Spurning

Dettur engum í hug að sannleikurinn, þægilegur eða óþægilegur, um loftslagsmálin kunni að liggja einhvers staðar á milli bölmóðar alarmisma Al Gores og bjartsýnnar afneitunar Hannesar Hólmsteins?

Auk þess: Þó það sé viðurkennt að hlýnunin,  sem orðið hefur svona síðustu 150 árin upp á um það bil 0,6 gráður í heiminum, kunni að einhverju leyti að stafa af mannavöldum er það ekki það sama og framtíðarspár um gríðarlega miklu meiri hlýnun á nokkrum áratugum héðan í frá. Um þær spár deila menn fremur en um vissa staðreynd um orðna hlýnun enda ekki nema von. Þar er margs að gæta.  

Meira vil ég ekki segja að svo komnu máli enda eru nógur margir aðrir sem vilja ólmir segja allt sem hægt er að segja um þessi mál og meira til og liggja ekki á vitneskju sinni. 

En aldrei hvarflaði það að mér á hafísárunum köldu að einæðisloftslagsdella mín ætti eftir að verða ástríða margra nokkrum áratugum seinna svo verulega hitnaði í kolunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sigurður. Ekki ágætt að sættast á að svo sem helmingur af þessari hækkun á hitastigi um ca 0,6 gráður síðastliðin 150 ár sé af mannavöldum og helmingur af náttúrunnar völdum. Það er nokkurn vegin í samræmi við það sem ég skrifaði hér fyrir áratug.  - Svo má alltaf deila um hvað "helmingur" þýðir nákvæmlega. Þetta eru hvort sem er ekki svo nákvæm vísindi að hægt sé að fullyrða nokkuð. Mín vegna gæti helmingur í þessu samhengi verið einhvers staðar á bilinu 20% til 80%.

Ágúst H Bjarnason, 11.4.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eitthvað klikkaði krækjan hjá mér áðan.    Hér skrifaði ég eitthvað fyrir áratug... 

Ágúst H Bjarnason, 11.4.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband