni frá þessum ósköpum!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 29.12.2007 kl. 10:01

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mannaðar veðurathuganir hættu á Hveravöllum í hittiðfyrra minnir mig en þar er enn sjálfvirk veðurstöð. Já, svo verður vonandi vitlaust veður á gamlárskvöld.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.12.2007 kl. 10:28

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þá fyrst verður allt vitlaust ef það verður vitlaust veður á gamlaárskvöld. Þá mun pirringurinn koma fram í slagsmálum og ýmis konar vitleysis brjálæðisköstum útaf ónýtu gamlaárskvöldi.

Svava frá Strandbergi , 29.12.2007 kl. 13:37

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég fékk eiginlega nóg af brjálinu í fyrra sem ég stóð við Hallgrímskirkju og fylgdist með flugeldaskotunum. Veður var milt og lognið olli því að maður gat varla andað fyrir púðurreyk sem var svo þykkur að maður sá frekar lítið hvort sem var. Svo ekki sé minnst á ærandi hávaðann!

Þetta gamlárskvöld mun ég standa við Thames-ána og fylgjast með því sem þar fer fram á miðnætti. Það verður fróðlegt.

Bestu hátíðar- og nýársóskir til þín, Siggi minn. Vonandi hittumst við yfir kaffibolla á nýju ári.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.12.2007 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband