Úrkoma í grennd

Í veðurlýsingu fyrir Reykjavík kl. 18 á netinu var sagt "úrkoma í grennd". Þetta er stundum sagt í veðurlýsingum. En hér var nú samt glaðasólskin og er oft þegar svona er sagt. Er nokkuð vit í því að segja svona þó einhverjar skúraleiðingar sjáist " í grennd" þegar sól er á staðnum?

Má ekki segja bara: "léttskýjað" eða "skýjað" eftir því sem við á og sleppa allri þessari "grennd"?

Annað sem ég fæ ekki skilið: Hvers vegna eru lesnar veðurlýsingar í útvarpinu fyrir veðrið kl. 9 en ekki kl. 18? Er veðrið kl. 9 eitthvað merkilegra en veðrið kl. 18? Hér áður fyrr var að minnsta kosti sagt hvað mikill hiti hafði mælst yfir daginn til kl. 18 og mikil úrkoma en nú er bara ekkert í útvarpinu um daglegt uppgjör.

Það er hæglega hægt að lenda í þeim aðstæðum að hafa ekki aðgang að sjónvarpi eða tölvu, til dæmis í akstri um landið.

Að leggja niður "veðrið kl. 18" í Ríkisútvarpinu var mikið ógæfuspor.  Veðurstofan átti ekki að taka það í mál. Og það hefði ekki gerst ef hún hefði staðið föst á sínu.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er eins og það megi ekki tala um hvernig veðrið hafi verið yfir daginn. Veðrið kl. 18 var auðvitað frábært útvarpsefni, en svo er líka alveg hætt að sýna í Sjónvarpinu Íslandskortið með veðri dagsins og varla talað um það.

Emil Hannes Valgeirsson, 21.6.2008 kl. 09:46

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hárrétt hjá þér Emil! Þetta er fyrir neðan allar hellur. Og veðuráhugamennn hefðu ekki tekið því þegjandi og hljóðalaust ef það hefði gerst eftir að blogg var orðið algengt. Það var einn daginn gerð hallarbylting í veðurfréttamálunum og veðurfregnir RÚV í sjónvarpinu hafa eftir það verið sniðnaqr við hæfi mestu plebbanna.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.6.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband