Sá vetrarmánuður sem hlýjastur hefur orðið á Íslandi síðan mælingar hófust miðað við öll hugsanleg meðaltöl er febrúar 1932. Hann var eiginlega fenómen. Meðalhitinn við landssímahúsið í Reykjavík var 5,2 stig, 5,0 á Akureyri og 4,7 í Stykkishólmi. Þetta er 5-6 stig yfir meðallaginu 1961-1990 sem er fyrir framantalda staði: 0,3, -1,4 og -0,7 stig. Í Vík í Mýrdal og Suðureyri við Súgandafjörð var meðalhitinn 5,9 stig eða 0,1 stigi lægra en maí var í fyrra í Reykjavík! Þetta er auðvitað langhlýjasti febrúar sem mælst hefur. Veðráttan lýsir mánuðinum á þessa leið: "Einmuna veðurblíða um allt land, snjólaust að kalla í bygð, jörð víða farin að grænka í mánaðarlokin, fénaður gekk sjálfala eða honum var lítið gefið."
Hitinn fór í 15 stig á Fagradal í Vopnafirði þ. 22. og 23. og 13,0 á Hrauni í FLjótum þ. 10. og 24. Frostið á Stórhöfða í Vestmannaeyjum fór aldrei meira en í 1,2 stig og er það hæsti lágmarkshiti á landinu allra febrúarmánaða sem mældir hafa verið á Íslandi.
Í Reykjavík var alauð jörð allan mánuðinn nema þrjá daga var jörð talin flekkótt en þetta var hlaupársmánuður. Hins vegar var algjörlega snjólaust á Hvanneyri, Papey, Teigarhorni við Berufjörð, Hólum í Hornafirði, Fagurhólsmýri, Stórhöfða í Vestmannaeyjum og Eyrarbakka. Jafnvel á Grímsstöðum á Fjöllum var alauð jörð í 20 daga og þar var meðalhitinn 1,1 stig og er þetta eini febrúar sem þar hefur verið mældur ofan við frostmarkið frá því samfelldar mælingar hófust árið 1907.
Loftþrýstingur var óvenju hár. Hafði reyndar aldrei mælst eins hár mánaðarloftþrýstingur síðan mælingar hófust í Stykkishólmi 1846. Loftþrýstingurinn var hæstur að meðaltali í Vestmannaeyjum 1029,5 hPa. Á Teigarhorni fór loftvægi mest í kringum 1047, 3 hPa kl. 21 þ. 10. og er það með hæstu loftvogsmælingum hér á landi. Úrkoma var fremur lítil, sérstaklega á norðausturlandi enda lá vindáttinn í suðvestan-og vestanstefnu. Mánuðurinnn var samt ekki hvassvirðasamur heldur þvert á móti hægviðrasamur og logn var oft. Snjóalög líktust því sem gerist í maímánuði fremur en febrúar og er þetta snjóléttasti febrúarmánuður sem mælst hefur frá 1924 þegar snjólagsmælingar hófust. Snjólagsprósentan var 19% á landinu en meðallagið 1924-2002 er 69%. Vegna suðvestanáttarinnar var nokkur hafís fyrir norðurlandi og þ. 29. var ísbreiða á öllu hafinu frá Húnaflóa til Melrakkasléttu í 8-12 mílna fjarlægð frá Grímsey.
Næst hlýjasti febrúar kom 1965. Hann var þó tveimur stigum kaldari en 1932. Meðalhitinn var 4,1 stig í Reykjavík, 3,8 í Stykkishólmi og 3,1 á Akureyri. Þó veðrið væri milt gerði tvö stórviðri í mánuðinum og urðu þá miklar skemmdir víða um land en þó mestar á austurlandi.
Þessi mánuður má kalla lok hlýindatímabilsins sem hófst á árunum upp úr 1920. Í næsta mánuði var mikill hafís og var það upphafið á hafísárunum svokölluðu sem stóðu til 1971 en áframhaldandi kuldar, en þó með minni hafís, má segja að hafi haldist fram á miðjan níunda áratuginn.
Þriðji hlýjasti febrúar var árið 1929. Sá mánuður var hluti af hlýjasta vetri sem komið hefur á landinu frá því mælingar hófust, vetrinum 1928-1929, desember til mars. Meðalhitinn í febrúar var 3,1 stig í Reykjavík en 2,1 í Stykkishólmi.
Fjórði hlýjasti febrúar á landinu var svo árið 1964 og var hann hluti af næst hlýjasta vetri sem komið hefur á landinu.
Fimmti hlýjasti febrúar kom svo árið 2006.
Á Akureyri var febrúar 1956 tiltölulega mjög hlýr og hlýrri en báðir mánuðrnir 1964 og 1929, sem sé þriðji hlýjasti febrúar síðan mælingar þar hófust árið 1882. Miðað við þær 9 veðurstöðvar sem lengst hafa athugað er þetta sjötti hlýjasti febrúar.
Kaldasti febrúar sem mælst hefur á öllu landinu var árið 1881. Meðalhitinn var þá -9,7 stig í Stykkishólmi en -3,7 í Reykjavík. Kuldinn var tiltölulega minni á suðurlandi en fyrir norðan og vestan. Hiti var reyndar athugaður á mjög fáum stöðum en á Siglufirði var meðalhitinn talinn -13,2 stig og -10,8 í Grímsey. Í Reykjavík var febrúar 1866 talsvert kaldari en þessi, -6,5 stig og er það talinn kaldasti febrúar sem þar hefur mælst. Tiltölulega mildara var þá í Stykkishólmi og fyrir norðan en 1881. Febrúar 1885 er svo næst kaldastur í Reykajvík -5,3 stig. Þá hlánaði ekki allan mánuðinn í bænum.
Fyrr á nítjándu öldinni komu tveir mjög kaldir febrúarmánuðir, 1810 og 1811, og er meðalhitinn í Stykkishólmi þá áætlaður -8,2 og -8,4 stig eftir mælingum sem gerðar voru á Akureyri þar sem mánuðirinn virtist hafa vera undir tíu stiga frosti að meðaltali, en samt kringum þremur stigum mildara en janúar 1918. Febrúar 1812, 1807 og 1848 voru einnig afar kaldir en nokkru mildari en þessir.
Kaldasti febrúar á landinu á tuttugustu öld var árið 1935 þegar meðalhitinn í Stykkishólmi var -4,9 stig en -3,7 í Reykjavík. Langkaldasti febrúar á seinni áratugum var árið 2002 en þá mældist meðalhitinn -3,3 stig í Reykjavík og -4,2 í Stykkishólmi. Muna margir eflaust eftir hörkunum í þeim mánuði. Febrúar 1969 og 1973 voru reyndar lítið eitt kaldari á Akureyri en árið 2002. Á þeim stað er febrúar 1892 sá kaldasti síðan nútimamælingar hófust þar 1882, -8,1 stig. Í Grímsey eru mælingar frá 1874 og þar var miklu kaldara í febrúar 1881 en 1892. Sömu sögu er að segja af Teigarhorni þar sem mælingar ná til ársins 1873.
Á landinu í heild þá má víst segja þrátt fyrir takmarkaðar mælingar á fyrri tíð að þetta séu köldustu febrúarmánuðir: 1881, 1811, 1810, 1812, 1807, 1848, 1866, 1885 og 1892.
Flokkur: Veðurfar | 24.2.2008 | 18:40 (breytt 3.12.2017 kl. 18:34) | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006