17.3.2008 | 11:26
Vor í lofti
Fólk er nú farið að tala um vor í lofti.
Það er fyrst og fremst huglæg tilfinning. Hún fer að sækja á fólk eftir langan vetur þegar sólarstundir á björtum dögum ná um það bil tíu klukkustundum sem þýðir að hún skín nánast allan birtutímann. Þetta gerist þegar komið er fram í mars.
Síðustu dagar hafa verið bjartir og hægviðrasamir en ekki hlýir. Á hverri nóttu hefur verið talsvert næturfrost en hiti örfá stig um hádaginn. Meðalhitinn hefur verið mjög nærri meðallagi áranna 1961-1990 sem er 16. mars aðeins 0,6 stig. Það er fullkominn ofrausn að telja að þá sé vor í lofti.
Eins og áður segir er þetta er fyrst og fremst huglæg tilfinning eftir vetrardrungann og ég er síst af öllu að gera lítið úr henni. En nú langar mig til að setja fram einfaldan hlutlægan kvarða um það hve nær sé komið vor í loftið. Þetta er fyrst og fremst gert til skemmtunar og ber ekki að taka of alvarlega - fremur en lífið yfirleitt.
Ég segi að vor sé í lofti þegar meðalhiti sólarhringsins nær þremur stigum. Þá byrjar gras að spretta. Að meðaltali gerist þetta 18 apríl. Það er nánast á sumardaginn fyrsta. Í algjöru meðalári, sem aldrei reyndar kemur, er sem sagt komið vor í Reykjavík 18. apríl, nokkrum dögum fyrr syðst á landinu en nokkru síðar norðar á landinu og þetta gerist fyrr þegar meðalhitinn nær þessari tölu, tímabundið eða að staðaldri. Mælikvarðinn er þó alls staðar sá sami á landinu: þriggja stiga meðalhiti svo gras geti sprottið.
Við segjum því að vor sé í lofti þegar meðalhitinn nær þremur stigum. Oft gerist það dögum saman um hávetur. Stundum er þá talað um vor í lofti þó kuldaköst leggi aftur að. Mér finnst að slíkt ástand eigi fremur að kalla vetrarhlákur og ekki sé tímabært að tala um vor í lofti fyrr en komið er fram í mars.
En hvað merkir þriggja stiga meðalhiti í raun og veru fyrir fólk? Hvað upplifir það úti við í slíku ástandi?
Það fer eftir því hvort veður er þungbúið eða bjart. Þegar úrkoma er má búast við 5-6 stiga hámarkshita og lágmarki upp á svona eitt til tvö stig. Það er nokkuð tryggt að ekki snjói að degi til. Þegar bjart er má búast við 7-8 stiga hámarkshita en jafnvel vægu næturfrosti stundum en oftar þó lágmarki um frostmark eða rétt yfir því.
Það má því segja með öðrum orðum að vor sé í lofti þegar dagshitinn nær að minnsta kosti fimm stigum í skýjuðu veðri en sjö í björtu veðri. Lægri hámarkshiti í björtu veðri myndi varla ná þremur stigum í sólarhringsmeðalhita vegna hættu á næturfrostum.
Sem sagt: tveggja til fimm sex stiga hiti yfir sólarhringinn í þungbúnu veðri, 0 til 7 eða 8 í björtu veðri.
Þá er vor í lofti eftir að kemur fram í mars.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ég hef heyrt að hugtakið vor sé í raun innflutt fyrirbæri sem barst hingað á tímum rómantíkurinnar á 19. öld, þar áður hafi á íslandi alltaf bara verið tvær árstíðir: vetur og sumar. Vorið hefur því aldrei verið skilgreint á almanakinu hér á landi. Mér finnst þó vorið vera mánuðina apríl og maí, en veturinn frá nóvember og út mars, allavega hér í Reykjavík. Yfirleitt í byrjun apríl finnst mér verða sú breyting á að snjór sem á annað borð nær að falla á sér ekki viðreisnar von enda sólin komin það hátt á loft á daginn. En vorið er allavega ekki komið í dag.
Emil Hannes Valgeirsson, 17.3.2008 kl. 14:27
Ég var búin að skrifa afskaplega spaklega athugasemd hér fyrr í dag en var trufluð og smellti þá á einhverja vitleysu svo allt hvarf.
Vildi bara láta þig vita af þessu...
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 21:49
Athugasemdir og bloggfærslur sem hverfa eru bestu athugasemdirnar og bloggfærslurnar. Orð sem aldrei eru sögð eru bestu orðin. Lao Tze hefði ekki sagt þetta betur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.3.2008 kl. 22:27
Nú jæja, þá þegi ég bara hér eftir. Ekki fleiri athugasemdir frá þessum hysteríska aðdáanda - þér er nær að orða þetta svona snilldarlega!
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 23:23
Gildir það sama um sögð orð og skrifuð orð?
Emil Hannes Valgeirsson, 17.3.2008 kl. 23:58
Þú segir nokkuð, Emil...
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 01:32
Eða: Þú skrifar nokkuð, Emil...
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.3.2008 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.