Sannleikurinn leiddur í ljós

Ég át aldrei páskalambið á páskadag. Ég sagði það bara til að gleðja hysteríska aðdáendur mína. Sannleikurinn var sá að ég vakti með uppköstum alla páskanóttina og svaf svo frá kl. 7-12. Síðan hef ég verið alveg eins og aumingi. Ég hef nánast ekkert borðað síðan á laugardag en mikið drukkið af vökva enda þjáist ég af helvítisþorsta. En ég er nú hættur að gubba. Oj, ég gæti samt gubbað yfir því hvað þetta er allt saman ömurlegt.   

Áðan kom systir mín til mín með drykkjarvöru og fleira. Það er enn ekkert lát á flensunni, sem byrjaði á föstudaginn langa og þetta er sú allra versta flensa sem ég hef nokkru sinni fengið.

Mali er alltaf að reka trýnið upp í andlitið á mér og leggst svo ofan á mig hér og hvar. Það eru hans heilunaraðferðir. Hann hefur aldrei verið jafn þægur og góður.

Ég tel víst að veiran eigi eftir að fara í hjartað og heilann enda er hún búin að koma alls staðar annars staðar við.

Kannski að ég eigi eftir að fá viðurnefnið Siggi zombí


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég kann betur við Siggi Sanasól... Vona að þú braggist sem fyrst. Það er hundleiðinlegt að vera veikur....

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 18:10

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hræðilegt að lesa þetta, ég hef eytt helginni í sjúkravitanir. Það er meira ástandið í þessari borg. Heilsist þér!

María Kristjánsdóttir, 25.3.2008 kl. 18:11

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Fórstu ekki til læknis í dag? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.3.2008 kl. 18:47

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Aumingja páskalambið, hvar er það nú?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 25.3.2008 kl. 20:29

5 Smámynd: halkatla

ég las einmitt páskafærsluna þína um daginn og kem svo aftur núna og jú jú, þú ert enn að tala um páskalambið. Sem H.A. segi ég bara að það gleður mig svona la la, meira að þú borðaðir það ekki en að það hafi verið bragðgott samt. Varðandi veikindin vertu þá bara velkominn í hópinn. Rétt eftir að ég "hætti" að blogga fékk ég verstu flensu allra tíma og hún kom jú bókstaflega allsstaðar við nema að ég ældi ekki. Njóttu þessarar litlu sögu - Mali er síðan bara algjör hetja

halkatla, 25.3.2008 kl. 21:05

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Kæri Sigurður, ósköp eru að heyra. Ef menn fá flensu á annað borð er vel við hæfi að fá hana á föstudaginn langa. Kristur reis ekki upp fyrr en á þriðja degi þannig að mér þætti fimm til sex daga lega ekki illa sloppið.

Kötturinn minn, Jökull, gerði bragð úr 11. boðorðinu og réðst til atlögu við gullfiska yngstu dóttur minnar í skjóli hins djúpa reginmyrkurs föstudagsins langa. Hann braut fiskabúrið og við hjónin vöknuðum upp af værum svefni. Mér tókst að bjarga fiskunum og uppskar mikla aðdáun fyrir vikið. Konan segir að ég hafi minnt hana á David Hasselhoff í Baywatch, hver sem það er.

Svavar Alfreð Jónsson, 25.3.2008 kl. 21:09

7 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Góðan bata Nimbus. Bið að heilsa Mala

Svava frá Strandbergi , 26.3.2008 kl. 00:06

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gleðilega upprisu Sigurður, önnur sigurhátíð?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.3.2008 kl. 08:45

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Láttu þér batna fljótt og vel.

Hýsteríunefndin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 14:26

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þú átt mína samúð félagi. Fékk líka pest á föstudaginn langa og varð fyrst rólfær í dag. Nartaði í páskalambið þó lystin væri ekki mikil.

Góðan bata ! 

Ágúst H Bjarnason, 26.3.2008 kl. 18:34

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góðan bata.

Marta B Helgadóttir, 27.3.2008 kl. 22:55

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Nimbus, ég var að vitna í þig í pistli hjá mér. Þakka fyrir mig.

Marta B Helgadóttir, 28.3.2008 kl. 13:12

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú fer hver að verða síðastur að vitna í mig því ég fékk náttúrlega lugnabólgu ofan í flensuna.

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.3.2008 kl. 13:36

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Úfff!  Fyrir alla muni farðu vel með þig.

Drekka nógu mikið vatn, það styrkir líkamann við að vinna á veirunni.

Marta B Helgadóttir, 28.3.2008 kl. 15:34

15 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Þetta er nú ekki nógu gott. Og ég sem var að birta svo fallega mynd af þér- þar ertu nú aldeilis hraustur að sjá!

María Kristjánsdóttir, 28.3.2008 kl. 19:13

16 Smámynd: halkatla

kassí, karí og ég óskum þér góðs bata!

halkatla, 29.3.2008 kl. 15:40

17 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Aumingja strákurinn :/

gerður rósa gunnarsdóttir, 29.3.2008 kl. 18:09

18 Smámynd: Kreppumaður

Ertu ennþá dauður úr berklum?

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 20:04

19 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nú myndi ég hlægja ef ég væri ekki steindauður.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.3.2008 kl. 21:06

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég vona að þér fari að batna, þó þú sért dauður.

Greta Björg Úlfsdóttir, 30.3.2008 kl. 10:33

21 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hysteríska aðdáendur er farið að lengja eftir almennilegu lífsmarki frá líkinu. Ertu ekki að braggast? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.3.2008 kl. 14:00

22 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Er þér ekkert að batna Siggi? Þú hlýtur að vera slappur fyrst þú treystir þér ekki til að blogga hysterískum aðdáendum þínum til yndisauka?

Svava frá Strandbergi , 30.3.2008 kl. 16:25

23 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er búinn að fá hundleið á þessum hysterísku aðdáendum. Og blogginu yfirleitt. Nema veðurbloggi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.3.2008 kl. 17:03

24 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

                     

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.3.2008 kl. 17:41

25 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það hefur sýnt sig margsinnis að sjúkdómablogg er eitt það vinsælasta sem í boði er, með fullri virðingu þó fyrir þeim sem veikir eru.

Emil Hannes Valgeirsson, 30.3.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband