Vík í Mýrdal í stuði

Í dag varð mesti hiti á landinu 20,5 stig á mönnuðu veðurstöðinni í Vík í Mýrdal. Það var "sól og blíða" náttúrlega með hitanum.  Á sjálfvirku stöð Vegagerðarinnar á Mýdalssandi sýnist sem hitinn hafi komist næstum því í 22 stig mest og hann var 21 stig á heilu klukkutímunum í norðanátt alveg frá kl. 15 til kl. 17 og 20 stig voru kl. 14 og 18.

Rekja má ætt mína í Mýrdal margar aldir aftur í tímann svo ég er alltaf mjög veikur fyrir veðrinu þar. Mér finnst þess vegna skandall að veðurstöðin í Vík skuli ekki koma fram á töflunum með hinum stöðvunum á vef Veðurstofunnar.

Og svo vil ég fara að fá almennilegt Kötlugos!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sól og blíða

meinarðu þá blíðuna hennar Sólar Guðríðardóttur, húsfreyju í Vík?

Brjánn Guðjónsson, 12.6.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er nú meiri blessuð blíðan.

Sigurður Þórðarson, 12.6.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, enda frú Sól margblessuð, í bak og fyrir

Brjánn Guðjónsson, 13.6.2008 kl. 01:00

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Nú rennur upp fyrir mér ljós. Þegar ég á leið um Mýrdalinn finnst mér alltaf eins og þar sé allt morandi í huldum vættum og að ég skynji nið aldanna. Það eru náttúrulega andar áa okkar, sem þar eru á sveimi, sem valda þessum mögnuðu áhrifum á mig.

Svava frá Strandbergi , 13.6.2008 kl. 02:14

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Í Vik er alltaf yndisleg,Ég tek undir med Gudnýju Svövu engin spurning.ætla ad koma allaleidina til Víkur í ágúst og taka tátt í brúdkaupi og vonandi fáum vid svona flott vedur.

Knús inn í daginn frá danaveldi.

Gudrún Hauksdótttir, 13.6.2008 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband