Þennan dag árið 1960 mældist mesti hiti sem mælst hefur í nútímahitaskýli í Reykjavík í maí, 20,6 stig. Hitabylgjan stóð í eina fjóra daga, 11.-14. en bæði á undan henni og á eftir var líka hlýtt þó ekki væri um hitabylgju að ræða.
Það sem gefur þessari bylgja sérstöðu er það að hún naut sín einstaklega vel á þéttbýlasta svæði landsins, Reykjavíkursvæðinu. Hvergi á landinu fór hitinn í tuttugu stig nema þar og svo á Andakílsárvirkjun í Skorradal 20,3 stig þ. 13., Hólum í Hjaltadal. 20,0 þ. 15. og á Egilsstöðum 20,9 stig þ. 12. Á Hæli í Hreppum mældust 19,6 stig þ. 11. Á Snæfellsnesi sums staðar og í Ísafjarðardjúpi mældist methiti í maí þó ekki færi hiti þar í 20 stig.
Meðalhiti sólarhringsins þ. 14. var í Reykjavík 14,9 stig, ein 9 stig yfir meðallagi, og hefur jafn mikill meðalhiti aldrei mælst þar í maí. Daginn áður var meðalhitinn einnig mjög hár, 14,5 stig.
Reykjavíkurhitinn þann 14. er dagshitamet fyrir landið en það er ekki oft sem höfuðborgin á Þann heiður. Hitinn við Andakilsárvirkjun þ 13. er einnig dagshitamet. Hins vegar var meðalhámarkshiti á skeytastöðvum alla dagana frá 12. til 14. sá hæsti sem mælst hefur frá og með 1949: 14,80, 14,91 og 14,87 stig.
Hlýindi þessu bárust alla leið frá Suður-Evrópu og Norður-Afríku með hvassri suðaustanátt sem var ríkjandi á hafinu milli Íslands og Bretlandseyja. Henni fylgdi mikið og fallega blátt þurramistur á suðurlandi sem var í rauninni óhreinindi og mengun frá evrópskum iðnaðarborgum.
Mikið veður var gert úr hitabylgjunni í blöðunum enda voru höfuðborgarbúar ekki öðru eins vanir í maí.
Á fylgiskjali má sjá gang hitans á þriggja tíma fresti í Reykjavík alveg frá 9. til 15. maí, ásamt meðalhita, úrkomu og sólskinsstundum.
Árið 1988 komu mikil hlýindi alveg þessa sömu daga í Reykjavík en voru ekki alveg eins mikil. Þá fór hitinn í 18,3 stig þ. 14. og 18,8 þ. 15. Meðalhiti síðari sólarhringsins var sá næst mesti í borginni í maí, 14,8 stig.. Þessi hitabylgja var raunar sterkari en 1960 á suðurlandsundirlendi og í Borgafirði með 21,5 stig á Sámsstöðum, 21,4 á Hellu og 21,0 á Hamraendum í Borgarfirði.
Hér má sjá veðurkort á hádegi dagana 12-14. maí 1960 og kort sem sýnir hvernig hlýja loftið að sunnan þrengir sér í háloftunum norður á bóginn. Einnig Íslandskort á hádegi hlýju dagana 14. og 15. maí 1988.
Flokkur: Veðurfar | 14.5.2008 | 12:36 (breytt 14.5.2014 kl. 19:38) | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Skemmtilegt blogg hjá þér. Þó að veðrir í dag er unaðslegt, þá væri ég alveg til í að eitthvað svipað og veðrið frá 1960 endurtaki sig.
Róbert (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 17:40