Nýjársdagur

Hann hefur alltaf sérsaka stöðu í mínum huga. Á nýjársdag 1980 hætti ég að drekka áfengi. Þegar ég vaknaði þann dag vissi ég að ég myndi aldrei drekka meira. Mig hefur aldrei langað í vín og aldrei átt í neinni baráttu.

Það var eins konar frelsun.

Það er aldrei að vita hvort maður lifir til ársloka. Mér er alveg sama. Fyrir nokkrum árum gerðist undarlegur atburður í lífi mínu sem kenndi mér að það er ekkert að óttast hvað dauðann varðar.   

Á síðasta ári dó besti vinur minn sem ég hafði nær dagleg samskipti við í aldarfjórðung.

Þannig er lífið. Það hverfur að lokum. Allt hverfur að lokum.

Nema eitt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einmitt.  Það er ekkert að óttast.  Þakka þér kæri vin fyrir þessi fallegu orð.  Kannski er það meinið við trúarbrögðin að þau sá ótta og sefa eins og áfengið var lyfið og meinið í senn.  Að skynja þetta andlega frelsi og óttaleysi varð vendipunktur í minni tilveru á svipaðan hátt og þú lýsir.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.1.2008 kl. 18:40

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það veltur upp úr þér spekin að venju. Jóni Steinari líka. Mér hugnast það vel.  Þótt ég deili ekki með ykkur þeirri upplifun að hafa á einhverjum tímapunkti upplifað endalok ótta og ófrelsis og upphaf óttaleysis og frelsis á ég auðvelt með að skilja umbreytinguna.

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.1.2008 kl. 18:55

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Að hætti hússins og Mala.

Trúin er styrkur hverju lifandi strái;-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.1.2008 kl. 19:19

4 Smámynd: Árni þór

Já maður er þræll þess sem maður bíður ósigur fyrir, gott að vera laus við drykkjuna

Árni þór, 1.1.2008 kl. 19:35

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sannarlega Árni Þór!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.1.2008 kl. 19:37

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þetta blogg hverfur að lokum

Brjánn Guðjónsson, 1.1.2008 kl. 19:54

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og farið hefur blogg betra!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.1.2008 kl. 19:55

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en er meðan er. margt verra bloggið hef ég lesið.

Brjánn Guðjónsson, 1.1.2008 kl. 20:02

9 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Gleðilegt ár, Sigurður.

"Þannig er lífið. Það hverfur að lokum. Allt hverfur að lokum."

Þetta finnst mér vera vel sagt hjá  þér. Gott ef það er ekki efni í nýjan trúarbragða svarhala af ógnarlengd. Spurningin er bara hvort eitthvað annað (kannski betra) tekur við.

Sæmundur Bjarnason, 1.1.2008 kl. 22:01

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Sæmundur ... en er eitthvað hinum megin?  

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.1.2008 kl. 22:34

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Við komumst að því þegar þar að kemur.

Vöndum vegferðina þangað til.

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.1.2008 kl. 22:56

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Siggi, hvernig getur verið til, eitthvað, sem við köllum 'hinum megin', ef ekkert er hinum megin,? Engin vídd, rými eða heimur, bara ekkert. Kannski er það einmitt þannig, að það sem við köllum 'hinum megin'  er ekki til og þess vegna getur augljóslega ekki neitt verið þar. Gleðilegt nýtt ár og þökk fyrir gamla árið.

Svava frá Strandbergi , 2.1.2008 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband