Að niðurlægja aðra

Ekki get ég ímyndað mér lítilmannlegri iðju en þá að niðurlægja aðra með orðum og athöfnum. Ég tala nú ekki um þegar menn hreykja sér svo af því með yfirlæti. Þá er t.d. talað digurbarkalega um það að menn verði nú að hafa harðan skráp til að geta tekið þátt í opinberum málum. Það er sem sagt undirskilið að opinber umræða eigi ekki að vera málefnaleg heldur eigi að svíða persónulega undan henni. Af því að það sé svo gaman.

Að mínum dómi er það eigi að síður meira niðurlægjandi athæfi fyrir þann sem gerir í því að særa og niðurlægja aðra bara til þess að særa þá og niðurlægja heldur en fyrir þann sem fyrir því verður. 

Ég hef reyndar oft undrast það hvað vanþroskaðir menn geta komist hátt í metorðastiganum hér á landi. Menn fljúgja upp í ráðherrastöður þó þeir hafi ekkert til brunns að bera annað en stórkarlalegan talanda og þroskaheft tillitsleysi gagnvart öllu og öllum.

Það er ekkert flott við það að geta ekki sett sig í annarra spor. Það er ekkert manndómslegt við það að fella menn með bolabrögðum og líta svo hróðugur í kringum sig og segja sigri hrósandi: Sjáiði, hvernig ég tók hann piltar!

Það er bara fumstæður plebbaskapur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Davíð Oddsson var sérfræðingur í þessu og gekk á undan með vondu fordæmi.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.2.2008 kl. 10:32

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, rífist þið nú duglega ágætu bloggvinkonur!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 11:08

3 Smámynd: Rannveig H

Tel undir hvert orð í þessari færslu.kv

Rannveig H, 22.2.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Neineineinei, hvarflar ekki að mér að rífast. Það er ekkert að rífast um af því ég er sammála Hallgerði. Mín meining var alls ekki sandkassasyndrómið, síður en svo. Mér finnst einmitt svona málflutningur - að niðurlægja og gera lítið úr mótherjum (samherjum svosem líka ef því er að skipta) vera svartur blettur á stjórnmálum og þeim sem þau stunda.

Ég hefði kannski átt að hafa fyrri athugasemd lengri og skýra betur mál mitt en mátti ekki vera að því á þeirri stundu.

Það er visst persónueinkenni, sem mér finnst mjög ógeðfellt, að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra. Með því að ófrægja, niðurlægja, gera grín að og tala niður til fólks. Ég hef skömm á slíku fólki.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.2.2008 kl. 11:35

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En MIG langar svo í sandkassaleik eða leðjuslag á mínu kommentakerfi!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 11:59

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þá verðurðu að skrifa færslu um trúmál. Ofstækisfullir leðjuslagsmálamenn eru á hverju strái í þeim málaflokki.

Ég held mig þá frá síðunni þinni á meðan. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.2.2008 kl. 12:04

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Mig langar að greina þetta betur. Að gera lítið úr einhverjum á þann hátt að velta honum/þeim upp úr eigin orðum eða gjörðum. Rifja upp óþægileg mál og svo framvegis.

Menn segja eða gera klaufalega/óheppilega/heimskulega hluti af tveimur megin ástæðum. Þeim verður á og meta hluti e.t.v. rangt. Hin ástæðan er sú að menn eru einfaldlega þannig innrættir.

Í fyrra tilfellinu vita menn upp á sig 'sökina' og viðurkenna mistök sín. Þeir gerðu eða sögðu eitthvað sem er ekki samkvæmt samvisku þeirra og þeir sjá eftir. Menn axla ábyrgð.

Í seinna tilfellinu sjá menn ekkert rangt. Viðurkenna ekkert og finnst alls engin þörf á afsökun eða að axla sérstaka ábyrgð.

Fyrri hópnum sýnir fólk virðingu og ég man ekki til að hafa séð eða heyrt menn nídda sem axla sína ábyrgð.

Seinni hópinn sé ég ekkert athugavert við að niðurlægja. Só sorrí. Enda öll vopn niðurlægingarinnar smíðuð af þolandanum sjálfum.

Brjánn Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 12:50

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er hallur undir það að fanta eigi að taka fantabrögðum. En bara fanta!

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 12:55

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Ég er sammála því. Spurningin er þá aðeins, hvernig við skilgreinum fanta.

Brjánn Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 12:57

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vil bæta því við að mér finnst í rauninni ekki rétt að eigi að beita fantabrögðum við fanta heldur að það sé hugsanlega afsakanlegt að beita fantabrögðum við fanta. En hvenær eru menn fantar?   

Sigurður Þór Guðjónsson, 22.2.2008 kl. 17:06

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Hallgerður, ég er ekki að tala um auga fyrir auga. Ég á við að snúa vondum málstað eða vopnum manna, upp á þá sjálfa.

Brjánn Guðjónsson, 23.2.2008 kl. 01:24

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Í sem fæstum orðum: Mér finnst þessi pistill Össurar bæði ómaklegur og honum sjálfum til mikils vansa.

Nenni ekki að rífast!

Greta Björg Úlfsdóttir, 23.2.2008 kl. 13:39

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég er sammála þessum pistli þínum Nimbus.

Svava frá Strandbergi , 23.2.2008 kl. 13:48

14 Smámynd: Yngvi Högnason

Maður þorir nú ekki að tjá sig af botninum.

Yngvi Högnason, 23.2.2008 kl. 19:41

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Botnlaust stuð í því!

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.2.2008 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband