Ótrúleg framhleypni Fischershópsins

Í 18 fréttum Ríkisútvarpsins kom fram með orðum Guðmundar G. Þórarinssonar að Fischerhópurinn vilji að útför Bobby Fischers verði hér á landi og hún verði gerð á vegum hins opinbera. Og Guðmundur rökstuddi skoðun sína í löngu máli. Þeir vilja jafnvel að Fischer verði jarðsettur í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. 

Ekkert hefur enn heyrst frá unnustu skákmeistarns um þetta mál og því um síður frá dóttur hans sem mun vera á Filipseyjum.

Er það ekki taktleysi í Fischerhópnum að vera með kröfur í þessu efni opinberlega áður en nánustu aðstandendur hafa látið i sér heyra um óskir sínar? Hvað gerist svo ef aðstandendur hafa annað í hyggju?

Guðmundur G. Þórarinsson segist ekki vilja stofna til deilna í þessu máli. En þessi framhleypni er nú samt einmitt vegurinn til að efna til þeirra. Ég tala nú ekki um að flækja þjóðargrafreitnum inn í málið. Hugmyndin um þann grafreit var mistök og eftir að tveir menn voru grafnir þar með stuttu millibili fyrir meira en hálfri öld hefur verið  þegjandi samkomulag með þjóðinni að gleyma honum bara. Einungis það að nefna að grafa Fischer í þjóðargrafreitnum hlýtur að vekja upp viss átök ef einhverjir verða því andvígir og sú andstaða hefur þegar komið fram sem von er.   

Auðvitað eiga aðstandendur Fischers að ákveða í einu og öllu hvar hann verður grafinn og það er bara sjálfsögð kurteisi og tillitssemi af Íslendingum að þegja rétt á meðan ekki er vitað hvað aðstandendurnir ætlast til. Að sjálfsögðu á svo að veita aðsteandendum alla aðstoð eftir að vilji þeirra kemur fram. 

Reyndar fékk ég það hugboð í gær að útför skáksnillingsins ætti eftir að valda miklum og óþægilegum deilum. Vonandi gengur það þó ekki eftir.

Hugmyndir Fischershópsins eru svo kjánalegar að engu tali tekur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er gapandi yfir þessu, það er unnustunnar að ákveða.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.1.2008 kl. 18:32

2 Smámynd: halkatla

ótrúleg framhleypni ´

en ég og kisurnar biðjum að heilsa ykkur Mala!

halkatla, 19.1.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef nú fengið á tilfinninguna að Guðmundur njóti sviðsljóssins og komi til með að nýta sér andlát Fishers til að baða sig í því.

Mér finnst að þessum mönnum komi ekkert við hvar maðurinn verður jarðsettur, það er annarra að ákveða það.

Og á Þingvöllum??? Það fannst mér nú beinlínis hlægilegt.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.1.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Er ekki laust pláss fyrir hann í Fischersundi?

Emil Hannes Valgeirsson, 19.1.2008 kl. 19:49

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvaða, hvaða, mega vinir hans ekki koma með uppástungu?

Sigurður Þórðarson, 19.1.2008 kl. 22:39

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Óviðeigandi framhleypni Fischershópsins"

Maðurinn er þó allavega látinn.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 19.1.2008 kl. 23:37

7 identicon

Fyrirgefið, en ég fékk nú bara hláturskast þegar ég las þá endemis þvælu að RJF hópnum skuli hafa dottið í hug að jarðsetja Bobby Fischer á Þingvöllum. Við hlið stórskáldanna Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar! Hélt fyrst að þetta ætti að vera brandari, en nei, þeir eru virkilega að hugsa um staði eins og Þingvelli fyrir jarðneskar leifar Bobbys. Sammála einhverjum sem skrifar hér fyrir ofan að einhverjir þessara manna njóta þess að baða sig í sviðsljósinu vegna andláts Bobbys. En hlífið okkur við öðru eins bulli og grafreit á einum helgasta stað Íslands.

Anna (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 13:53

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hefur einhver hugsað um lögerfingja Fischers á Filippseyjum?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 20.1.2008 kl. 15:15

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gott hjá mér Vilhjállmur að benda á þetta. Við skulum vona að Fischerhópurinn gleymi nú ekki að gæta hagsmuna lifandi erfingja Fischers sem er auðvitað mikilvægara en hvað gert verður við hina dauðu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.1.2008 kl. 16:32

10 identicon

Nú er sviðsljósið of verðmætt þessum mönnum, að láta sér detta í hug að jarðsetja Fischer á Þingvöllum, þá er náttúrulega verið að setja fordæmi að hver sá sem stendur sig vel á alþjóðavettvangi fá sig jarðsettan á Þingvöllum ef einhver annar óskar þess. Má þá nefna Björk, Kristján J, Örn Arnars og fl og fl. Hvaða fíflaskapur er þetta.

Guðmundur (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 16:36

11 identicon

já frekja og yfirgangur... og að láta sér detta það í hug að hann eigi að vera meðal mikilmenna á Þingvöllum er ótrúlegt.

Þessir menn eiga að skammast sín ef þeir kunna það 

Frelsisson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 18:03

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Frá minni hendi eru ekki um sérlega sterkar tilfinningar að ræða. Ég tek ekki undir neitt óhróður um Fischer. Mér finnst bara að menn eigi ekki að  að vera að gefa út yfirlýsingar meðan ættingjarnir Fischers eru ókomnir - og svo finnst mér eins og svo mörgum öðrum að ALDREI eigi að grafa meira í þennan  þjóðargrafreit sem var meiriháttar mistök enda hefur þjóðin sýnt það í verki að grafa þar engan í 60 ár. Að vera alveg sama um eiithvað mál þarf svo ekki endilega að vera nein dyggð - það getur alveg eins verið bara kæruleysi! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.1.2008 kl. 12:02

13 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Helst sýnir þetta að vinskapur við frægt fólk er varhugaverður - það fylgir honum svo mikil ábyrgð!

María Kristjánsdóttir, 21.1.2008 kl. 13:50

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Halla og María! Ansi eruð þið góðar saman. Þið eru laglega ...  

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.1.2008 kl. 17:16

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú er búið að jarðsetja Fischer í kyrrþey í Laugardæliskirkjugarði samkvlmt hans eigin ósk. Betur að Fischerhóprinn hefði haft biðlund til að hlusta á aðstandendur Fischers áður en hann rauk í fjölmiðla .

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.1.2008 kl. 18:06

16 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Og mikið var það nú gott á okkur.

María Kristjánsdóttir, 21.1.2008 kl. 18:46

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já!

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.1.2008 kl. 19:09

18 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sá hlær best sem síðast hlær, þótt úr gröfinni sé!

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.1.2008 kl. 19:20

19 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, Bobby gaf öllum langt nef að handan, meira að segja presti og sóknarbörnum líka, - það er engu líkara en laumast hafi verið með gröfu þarna rétt inn fyrir hliðið og tekin gröf þarna rétt við stíginn heim að kirkjunni. Það verður líklega áfram líf og fjör hjá kónginum, ef kirkjusókn er sæmileg hjá sr. Kristni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 22.1.2008 kl. 18:09

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En ætli sé hægt að hengja sig upp á að það sé Bobby sem er í gröfinni?

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.1.2008 kl. 18:25

21 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurður, síðasta spurningin flokkast undir þráhyggju. Heldur þú að hann sé enn á lífi? Þetta var líka þráhyggjuspurning. Nú er þetta orðin samsæriskenning Sigga og Villa

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.1.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband