Veðurdagatal fyrir maí

Hér birtist á fylgiskjalinu eins konar veðurdagatal fyrir maí líkt og  áður hefur komið fyrir ýmsa aðra mánuði, hvað varðar meðalhita sólarhringsins, hámarks- og lágmarkshita, sólarhringsúrkomu og daglegar sólskinsstundir í Reykjavík, ásamt hámarks-og lágmarkshita á öllu landinu.

Um nánari skýringar bendi ég á veðurdagatalið fyrir mars.

Maí er greinilega vormánuður sem getur jafnvel tekið á sig hásumarblæ. Um miðjan mánuðinn er hægt að búast við tuttugu stiga hita í Reykjavík við bestu aðstæður og eftir fyrstu viku mánaðarins hafa allir dagar fram í september sankað að sér tuttugu stigum einhvers staðar á landinu. Um svipað leyti verður meðalhitinn í borginni ekki undir frostmarki þegar kaldast verður. Síðasta þriðjung mánaðarins kemur ekki yfir tíu stiga frost þar sem kaldast verður á landinu. Þannig mætti áfram telja til sannindamerkis um það að maí er boðberi sumarsins.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Skólafólki hefur löngum þótt erfitt að húka inni og lesa undir próf í maí þegar úti skín sól og lífið er að kvikna eftir veturinn.

Einhvern vegin er maí alltaf góðviðrismánuður í minningunni þó að komið hafi þeir mislyndir á stundum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Fríða Eyland

Kærar þakkir fyrir fróðleikinn Sigurður

Fríða Eyland, 3.5.2008 kl. 00:14

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband