11.3.2008 | 11:13
Hvernig eiga menn að komast að Hala?
Á morgun verður haldið upp á Þórberg á Hala þar sem hann var fæddur. Boðið verður upp á sætaferðir frá Höfn í Hornafirði að Hala. Hvílík rausn!
En hvernig eiga þeir að komast sem búa í Reykjavík en flestir Þórbergsaðdáendur á landinu eiga eflaust þar heima? Ég kemst t.d. hvorki lönd né strönd út á land síðan bíllinn minn var keyrður í klessu og eftir að sá vinur minn dó sem ég var vanur að fara með út á land.
Það er um það bil fimm tíma ferð að Hala frá Reykjavík. Með allri virðingu fyrir Halafólki efast ég um notagildi þess að vera að halda ráðstefnur þarna á hala veraldar án þess að gera minnstu ráðstafanir til að gera fólki sem ekki er á bíl kost á að komast þangað úr mesta fjölmenni landsins. Áreiðanlega hefði Þórbergur ekki látið slíkt hugsunarleysi henda sig.
Þetta ráðstefnufólk virðist bara hugsa um sjálft sig. Það er auðvitað allt á bílum.
Meðal annarra orða: Soffía Auður Birgisdóttir var að segja í Víðsjá að Þórbergur hefði ekki kunnað að meta Proust þó "sýnt hefði verið fram á'' að Suðursveitabækurnar væru í stíl við Proust. En það hefur ekkert verið ''sýnt fram á'' þetta. Pétur Gunnarsson hefur verið að setja þetta fram en þetta er afar vafasöm hugmynd. Og ekki eina skrýtna nútímalega hugmyndin sem reynt hefur verið að klína upp á Þórberg.
P.S. Mikið fannst mér það ógeðfellt í lok Þorbergsþingsinis þegar þremur komum sem gerðu eitthvað mikið fyrir hátíðina var afhent ''ígildi Þorláksdropa'', sem sé áfengi, við lofatak áhorfenda. Áfengisdýrkunin veður alls staðar uppi. Á Þórbergsþinginu 1989 brá Þorsteinn Gylfason upp ónotalegri mynd af áfengisneyslu Þórbergs síðustu árin. Þar voru Þorláksdropar í aðalhlutverki.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þetta var ég einmitt að hugsa líka í gær. Og líka það, að þetta er í miðri viku og fólk þarf að taka sér frí úr vinnu í að minnsta kosti 1 plús tvo hálfa daga, kosta sig að Hala og kaupa gistingu í 2 nætur.
Dagskráin hefst klukkan 10 að morgni, stendur allan daginn og lýkur með hátíðarkvöldverði klukkan 19. Ég myndi ekki treysta mér til að ná þessu öllu saman í einum rykk, þ.e. keyra austur og til baka auk þess að njóta allrar dagskrárinnar.
Kannski er þetta ekker fyrir okkur pöpulinn.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.3.2008 kl. 12:17
flygðu með Örnum, RVK 07:30-Höfn 08:30; Höfn 17:30 - RVK 18:30.
Eða myndið hóp og fáið ykkur leiguflug fyrir fleiri. Því miður er Hali í Suðursveit en ekki í Reykjavík þótt Þorbergur hafi búið þar á efri árum.
Stundum er naflinn nærri halanum en maður heldur.
Jens Ruminy, 11.3.2008 kl. 15:17
Það er ekki hlaupið að því að mynda hóp fyrir mig. Enginn vill vera með mér!
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.3.2008 kl. 15:50
Svo á ég ekki peninga eins og skít!
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.3.2008 kl. 15:53
Áttu ekki fyrir einkaþotu til Hornafjarðar?
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.3.2008 kl. 16:01
það er hell að ferðast um ísland eða bara einfaldlega að koma sér milli landsbyggðar og reykjavíkur - randýrt dæmi og einokun í gangi sem öllu spillir það er líka hrikalegt vesen að redda sér fari frá austfjörðum eða til austfjarða ef maður á ekki pening og ekki bíl, það hafa aldrei verið almennilegar rútuferðir, nema í mesta lagi kannski einhverjar til Hornafjarðar glatað bara
En hvernig væri svo annars að heimsækja hysterískasta aðdáandann sinn austur á land, ég meina, þegar maður er kominn alla leið á Hala í Hornafirði þá er bara hallærislegt að fara ekki alla leið.... jebbz Mali er alltaf sérlega velkominn í heimsókn!
halkatla, 11.3.2008 kl. 16:03
Kæri Sigurður minn. " Karl skar kú sína á Hala svo af fauk höfuðið. Hvar átti karlinn heima?". Mikil speki í þessari gátu. En rosalega kvartið þið í dag eitthvað elskurnar. Af hverju farið þið ekki bara með rútu? Mér finnst þetta aðför að fólki úti á landi. Afhverju á að halda öllu í henni Vík?. Svo skemmtileg er hún ekki. Nú svo getur bara fólk tekið sig saman og ferðast á hina ýmsu staði. Svo vildi ég benda Önnu Karen á ð Hali er í Suðursveit en ekki á Hornafirði. Með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 16:20
Það er alveg merkilegt að sumir þeir sem búa í Reykjavík skuli ætlast til að allir menningarviðburðir fari fram þar. Finnst þetta bara hálfgert væl og sjálfhverfa.
Hvað með allt fólkið á landsbyggðinni sem hefur ekki möguleika á að sækja nema brot af því sem það hefur áhuga á og fram fer í Reykjavík? Það er svo sannarlega vel við hæfi að halda ráðstefnu um Þórberg á Hala í Suðursveit.
Sigrún (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 17:53
Hvort sem það er kallað væl eða sjálfhverfa þá komast ekki allir. Alveg furðulegt annars hvað fólk er gjarnt á vera með skæting í athugasemdum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.3.2008 kl. 18:25
Reiknum dæmið. Hversu margir menningarviðburðir á þessu plani fara fram í Rvík og hve margir úti á landi. Ég hef ekki tölur á hreinu, en giska á að einn af hverjum 100 fari fram á landsbyggðinni. Segjum sem svo að að meðaltali fari fjórir aðilar svo langan veg á hvern viðburð í bænum. Það gera 396 ferðir fram og tilbaka. Segjum sem svo að 200 manns langi úr Rvík á þennan viðburð. Þegar þetta ágiskaða dæmi er gert upp förum við því tvöfalt oftar í Reykjavíkurhrepp, heldur en íbúar þar t.d. að Hala.
Ég spyr: Hverjum er vorkun að fara eina ferð að sjálfsdáðum austur að Hala? Og ef menn heimta að þeim sé reddað um far þá finnst mér alveg sjálfsagt að landsbyggðarfólki sé reddað fari á sömu forsendum á viðburði í Rvík. Eða hvað?
Skúli Freyr Br., 11.3.2008 kl. 18:42
Ég kemst samt ekki. Og ég get ekki talað fyrir aðra. Mér finnst líka óþarfi að vera með þennan niðrandi tón. En ég sætti mig svo sem alveg við það að vera heima. Maður fer reyndar ekki svona ''að sjálfsdáðum'' þegar maður hefur ekki bíl til umráða hvort sem þið viljið kalla það aumingjaskap, væl eða eitthvað annað.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.3.2008 kl. 18:51
Nú langar mig til að bæta einu við. Mér finnst alveg sjálfsagt að hver bloggsíða endurspegli hugsun og karakter þess er bloggar. Menn verði að beygja sig undir það. Oft er ég ósammála því sem aðrir segja á bloggi. Ég kem hins vegar ekki með ónotalegar athugasemdir eða lítilsvirðandi í garð annarra bloggara þegar ég kommenta, ég kem bara með einhverja gamansemi eða eitthvað vingjarnlegt. Hranaskapurinn sem einkennir margar athugasemdir finnst mér það neikvæðasta við bloggið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.3.2008 kl. 19:11
Æ, ekki reiðast við mig. Ég er ekki að gagnrýna þig nema að síður væri það veiztu. Kom mér samt mjög undarlega fyrir sjónir. Ég steinligg í flensu, gæti vel hugsað mér að fara sjálfur og þá hefði ég bara tekið þig með. En viltu bara ekki fá lánaðan bílinn minn? Það Kía jeppi og heitir Friðrik. Nýkominn úr skoðun, gleymdi að láta skoða hann í 2 ár, hehehehe. Ég og bílar, ehem. En hann er fínn. Ég veit vel hvað þig langar mikið, taktu bara bílinn og drífðu þig. Hringdu bara í mig. Með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 19:28
Ég er ekki reiður út í bumbuna. Datt þetta bara í hug út af vælinu og sjálfhverfunni.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.3.2008 kl. 19:37
Ég er norðlendingur sem þó hefur búið lengur í Reykjavík en úti á landi. Landsbyggðarfólk þarf endalaust að borga ferðir suður og taka frí úr vinnu vilji það taka þátt í menningarviðburðum. Og auðvitað til að sækja alls kyns þjónustu. En ef Reykvíkingar þurfa út á land er það þvílikur kostnaður og erfiði!!!!En ég er eins og þú Sigurður, ég er ekki á bíl.
Hólmdís Hjartardóttir, 12.3.2008 kl. 01:25
Hali í Suðursveit er betur í sveit settur en margir aðrir bæir á Íslandi. Stendur við þjóðveg nr. 1 og þar um fara áætlunarbílar bæði úr austri og vestri. Þangað er auðveldara að komast en með strætó milli staða á höfuðborgarsvæðinu. - Hitt er svo annað mál að það er dýrt að ferðast. Það vita þeir sem þess þurfa með.
Haraldur Bjarnason, 12.3.2008 kl. 10:57
Ég er sammála því, Sigurður, að of mikið er um skæting og dómhörku á bloggsíðum. Það var ekki ætlun mín að vanvirða einn né neinn og líklega hefði ég átt að velja betra orðalag en væl og sjálfhverfu. Biðst bara velvirðingar á því. Stundum er það bara svo að við sjáum hlutina útfrá eigin sjónarhorni og gleymum að setja okkur í spor annarra, þ.e. þeirra sem þurfa um langan veg að fara ef þeir vilja eða þurfa að sækja eitthvað til Reykjavíkur. Það er auðvitað alveg rétt að snúið geti reynst að komast að Hala fyrir þá sem ekki hafa bíl til umráða, ekki hafa efni á að fljúga til Hafnar og nýta sér sætaferðir þaðan eða taka rútuna alla leið frá Reykjavík, Skagaströnd eða annars staðar af landinu
Sigrún (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 12:24
Það er líka afskaplega lángt að ferðast til Hala. Og ég er sammála þér Sigurður, þangað hefði mig langað til að fara og hefði verið gaman einmitt í rútubíl með fólki sem hefði áhuga á Þórbergi. Bundin við annað í kvöld. Annars var ég á Hala í sumar og gekk þar um völlu, það var góður dagur.
María Kristjánsdóttir, 12.3.2008 kl. 17:14
vælið og sjálfhverfan fylgir manni eftir og þess sér auðvitað oft merki þegar maður kommentar. Ég vil svo bara benda Bumbu á að í pistlinum er Hornafjörður nefndur og að þaðan séu sætaferðir til Hala, þessvegna sagði ég þetta svona (ekkert alvarlegt, ég veit vel að Hali er í Suðursveit en var upptekin við að kommentabulla og gáði ekki að alvöru málsins...)
halkatla, 12.3.2008 kl. 18:39
Ertu nokkuð hætt að vera hysterískasti aðdáandi minn Anna Karen? Alvara másins er sú að nú hætti ég að blogga þar til þú ferð að blogga!
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.3.2008 kl. 18:50
Varðandi staðsetninguna er bæði rétt. Hali er vissulega í Suðursveit, en eftir sameiningu sveitafélaganna á 10.áratugnum heitir allt klabbið nú Sveitarfélagið Hornafjörður frá Hvalnesskriðum í austri yfir á Skeiðarársand í vestri. Ég hugsa að einhverjir séu að rugla saman við Höfn í Hornafirði, sem er einungis heitið á þéttbýlinu.
Skúli Freyr Br., 12.3.2008 kl. 21:43
svarið er nei
halkatla, 13.3.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.