Hlýjasti janúar síðan mælingar hófust var ekki á tuttugustu öld eins og vænta mætti eftir hlýindum þeirrar aldar heldur á þeirri nítjándu. Nánar tiltekið árið 1847. Þá voru aðeins gerðar góðar mælingar í Stykkishólmi en nokkru lakari í Reykjavík. Á báðum stöðunum hefur síðan ekki komið jafn hlýr janúar. Í Reykjavík var meðalhitinn 3,9 stig en 3,4 í Stykkishólmi en núgildandi meðaltal mánaðarins er -0,6 og -1,3. Svo segir Þorvaldur Thoroddsen um þessi hlýindi í riti sínu Árferði á Íslandi í þúsund ár, en veturinn var mjög mildur fram í apríl svo lýsingin nær reyndar lengra en til einungis janúar:
"Framan af árinu voru frostleysur og blíðviðri, svo sóley og baldursbrá voru sums staðar syðra komnar í blóm á þorra. Yfirleitt mundu menn eigi jafngóða vetrarveðráttu... Á Vesturlandi var tíðarfar frá nýári til sumarmála eins og syðra eitt hið ágætasta, svo mátti kalla, að ekki væri frost nema dag í bili, og varla festi snjó á jörð, fannir sáust að eins í háum hlíðum, láglendi var snjólaust og jörðin klakalaus, svo sauðfje og jafnvel lömb gengu víða sjálfala úti. Gras á túnum og út til eyja, enda sóley og fífill sást þrisvar sinnum vera farið að spretta; fuglar sungu dag og nótt, eins og á sumrum, andir og æðafuglar flokkuðu sig um eyjar og nes og viku ei frá sumarstöðvum sínum, og svo var að sjá, sem hvorki menn nje skepnur fyndi til vetrarins. Menn sljettuðu tún, hlóðu vörzlugarða og mörg útihús, fóru til grasa, eins og á vordag, og það ekki einu sinni eða tvisvar, heldur allvíða 12 og 14 sinnum, enda var þetta hægðarleikur, því hvort heldur vindurinn stóð frá norðri eða suðri voru jafnan þíður, en oftar var þó sunnanátt aðalvindstaðan, en sjaldan hægviðri eða logn, svo sjógæftir voru nokkuð bágar ... . "
Næst hlýjasti janúar á landinu kom nákvæmlega hundrað árum síðar: Þá var mánuðurinn 3,2 stig við Stýrimannaskólann í Reykjavík og 3,0 í Stykkishólmi.
Í Veðráttunni segir svo fyrir þennan mánuð: "Tíðarfarið var óvenju milt um allt land. Blóm sprungu út sem á vori væri og grænum lit sló á tún. Umhleypingasamt og stormasamt var með köflum." Úrkoma var mikil en þetta var einn snjóléttasti janúar sem komið hefur síðan slíkt var farið að mæla árið 1924, snjóhula í byggð aðeins 37 prósent en var að meðaltali 67% frá 1924 til 2002. Ekki var þetta þó hinn snjóléttasti af öllum janúarmánuðum. Það var janúar 1998, 30 prósent eða kannski jafnvel árið 2003. Í Reykjavík var snjólagið 27% 1947 og alhvítt í 6 daga en í janúar 1940 var alauð jörð allan mánuðinn.
Þeir mánuðir sem næstir koma eru árið 1972 og 1973. Þeir voru mjög svipaðir í hitanum, kringum 3,5 yfir meðallaginu 1931-1960 yfir allt landið. Úrkoma var miklu meiri fyrra árið en snjólag svipað í í þeim báðum, aðeins 40%. Meðalhitinn var í Reykjavík 3,1 stig í báðum mánuðunum, 2,3 og 2,2 í Stykkishólmi og 2,5 og 2,2 á Akureyri.
Hlýindi mikil voru nær óslitin fyrri hluta mánaðarins árið 1972 og kom loft til landsins frá Asoreyjum og vestur af Spáni. Síðari hluta mánaðarins var tíðin blandaðri. Þann 19. gekk sjór á land á austfjörðum og urðu þar mestu flóð síðan 1930. Stórtjón varð á hafnarmannvirkjum og verksmiðjum. Mánuðurinn var nokkuð stormasamur, einkum á vesturlandi og við suðurströndina.
Í janúar 1973 kom aldrei neitt kuldakast sem hægt er að kalla því nafni. Í fyrri hluta mánaðarins var jafnvel frostlaust í nærri tvær vikur í 500 metra hæð.
Síðasti afburða hlýi janúar var 1987. Þá var meðalhitinn i Reykjavík 3,1 stig og líka í Stykkishólmi.
Næst hlýjasti janúar á Akureyri (mælingar frá 1882) var 1992 en þá mældist hitinn 2,9 stig. Og þetta var einmitt mánuðurinn þegar mesti hiti á landinu í janúar, 18,8. stig mældist á Dalatanga þ. 14. Sama dag fór hitinn í 17,5 stig á Akureyri, líklega um kvöldið fyrir miðætti. Hitinn á Dalatanga mun sennilega hafa verið um kl. 24 kvöldið áður (þ. 13.) en þá var hitinn þar 18,1 stig í vestsuðvestan átt. Klukkan níu næsta morgun sýndi hámarksmælir svo methitann. En þessi mánuður gerði það ekki endasleppt. Á Seyðisfirði fór hitinn í 17,5 stig þ. 26 sem mun vera þriðji mesti hiti á landinu í janúar. Hann var enn 16,4 stig kl. 21.
Næst mesti hiti í janúar mældist árið 2000, 18,5 stig aðfaranótt þ. 16. á Dalatanga. Daginn eftir var enn mjög hlýtt og hlýrra á hádegi en var þ. 16. Fjórði mesti hitinn var svo 17,0 stig á sama stað þ. 9. árið 1949. Það ár var hitinn 15,5 stig á staðnum kl. 15 í suðvestan stormi en á hádegi var hitinn aðeins 6 stig í hægri vestanátt en ofsaveður af suðvestri var komið kl. 18 í níu stiga hita. Hámarksmælirinn kl. 18 sýndi svo sautján stigin sem voru methiti í janúar alveg til 1992. Þessi hlýi dagur kom á milli langra kuldasta bæði fyrir og eftir og stóð því ekki lengi við. Á kotinu fyrir neðan má sjá hvernig hlýja loftið er komið austur fyrir land.
Hér fyrir neðan eru Íslandkort methitadagana frá 1949, 1992 og 2000 og nokkur kort frá 850 og 500 hPa fletinum. Þau sýna í raun og veru hitann í þeim hæðum og þau síðarnefndu einnig veðrakerfin við jörð.
Í fylgiskjali má sjá gang hitans í Stykkishólmi kl. 7, 12, 14 og 22/23 í janúar 1847 og hámarks-og lágmarkshita í Reykjavík. Þá sest einnig hiti, úrkoma og sól fyrir janúar 1947 og 1987 fyrir Reykjavík og hámarkshiti hvern dag á landinu.
Það er aldeilis munur á þessum mánuðum og janúar 1918.
Heimildir: Tímaritið Veðrið 1972 og 1973.
Flokkur: Bloggar | 28.1.2008 | 18:38 (breytt 30.10.2008 kl. 14:40) | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006