Hvað skiptir máli?

Nú dreymir mig um það að vera í friði og af engum þekktur. Þó ég sé stundum að þenja mig á almannafæri er ég afskaplega hlédrægur og mikið fyrir að lifa í mínu eigin heimi, eiginlega utan við skarkala mannlífsins. Mér finnst ég aldrei hafa tilheyrt mannlífinu í raun og veru. Samt á ég auðvelt með að eignast vini og er í góðu sambandi við fólk þegar ég vill það viðhafa. Ég fann það vel á fordómafundinum í dag, sem heppnaðist afar vel í alla staði, hvað það er mér auðvelt að tala til fólks. 

Mér finnst ég samt alltaf standa utan við. 

Og mér líður bara vel með það.

Undanfarið hef ég verið með bloggógeð sem kemur alltaf og fer annars slagið. Best finnst mér þá að láta sem minnst á mér bera. En af því að ég er líka félagslyndur er mér orðið hlýtt til marga þeirra  sem gera athugasemdir hér á síðunni. Og þó ég hafi sagt um daginn að ég sé búinn að fá mig fullsaddan af hysterískum aðdáendum mínum er þar ekki átt við einstaklingana heldur bara að ég hef ekki verið í bloggstuði og vildi vera einn með sjálfum mér.

Þegar fer að vora eflist alltaf þessi tilfinning mín fram eftir sumri að vera einn með sjálfum mér og njóta vorsins. 

Það er aldrei að vita nema það sé síðasta vorið.

Hvað skiptir máli í lífinu? Að þenja sig á bloggi og standa upp fyrir haus í dægurmálunum eða reyna að skilja lífið einhverjum alvöru skilningi meðan enn er tími til? Útivera, góðar bækur, mikil tónlist, einhver dýpt og innileiki utan við argaþrasið sækir þá að.

Allt sem máli skiptir kemur að innan en ekki utanfrá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já....

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.4.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú ert bara fínn nákvæmlega eins og þú ert!

Heiða B. Heiðars, 6.4.2008 kl. 00:41

3 Smámynd: Bumba

Sæll vinurinn, vonandi gekk fundurinn vel í dag. Var á frábærum tónleikum seinni partinn og naut hans í þaula. Reqiem eftir Verdi. Bið að heils Sigurður minn. Með beztu kveðju.

Bumba, 6.4.2008 kl. 00:52

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Til hamingju Siggi minn, með hvað fundurinn heppnaðist vel. Ég er þrælmontin af þér. Ég ætlaði svo sannarlega að mæta, en sofnaði ekki fyrr en undir morgun, vegna gigtarverkjanna.

Er síðan búin að vera að dunda við að mála seinnipartinn. 

Svava frá Strandbergi , 6.4.2008 kl. 02:29

5 Smámynd: halkatla

ég ætlaði að segja eitthvað rosalega ljótt vegna seinustu færslu þinnar (glatað að geta ekki verið viðstaddur slíkan viðburð og hvað þá að vera áminntur um það á svona harkalegan hátt) en já, er orðin orðlaus

halkatla, 6.4.2008 kl. 03:33

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Já .. Fundurinn heppnaðist mjög vel hef ég heyrt. Til hamingju með það. Mig langaði mikið til að koma en úr varð að ég skellti mér á skíði með systur og barnabörnunum hennar, veðrið var svo einstaklega fallegt. Þegar veturinn er í þann mund að kveðja og vorið rétt á næsta leyti og maður skynjar hvorutveggja eins og veðrið er á höfuðborgarsvæðinu núna alla helgina.

Marta B Helgadóttir, 6.4.2008 kl. 10:20

7 Smámynd: Bumba

Guð sé oss næstur Anna mín, ég ekki fram á annað en að Mbl-blogginu verði lokað sem fyrst verðirðu orðlaus  það yrði þá grátur og gnístran tanna. Beggja vegna. Með beztu kveðju.

Bumba, 6.4.2008 kl. 10:21

8 Smámynd: halkatla

en hvað, var skarinn mættur þarna æpandi og með ólæti til að berja goðið augum?

Bumba, þið megið biðja og vona. Ég hætti aldrei mínum apakattarlátum hvað þá að ég gefi uppá bátinn það eina sem ég er raunverulega góð í, að leika hysterískasta aðdáandann á bloggum

halkatla, 6.4.2008 kl. 11:50

9 Smámynd: halkatla

allir eru vinsamlegast beðnir um að ignora fyrrihlutann í síðustu athugasemd, þessi fíflalæti voru ónærgætin - vorið er að leggjast eitthvað furðulega í mig (kannski ekki skrítið, það er bara risastór snjóskabbl fyrir utan gluggann minn )

halkatla, 6.4.2008 kl. 12:10

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Anna Karen, þú ert ekki lengur bara hysterísk. Þú ert orðin alveg froðufellandi!

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.4.2008 kl. 12:35

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þekki það að standa utanvið.  Furðuleg tilfinning.  Slær mig reglulega.  Gott að vera ekki einn.

Fallegur pistill.

Aðdáandinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2008 kl. 13:32

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fundurinn fvar góður

Framsöguerindin voru öll framúrskarandi, hvert á sinn hátt.

Þakka þér þitt framlag á fundinum Sigurður og ekki síður fyrir frumkvæðið sem þú hafðir að honum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.4.2008 kl. 14:15

13 Smámynd: halkatla

kallast það ekki að vera löggiltur hælismatur?

halkatla, 6.4.2008 kl. 15:05

14 Smámynd: Júlíus Valsson

Sunnudags-Amen

Júlíus Valsson, 6.4.2008 kl. 23:00

15 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Að vera ekki einn um að vera einn ... :)

Maður þarf að hvíla psækið inni á milli, það er víst svo.

gerður rósa gunnarsdóttir, 7.4.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband