Ţórbergur á Hala veraldar

Hvernig dettur mönnum í hug ađ halda tveggja daga málţing um Ţórberg sem byrjar klukkan tvö á föstudegi og lýkur á laugardagskvöldi? Og hafa hana auk ţess í október ţegar allra veđra er von og ofan á allt annađ á Hala veraldar, eina 500 kílómetra frá höfuđstađnum ţar sem nćstum ţví öll bókmenntafrćđiséníin eiga heima og líka ţessir fáu sem enn nenna ađ lesa bćkur?

Jú, ég veit ađ Ţórbergur var fćddur á Hala í Suđursveit og á ráđstefnunni verđur stílađ upp á útivist í roki og rigningu. Haustrigningarnar í Suđursveit eru á allt annarri stćrđargráđu en ţćr sem viđ eigum ađ venjast í Reykjavik. Menn drukkna bara í ţeim. Hefđi ekki veriđ hćgt ađ halda ţessa ráđstefnu í snemma í september eđa jafnvel bara um hásumar? Og hvers vegna í ósköpunum er ţingiđ ekki haldiđ á laugardegi og sunnudegi? Er beinlínis veriđ ađ fćla frá ţá sem ţurfa ađ sinna störfum sínum á virkum dögum? Ég komst ekki af ţví ég átti ekki kost á ferđ af ţessum sökum.

Já, ég verđ í fýlu ţessa helgi. Ţađ veit sá sem allt veit. Ég hefđi gjarna viljađ vera ţarna og rifja upp gamlar minningar um Ţórberg sem var nćst mesta átrúnađargođ mitt í gamla daga (ţađ mesta var Elvis). Mér er máliđ jafnvel nokkuđ skylt hvađ minningar varđar. Ţegar Ţórbergur var hundrađ og eins árs talađi ég sjálfur á svona málţingi um hann og sumir sögđu ađ ég hefđi fariđ međ níđ um hann. Ţađ var líka sagt ađ Ţorsteinn Gylfason hefđi fariđ međ níđ um hann. En viđ sögđum nú bara sannleikann um Ţórberg í okkar erindum. En hver vill heyra sannleikann um sannleiksleitandann mikla?

Ráđstefnan er annars mjög lokkandi. Ţar talar t.d. mađur sem er ađ skrifa bók um Ţórberg. Húrra fyrir honum! Ţar talar líka sú vinkona mín sem ég botna minnst í (og hún lítur nú bara niđur á mig enda hávaxin og spengileg) og ég  stend í undarlegustu kynnum viđ sem ég hef nokkru sinni haft í lífinu en ţau eru líka ein af ţeim allra skemmtilegustu. Eiginlega alveg geggjuđ!  Ţessari frauku kynntist ég ţegar ég var undir henni međan ég skrifađi menningargreinar  í eitt dagblađ ţar sem hún var bossinn  í öllu sínu veldi, sćllar minningar!   

Já, ég hefđi svo mikiđ viljađ vera ţarna og hlusta á alla snillingana og góna á allar stórskvísurnar sem halda sprenglćrđ erindi um  meistarann og taka međ ţeim nokkrar léttar Müllersćfingar. En ég verđ í fýlu heima af ţvi ađ menn kunna ekki ađ skipuleggja ráđstefnur skynsamlega.

Og ţá er svo sem bara ađ slá ţessu öllu upp í kćruleysi. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband