5.6.2008 | 23:54
Ísland er ekki ósnortið land
Björk og Sigurrós ætla að halda tónleika til að vekja athygli á ósnortinni náttúru landsins.
Gallinn er bara sá að Ísland er ekki ósnortið land. Þvert á móti hefur hér orðið meiri gróður og jarðvegseyðing af mannavöldum en víðast hvar annars staðar. Jafnvel Kjölur og Sprengisandur voru að miklu leyti gróðri vaxin á fyrri tíð.
Útlendingar halda auðvitað- og víst margir Íslendingar líka - að hið gróðurlausa landslag sé afleiðing af því að loftslagið bjóði ekki upp á meiri gróður. En það er rangt. Loftslagsins vegna gæti verið skógur og annar gróður mjög víða þar sem nú eru naktir melar.
Þetta tal um ósnortna náttúru Íslands er einhver lélegasta goðsögn sem um getur.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ég hef lært næga sögu og jarðfræði til að vita að þetta er rétt. Hitt er aftur staðreynd að mjög stór hluti landsins ER ósnortinn. Þótt gróðureyðing hafi orðið víða er það engu að síður staðreynd.
Og þau eru að halda tónleika til að vekja athygli á náttúrunni - og henni til varnar gegn ásælni stóriðju og virkjana.
Var að setja inn pistil um þetta því ég fagna liðsaukanum gríðarlega.
Lára Hanna Einarsdóttir, 6.6.2008 kl. 01:43
En þau vilja spyrna við fótum - er það ekki rétt?
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 03:31
Siggi, eftir því sem ég veit best, var gróandi á fjöllum mældur.
Girt var af hólf rétt fyrir ofan Búrfell, hvar eingöngu voru melar. Ekkert annað gert en að girða.
Tegundum fjölgaði hratt fyrst um sinn en þar sem bæði fræi og áburði var dreyft ú r flugvélum, minnkaði vægi villtra grasa og blómplantna.
Þekjan varð góð eftir einungis 6 ár. En að því sem búvísindamenn telja, hafi gróður farist vegna kulda OG ofbeitar,(miðað við hitastig og því gróanda), því hafi gróðri farið aftur og blásið þar sem afnag hafi verið of mikið, þannigað rótarkerfið hefði ekki haft undan.
Ekkert land er ósnortið eftir að það hefur verið numið af Homo eitthvað.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 6.6.2008 kl. 10:00
Þau svæði landsins sem helst eru ósnortin eru jöklarnir, eyðisandar og háfjöll en þó hafa ýmsar breytingar orðið á þeim svæðum en ekki af mannavöldum enda er náttúruna ekki statísk. Þetta er ekki stór hluti landsins eins og glögglega má sjá á gróðurkortum. Óbyggðirnar fyrir norðan Vatnajökul þar sem virkjanirnar og margar aðrar óbyggðir eru eru ekki ósnortið land. Þeir sem halda þessa tónleika og fylgismenn þeirra í náttúruvernd vilja hamla gegm virkjunum - eins og ég -en virðast hafa fremur lítinn áhuga á gróður og jarðvegsvernd. Eldgos myndu setja lítinn strik í reikningin, en samt nokkurn, ef engir væru menn og dýr. Það er auðvitað sjálfsagt að sporna gegn frekari náttúrueyðingum en orðum mínum var ekki beint gegn þeim heldur eingöngu að þessari blekkingu sem oft heyrist að Ísland sé í meginatriðum ósnortið land. Ferðamenn trúa því kannski en við ættum að vita betur. Það sem svo Björk segir oft um landið er bara tóm vitleysa. Og hún verður ekki minni þó hún sé Björk.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.6.2008 kl. 11:07
Æði stór hans eyðimörk,
ekki sér þar neina Björk,
hún er bjáni,
hann er kjáni,
Siggi hann nú smíðar örk.
Þorsteinn Briem, 6.6.2008 kl. 13:02
Þótt þetta sé allt satt og og rétt, þá held ég að það sé stórt atriði að landið líti að minnsta kosti út fyrir að vera ósnortið. Örfoka sandmelar eru miklu skárri heldur en Stalínískar stórverskmiðjur.
Emil Hannes Valgeirsson, 6.6.2008 kl. 13:37
"Örfoka sandmelar...skárri en Stalíniskar stórverksmiðjur"? Það fer eftir hvort þú býrð á því svæði og vantar vinnu. Eða ekki. Þar fyrir utan sé ég ekki að Alcoa sé Stalínískt fyrirtæki, þar er ólíku saman að jafna.
Heimurinn getur ekki stjórnast af því hvernig hann lítur út í digital myndavélinni.
Annars er ég sammála kisukallinum að Ísland er langt frá því að vera ósnortið. Þeir sem vilja feika það eru kannski ekki á sömu plánetu og við hin.
Ólafur Þórðarson, 6.6.2008 kl. 15:18
Það er auðvitað hægt að deila endalaust um hvað er ósnortið og hvað ekki.
Mér finnst þetta snúast talsvert um hughrif. Ég hef ferðast býsna um hálendið og oft notið þeirrar upplifunar að finnast ég kannski vera fyrsta manneskjan sem kem á staðinn...ósnortin jörð.
Og útsýnið ber engin merki um mannanna verk, ekki háspennulínur, vegi né veituskurði ber fyrir augu. Þessir staðir eru víða, en fer fækkandi.
Það eru ábyggilega ekki margir staðir eftir niðri í Evrópu sem ná þessu.
Og upplifunin nálgast það sem Laxness ritaði:
„Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu."
barki (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 23:55
Það er ekki umdeilt að Ísland er mjög snortið land gróðurfarslega af mannavöldum. Líka þar sem engin mannvirki eru. Okkur finnst bara örfoka land oft vera "ósnortin öræfi", oft er það ekki upprunalegt landslag. Virkjanir út um allt eru svo annar hlutur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2008 kl. 00:25
I minum augum er Island alltaf fallegasta land i heimi .En thvi midur virdist thu hafa rett fyir ther
Ásta Björk Solis, 7.6.2008 kl. 02:48
Ég er nú að spá í, hvað hvalavein á túni og Björk kumrandi hjá,hafa með "ósnortið" Ísland að gera.Hvaðan fá þau rafmagn til gjörningsins?
Yngvi Högnason, 7.6.2008 kl. 09:05
Af hverju mótmæla þau ekki kindinni? Það er stærsti sökudólgurinn ef einhvern einn er að finna. Þar sem kindin kemst ekki, er gróðurvin.
Í klettum á klettaeyjum og öðrum stöðum. Látum okkur kannast við þetta.
Ólafur Þórðarson, 7.6.2008 kl. 20:58
Líka á hólmum í vötnum og fljótum sem kindur komast ekki í. Þau yrðu nú annars fremur kindarleg ef þau færu að mótmæla kindinni.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2008 kl. 21:33
Já þetta er allt hálf kindarlegt.
Ekki má gleyma þessum djö. skriðjöklum sem skrapa allt af landinu. Það mun lítið sjást af virkjununum eftir næstu skriðjöklasenu.
Ólafur Þórðarson, 8.6.2008 kl. 04:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.