7.6.2008 | 13:10
Klukkufærslan á Seyðisfirði
Seyðfirðingar vilja endilega flýta klukkunni á sautjánda júní. Þeir vilja fá að njóta sólarinnar klukkustund lengur, segja þeir, en hún fer á bak við fjöllin klukkan sjö á kvöldin. Þá fáu daga sem hún skín.
Það er svona að vera í skjóli hárra fjalla. Verst að skuli ekki vera hægt að flytja þau eftir þörfum.
Varla er þetta eini staðurinn á landinu þar sem fjöll eru að flækjast fyrir sólinni. Getur þá ekki verið að fjöldi annarra staða vilji fara að hringla með klukkuna, sumir flýta en aðrir jafnvel seinka?
Nú er það á flestra vitorði - en sumir virðast semt ekki vita það - að við erum á vitlausum tíma nú þegar, klukkustund á undan sólartíma frá 1968. Það verða þá tveir tímar á undan á Seyðisfirði. Afleiðingin verður meðal annars sú að besti tími dagsins helst ekki í hendur við notadrýgsta sólskinið. Það verður langt liðið á daginn þegar sólin fer að ná sér verulega á strik og lofthitinn þá í kjölfarið. Nú þegar er sólarhádegi á austfjörðum fyrr eftir klukkunni en annars staðar á landinu.
Þessi hugmynd er svo mikil vitleysa að maður gæti haldið að hún væri brandari. En Seyðfirðingum er víst fúlasta alvara og ætla að halda borgarafund um málið. Bæjarstjórinn á Seyðisfirði segist ekki halda að þetta muni skapa nokkur vandræði. Maður skyldi þó halda að það vísi einmitt á vesen, ekki síst t.d. fyrir útlenda ferðamenn, að hafa tvö tímabelti í jafn litlu landi og Íslandi. Menn verða að breyta klukkunni þegar þeir fara frá Egilsstöðum og Neskaupstað til Seyðisfjarðar!
Og kannski verður þessi della að eins konar faraldri eins og margar mjög heimskulegar hugmyndir hafa tilhneigingu til að verða, - því vitlausari því vinsælli - að úti um allar koppagrundir fari menn að heimta að flýta klukkunni í sinni sveit á sumrin. Kannski höfum við þá ekki aðeins tímana tvenna á landinu heldur tímana marga.
Ég held annars að klukkumálin séu á forræði ríkisvaldsins en ekki sveitarfélaga. Þau geta ekki breytt klukkunni upp á sitt einsdæmi. Það munu stjórnvöld ekki taka í mál. Ég vona að minnsta kosti að stjórnsýslan sé ekki orðin svo kolrugluð. Sá ágæti maður Vilhjálmur Egilsson hafði ekki erindi sem erfiði með margítrekuðum tillögunum sínum á þingi með að flýta klukkunni.
Best væri auðvitað að við værum alltaf á því sem næst réttum sólartíma og seinkuðum klukkunni í eitt skipti fyrir öll. Klukkan hefur nefnilega áhrif á okkar náttúrlegu lífsklukku. Okkur líður best þegar hún er sem næst eðlilegum sólargangi. Ef klukkan er það ekki er hætt við að menn ruglist alvarlega í ríminu.
Og nú er orðið deginum ljósara að þau ósköp hafa einmitt uppáfallið vesalings Seyðfirðingana!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Við erum í rauninni einn og hálfan tíma á undan hér í Reykjavík og ættum að breyta klukkunni til samræmis við það.
Elías Halldór Ágústsson, 7.6.2008 kl. 14:15
Réttur meðaltími er ein klukkustund á eftir en óþarfi að eltast við hálftímann fremur en gert er í öðrum löndum. Það er hagræðingaratriði. Eftir strangri tímabeltaskiptingu ætti reyndar að vera annar tími á austfjörðum en á vesturlandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2008 kl. 14:29
Hálftíma tímabelti eru ekki óalgeng og eru ekki erfiðari í notkun.
Elías Halldór Ágústsson, 7.6.2008 kl. 14:32
Já, að vísu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2008 kl. 14:36
Lög nr. 6/1968:
Tóku gildi 7. apríl 1968 kl. 01.00.
1. gr. Hvarvetna á Íslandi skal telja stundir árið um kring eftir miðtíma Greenwich."
http://www.althingi.is/lagas/135a/1968006.html
Því er bannað, samkvæmt lögum, að hafa annan tíma á Seyðisfirði en miðtíma Greenwich, árið um kring.
Þorsteinn Briem, 7.6.2008 kl. 20:00
Já, auðvitað, mundu ekki eftir þessum lögum í augnablikinu. Vilhjálmur reyndi hins vegar að setja önnur lög, hafði það fram yfir Seyðfirðinga sem ætla bara að fara sínu fram sjálfir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2008 kl. 21:25
Hvað er at'arna? Voðalega er þetta eitthvað flókið. Ekki einu sinni kettir færu svona marga hringi í kringum heitan graut.
Auðvitað þarf ekki að breyta neinni klukku þarna, það er alltof mikil hræring fyrir alla; útlenda/innlenda ferðamenn, fyrirtæki og allíhúbba.
Hvers vegna í ósköpunum breytir fólkið ekki afgreiðslutíma og vaktaskiptum?
Dæmi: í stað þess að opna verslun/fyrirtæki kl 9 - opnað kl 7 (lok kl 15 í stað 17)
Skólar, dagheimili og allt klabbið flytti sig til og allt passaði og fólkið veit þá líka hvað klukkan er "á Íslandi hinu meira"
Seinúbra sona
Beturvitringur, 8.6.2008 kl. 00:06
Þar sem svo vill til að ég bý á Seyðisfirði verð ég að taka þátt í þessari skemmtilegu umræðu.
Í fyrsta lagi kemur hér fram að klukkan á Austurlandi er Þegar klukkustund á undan réttum tíma. Og hún er klukkutíma og 40 mínútum á undan réttum tíma í Reykjavík. Reykvíkingar eru afar sáttir við það virðist vera. Hví skyldu Austfirðingar ekki vilja slíkt hið sama?
Aðrar Evrópuþjóðir eru með vetrar og sumartíma. Af hverju ætli það sé? Er ekki góðra gjalda vert að vekja umræðu um það mál?
Á nítjándu öld tók Ottó Wathne kaupmaður á Seyðisfirði sig til að hóf siglingar til íslands á veturna fyrstur manna. Á 21. öld gerist það að Seyðfirðingar fara fyrstir íslendinga að vekja athygli á því að það kunni að vera til nokkurra þæginga amörlandinn hafi sama tíma og önnur evrópulönd bæði sumar og vetur af viðskiptalegum foresndum. Mikil viðskipti milli landa eru kveikjan að þessari umræðu.
Seyðisfjörður er umlukinn háum fjöllum á alla vegu má segja. Þess vegna hafa bæjarbúar sérstakan áhuga á að njóta sólar síðdegis. Það má gera með því að flýta klukkunni, eða breyta vinnutíma og opnunartíma fyrirtækja.
Með þökk fyrir góðar umræður.
Jón Halldór Guðmundsson, 8.6.2008 kl. 03:11
Það er rétt að klukkan á Seyðisfirði er í rauninni í öðru tímabelti en í Reykjavík. Þetta kemur t.d. vel fram í veðurathugunum. Hiti er alla jafna mestur um það bil tveimur tímum eftir að sól er hæst á lofti og á austfjörðum er hámarkshiti oft fyrr en ferðinni eftir klukkunni en annars staðar á landinu. En engum hefur nú dottið í hug að hafa tvö tímabelti í jafn litlu landi og menn sættast á að nota það tímabelti sem langmestur hluti landsins er á. Ekki Ég held annars að rö
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.6.2008 kl. 09:46
Ekki má svo gleyma því að við erum nú þegar á sumartíma og það hljóta að vera takmörk fyrir því hvað hægt er að víkja langt frá gangi sólarinnar. Ísland er ekki á sama landsvæði og vestasasti hluti Evrópu og við verðum að sætta okkur við það. Auk þess er Evrópa sjálf í nokkrum tímabeltum þó menn reyni að hafa öll lönd, nema Rússland með sömu tímaskipan. Það er löggjafinn eins og Steini Briem bendir á sem getur breytt klukkunni á Íslandi, ekki einstaklingar eða sveitarfélög eftir eigin þörfum. Hugmynd Seyðirðinga um að breyta klukkunni nær því líkast til ekki fram að ganga enda munu tvö tímabelti í litlu landi skapa ýmsan vanda sem valdið gæti miklum óþægindum og jafnvel tjóni. Ekkert mælir hins vegar á móti því að Seyðifrðingar breyti vinnutíma og opnunartíma fyrirtækja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.6.2008 kl. 09:52
Já, Anna. Hef oft undrast að "hádegið" hjá okkur sem um hálftvö!
Beturvitringur, 8.6.2008 kl. 12:51
Ef Seyðfirðingar flýta sinni klukku munu þeir borða hádegismatinn um kvöldmatarleytið! Og þeir munu alltaf sofa fram til hádegis!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.6.2008 kl. 14:04
Þeir vilja víst flýta klukkunni um tvær stundir. En ef þeir ætla að gera þetta á annað borð sting ég upp því að klukkunni verði flýtt um tólf stundi. Það væri ofurlítið vit í því.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.6.2008 kl. 16:19
Eftir síðustu tillögu (12 stundirnar) er ég mát, samþykki og stend upp; 12 klukkustundir skulu þær vera!
Beturvitringur, 9.6.2008 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.