Las í Fréttablaðinu

Ég las í Fréttablaðinu í dag að ég sé með veðrið á heilanum. Það hefur oft verið meiru logið. Í heilanum á mér geisa stundum stormar og sviftivindar en samt er þar miklu oftar sólskinsbirta og þýður blær.

Sumir eru með fótbolta á heilanum. Aðrir eru með peninga á heilanum. Ýmsir er með dóp og brennivín  á heilanum. Og furðu margir eru þessa dagana með kalda stríðið á heilanum. En langflestir eru þó með ekkert á heilanum og ekkert  í heilanum.

Ég get því vel við unað að vera með blessað veðrið á heilanum. 

Í kvöld dreif ég mig á tónleika Kammermúsikklúbbsins sem voru helgaðar Róbert Schumann. Hann var alltaf með geðveika tónlist á heilanum og mikið var nú gaman og yndislegt að hlusta á hana og steingleyma öllum þessum andskotans heilaspuna.       


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband