21.6.2008 | 11:36
Bón og ein spurning til veðurfréttamanna sjónvarpsins
Fyrir skemmstu vék ég að því í bloggi að það hefði verið ógæfuspor þegar hætt var að útvarpa á gömlu gufunni veðurlýsingum frá kl. 18 þar sem flutt var visst veðuruppgjör dagsins. Ágætur veðuráhugamaður tók undir þetta í athugasemdum en benti réttilega á að það er líka "alveg hætt að sýna í Sjónvarpinu Íslandskortið með veðri dagsins og varla talað um það."
Þetta er mikil afturför og hefði bloggið verið búið að festa sig eins í sessi og nú er hefði þessari breytingu ekki verið tekið þegjandi og hljóðalaust af veðuráhugamönnum. En það er kannski aldrei of seint að bregðast við.
Veðurfregnir í ríkissjónvarpinu eru nú bara svipur hjá sjón miðað við það sem áður var.
Ég veit að sjónvarpið hefur sífellt verið að þrengja að tíma veðurfregna en ég trúi því ekki að veðurkorti dagsins hafi verið kippt í burtu af þeirri ástæðu. Ástæðan hefur fremur verið ákvörðun þeirra veðurfræðinga sem sjá um veðurfréttatímana.
(Ekki bætir úr skák að nýlega hafa veðurkortin af Íslandi verið smækkuð svo sjóndapurt fólk á hreinlega erfitt með að greina tölurnar á því):
Veðurfréttir eiga ekki að vera bara spár fram í tímann. Þær eiga líka að vera það sem felst í orðanna hljóðan: fréttir - af veðri. Veðurfræðingar í sjónvarpi ættu því ekki aðeins að vera spámenn heldur líka fréttamenn, segja frá helstu veðurtíðindum dagsins. Það er mikilvægara að mínum dómi að sýna veður dagsins á Íslandi heldur en að eyða tíma í að spá í veðrið í Evrópu
Viljiði ekki gera svo vel að taka aftur upp þann góða sið að sýna veðurkort dagsins með einhvers konar uppgjöri. Er eitthvað sem stendur í veginum?
Með bestu kveðjum
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ég tek heilshugar undir þessa áskorun og greiði henni atkvæði mitt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.6.2008 kl. 12:59
Nú er bara spurningn hvort veðurfréttamennirnir, sem eru nú ekki margir, lesa þetta og ef þeir gera það hvernig þeir bregðast við.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.6.2008 kl. 15:08
Þeir hljóta að bregðast vel við svona frómum óskum frá enn frómari veðuráhugamönnum. Flestum þykir gaman þegar verkum þeirra og vinnu er sýndur áhugi.
Og fyrst við erum byrjuð með óskalista þá vil ég líka gjarnan fá veðurfréttaskýringaþætti. Veðurmolar Sigga storms eru í áttina, ég hef gaman af þeim, en gjarnan vildi ég fá annaðhvort stuttar, daglegar veðurféttaskýringar eða lengri vikulegar þar sem farið væri nánar í saumana á veðrinu og hverju það stjórnast af. Gjarnan mætti fara í samanburð eins og þú gerir og fleira af þeim toga.
Með fyrirfram þökk til veðurfréttamanna og -kvenna.
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.6.2008 kl. 15:18
Ég held reyndar að Sjónvarpið sé mjög áhugalaust um veðrið og vilji helst losna við það. En skipulag veðrufréttanna er samt verk veðurfræðinganna og er líklega einhver verkstjóri í því.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.6.2008 kl. 16:01
Ég sé að þú hefur tekið þetta mál upp og vitnar meira að segja í mín orð. Það er líka eitthvað í uppsetningu veðurfréttanna á RÚV sem veldur því að fólk man ekki stundinni lengur hvernig veðrið á að vera næstu daga. Sennilega eru sýnd alltof mörg íslandskort fram í tímann sem veldur bara ruglingi. Í staðinn mætti kannski fækka þeim og bæta þá við korti með veðuryfirliti dagsins.
Svo er ég viss um að veðurfréttamenn fylgist með þessari síðu, allavega þeir sem hafa áhuga á sínu fagi.
Emil Hannes Valgeirsson, 21.6.2008 kl. 22:37
Sæll Sigurður
Það sjónarmið er almennt ríkjandi meðal sjónvarpsmanna um víða veröld, annarra en veðurfræðinga, að veðurfregnir eigi að vera stuttar og að það eigi bara að tala um spána, ekki gamalt veður. Veðurfræðingar eru almennt á öndverðum meiði, þeir hallast að því að rétt sé að hefja söguna á nýliðnu veðri, það hjálpi áhorfendum að túlka spána og leiði til betri skilnings á veðri, veðurfari og veðurspám þegar til lengri tíma er litið. Þá hafa veðurfræðingar bent á að fréttir fjalli að jafnaði um liðna atburði og að ósekju mætti fækka um 1-2 slíka atburði í fréttum og segja frá liðnu veðri í staðinn, enda oftast áhugaverðara. Í því sambandi benda sjónvarpsmenn á að með tilkomu netsins sé mun minni þörf en áður á að sinna sérþörfum llítilla hópa. Spyrja menn þá hversu lítill hópurinn sé, og verður fátt um svör.
Annars er bakgrunnur þess sem hér er rætt að nú reyna veðurfræðingar að koma miklu meiri upplýsingum á framfæri á mun skemmri tíma en fyrir nokkrum áratugum. Það getur verið snúið, en ekki þar með sagt að ekki sé hægt að gera betur en gert er nú.
Með kveðju og þökk fyrir umræðuna,
Haraldur Ólafsson (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 15:26
Ég vissi það svo sem, að hnífurinn stæði í sjónvarskúnni. En takk fyrir þetta. Er ekki annars hægt að koma veðurvitinu fyrir sjónvarpsmennina?
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.6.2008 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.