Vísindamenn láti til sín taka

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hvetur raunvísindamenn til þess á bloggsíðu sinni í dag og í grein í Mogganum til að taka meiri þátt í umræðunum um loftslagsmálin  þó sú umræða sé öðrum þræði mjög pólitísk. 

Það er óhætt að taka undir þetta enda hef ég nokkrum sinumm hvatt til hins sama á þessari bloggsíðu þó ég sé aðeins vesæll áhugamaður um veðurfar. Þögn íslenskra vísindamanna er beinlínis pínleg þegar þess er gætt að leikmenn um loftslagsmálin vaða uppi í blöðunum viku eftir viku. Í dag er Guðni Elísson enn einu sinni að skrifa í Lesbók Moggans. Hann virðist líta svo á að öll gagnrýni á meintan samhug vísindasamfélagsins um að vá sé fyrir dyrum vegna hlýnunar jarðarinnar sé álíka heiðarleg og áróður tóbaksfélaganna um skaðleysi reykinga og virðist telja, í niðurlagsorðum,  að slík gagnrýni sé skortur á raunveruleikatengslum. 

Það væri gaman ef Lesbókin gæti boðið lesendum upp á ærlegar fræðilegar, en samt alþýðlegar, greinar vísindamanna í Lesbók eftir Lesbók um loftslagsmálin.

Raunvísindamenn eiga að skrifa svo góðar greinar um málið að menn gleymi þessari martröð Guðna og Hannesar Hólmsteins í Lesbókinni síðustu vikur. 

Og afhverju í ósköpunum gera þeir það ekki?

Jafnvel umfjöllun Veðurstofunnar á vefsíðu sinni um gróðurhúsaáhrifin gæti ekki snautlegri verið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband