13.1.2008 | 23:39
Séð og heyrt á tónleikum
Í kvöld dreif ég mig á tónleika Kammermúsikklúbbsins í Bústaðarkirkju. Þar lék Víkingur Heiðar stórséni og nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar kvintetta eftir Schumann og Brahms. Báðir eru þeir brjálæðislega góð músik. Enda varð Schumann snarbrjálaður áður en yfir lauk.
Alltaf er verið að rómantísera þetta hjónaband hans með henni Klöru. Það er engu líkara en menn haldi að hún og ástin hafi gert hann að góðu tónskáldi. En hvað þá með Brahms ræfilinn? Hann giftist aldrei en samkvæmt áreiðanlegum heimildum lá hann flestar nætur með óhamingjusömum hórum í Vínarborg.
Hvað gerir menn að góðu tónskáldi? Ósköp einfalt: Upprunalegir hæfileikar og góð tónmenntun. Lán manna eða ólán í lífinu virðist þar litlu máli skipta. Ekki heldur guð. Haminguhrólfurinn Wagner var hvorki meira né minna tónskáld en harmkvælamaðurinn Beethoven og hinn sanntrúaði Bach var svo sem ekkert meiri en vantrúarseggurinn Schubert, að minnsta kosti ef miðað er við aldur og fyrri störf, en Bach varð maður gamall en Schubert náði varla fullorðinsaldri.
Slangur af stórmennum var á tónleikunum. Þar var framsóknarjöfurinn Steingrímur Hermannsson, skáldmennið Thor Vilhjálmsson, ísmaðurinn Þór Jakobsson, upptyppingurinn Páll Einarsson, besservisserinn Sigurður Líndal, orkuboltinn Þorkell Helgason og hans ekta sembalína Helga Ingólfsdóttir, biskupssonurinn Þorkell Sigurbjörnsson og guðspekingurinn og píanistinn Halldór Haraldsson.
Já, og svo var ég þarna í eigin persónu!
Slatti af smámennum var líka á staðnum. En ég nefni engin nöfn.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 18:19 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Mali hefur ekki hundsvit á bloggi!
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.1.2008 kl. 23:54
Mali veit allt!
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.1.2008 kl. 00:06
Hvað gerir mann að góðu tónskáldi? Umhugsunarvert...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.1.2008 kl. 00:14
Sigurður kemst nokkuð nærri því,hvað gerir menn að góðu tónskáldi.Hann segir að vísu eigi menn helst að vera BRJÁLAÐIR EN ÉG HALLAST AÐ ÞVÍ AÐ VERA Á nano LÍNUNNI. BRJÁLÆÐI ekki BRJÁLÆÐI. Svona sviðað og segir í Blueslaginu. There is a thin line betveen LOVE and HATE.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 00:46
Þetta blogg hangir á bláþræði...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.1.2008 kl. 10:11
......en hvernig var?????
Bergþóra Jónsdóttir, 14.1.2008 kl. 14:20
Víkingur Heiðar var yfirgnæfandi góður en því miður voru strengirnir oft ekki alveg hreinir. Það var hins vegar líf og fjör í túlkunini á köflum sem líkast til ber að skrifa mest á Víking Heiðar. Hann var augljóslega fyrirliðinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.1.2008 kl. 14:56
Jæja, þá er þetta allt komið á hreint. Mali getur nú ekki verið svo mannfjandsamlegur að hann vilji hindra það að við fáum að njóta lýsinga þinna.
María Kristjánsdóttir, 14.1.2008 kl. 17:14
Brahms! Var hann ekki líka með Klöru?
Mali þarf bara að prófa að blogga, þá hættir hann að vera svona snobbaður.
Guðrún Markúsdóttir, 14.1.2008 kl. 21:47
Það er ekki vitað hvort Brahms var með Klöru en þau voru vinir alla ævi. Mali lítur á sig sem menningarvita og aðalskött.
Sigurður Þór Guðjónsson, 14.1.2008 kl. 22:21
Nei Nimbus minn góður, þú sleppur ekki svona billlega að þykjast taka mark á mér sem er ekki marktæk og hætta að blogga. þú veist það alveg sjálfur að mér finnst þú besti bloggarinn. Alltaf kemurðu mér allavega í gott skap með blogginu þínu og það þarf mikið til þess.
Svava frá Strandbergi , 15.1.2008 kl. 15:12
Þó ég sé ekki marktæk yfirleitt er samt að marka það þegar ég segi að þú sért skemmtilegasti bloggarinn.
Svava frá Strandbergi , 15.1.2008 kl. 15:18
Ég tek nú ekki mark á svona!
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.1.2008 kl. 16:55
OG ÞAÐ VAR MARK!!!
Svava frá Strandbergi , 15.1.2008 kl. 17:28
Er Brahms tónlist ekki bara óttalegt mjálm?
Ólafur Þórðarson, 16.1.2008 kl. 03:56
Það hefur lengi verið vinsælt að vera á móti Brahms. Halldór Laxness gat t.d. ekki þolað hann. Ég held þetta eigi rætur að rekja til þess stríðs sem var á sínum tíma milli fylgismanna Wagners og Brahms. Eins og allir listamenn á Brahms sínar veikur hliðar. En Brahms var svo gott tónskáld að enginn músikalskur maður getur annað en þótt hann góður þegar hann er bestur - nema hann hafi tileinkað sér fordóma eða meinlokur. Brahms er í það minnsta miljón sinnum betri en þessi Enimen eða hvurn andskotann hann heitir. Ég þoli nú ekki þann mann enda aldrei heyrt með honum eitt einasta lag - ef lag skyldi kalla!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.1.2008 kl. 11:12
Mali er krabbi og er með rísandi sporðdreka. Hann hefur vit á öllu og getur stungið óþyrmilega þá sem halda að þeir hafi vit á öllu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.1.2008 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.