11.10.2006 | 10:57
Með brosi á vör
Stundum er eins og sagan gangi í hringi og við munum ekkert stundinni lengur. Fyrir þrjátíu árum eða svo var uppi heilmikil umræða í heiminum um það að engir geðsjúkdómar væru í rauninni til. Thomas Zschtjass, Skvass, Pass, eða hvað hann nú eiginlega hét aumingja maðurinn, hélt því fram að þeir væru bara mýta. Aðrir sögðu að það væri allt í lagi með geðsjúklingana en það væri bara þjóðfélagið sem væri sjúkt, nákvæmlega eins og Elín Ebba vinkona mín sagði í gærkvöldi í Kastljósi með brosi á vör. Læknaneminn, tímarit læknanema, gaf út heilt blað þar sem þessari hugsun var haldið fram.
Einn landi vor, sem ég get ómögulega komið fyrir mig hver var, gaf árið 1973 út heila bók um dvöl sína á geðdeild og Einar Kárason segir í ævisögu sinni að þetta hafi verið góð bók. Og í lokakafla bókarinnar var einmitt tekið undir það sjónarmið tíðarandans að þjóðfélagið væri hinn raunverulegi geðsjúklingur. Þetta féll í kramið og bókin var lesin "af öllum" eins og Rannveig heitin Ásgeirsdóttir sagði en hún var þá skrifstofustjóri Rithöfundasambandsins og skrifaði líka bókagagnrýni. Bókin hét Sanasól eða eitthvað í þá áttina minnir mig nei bíðum nú við, sanasól var víst fjörefni sem hellt var í okkur krakkana þegar við vorum lítil á the fifties og ég var víst alveg fáranlega lítill þegar ég var lítlll eins og ég tönnlast sífellt á hér á síðunni eins og langt genginn Alzheimersjúklingur.
En með brosi á vör segi ég að ekkert sé nýtt undir sólinni. Fyrir þrjátíu og eitthvað árum kröfðust menn þess að meira tillit væri tekið til sérkenna geðsjúklinga og félagslegra áhrifa, þeir fengju að vera með í ráðum í meðferðinni, alveg eins og nú er krafist, og menn vildu bæta þjóðfélagið þó mikið hafi það nú versnað síðan.Þessi nýja hugsun fyrir þrjátíu árum beið algjört skipbrot. Við tók fullkomið alræði læknamódelsins með boðefnakenninguna að leiðarljósi. Þjóðfélagið hætti að skipta nokkru máli. Eins og það væri hreinlega ekki til. Það eina sem þyrfti væri að breyta boðefnunum í heila sjúklingssins og þá yrði hann frískur og fjörugur eins og hann væri á sanasól.
Gamla nýja hugsunin rann út í sandinn af því að hún hafði ekkert vald á bak við sig og kannski var hún ekki nógu vel hugsuð. Valdið lá hins vegar og liggur enn hjá læknastéttinni sem aftur styðst við vald vísindanna í mjög nánu sambandi við peningalegt vald (lyfjafyrirtækin) og stjórnskipunarlegt vald. Héðinn Unnsteinsson og Elín mín Ebba Ásmundsdóttir hafa lítið sem ekkert vald. Bara heiðarlega hugsun og brennandi áhuga fyrir velferð síns fólks.
Það er samt dálítil von með þessa nýju hugsun sem nú er verið að tala um. Það felst í því að hún er m.a. borin uppi af fyrrverandi geðsjúklingum sem nú eru orðnir fagmenn og samtökum sjúklinga sem ekki voru til fyrir þrjátíu árum.
Fjöldinn getur skapað vald. Einn fjórði hluti þjóðarinnar er nú sagður vera geðsjúklingar. Það eru ánægjulegar framfarir frá því í gamla daga þegar geðsjúklingar voru skammarlegur örsmæðarhópur.En við skulum samt vera raunsæ og ekki gera okkur of miklar vonir. Hver verður hin nýja hugsun í geðheilbrigðismálum eftir önnur þrjátiu ár? Ætli hún verði ekki bara sama tóbakið og það sem nú er brúkað sem aftur er næstum því sama tóbakið og var brúkað fyrir þrjátíu árum.
Sagan gengur stundum í hringi og það er eins og við munum ekkert stundinni lengur.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.