Mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi, ekki aðeins í júní heldur allt árið, er 30,5 stig á Teigarhorni við Berufjörð á austfjörðum 22. júní 1939. Sama dag mældust 30,2 stig á Kirkjubæjarklaustri og hefur aldrei mælst þar hærri hiti. Í greinargerð Trausta Jónssonar "Langtímasveiflur V- Hitabylgjur og hlýir dagar", má lesa ýmislegt um þessa óvenjulegu hitabylgju og er því óþarfi að fjölyrða um hana á þessum stað. (Því miður gat ég ekki tengt beint á þessa greinargerð en finna má hana á þessari síðu, hún er nr. 03030). Þess má þó geta að þá mældust nokkur júnímet sem enn standa: Á Fagurhólsmýri 28,5 stig þ. 22; Í Miðfirði, 24,0 stig á Barkarstöðum þ. 21.; á Grímsstöðum á Fjöllum 25,2 þ. 22, í Vík í Mýrdal 25,0 þ. 21. Einnig mældist þ. 21. mesti hiti sem mælst hefur á suðurlandsundirlendi í júní, 25,0 stig á Hlíð í Hrunamannahreppi, skammt frá Gullfossi.
Hitabylgjan stóð dagana 20.-24. og er sú mesta sem komið hefur á landinu í júní. Hvorki meira né minna en 75% allra veðurstöðva sem mældu hámarkshita mældu 20 stiga hita eða meira samkvæmt könnun Trausta Jónssonar. Hér fyrir neðan má sjá ófullkomið veðurkort af hæðinni miklu sem var þá yfir landinu, þeirri mestu sem sögur fara af í júní. Í háloftunum mældist meiri hiti yfir landinu en dæmi eru um nema ef vera skyldi í hitabylgjunum miklu í ágúst 1997 og 2004. Það voru Þjóðverjar sem gerðu hér háloftamælingar um tíma þetta sumar.
Þremur árum áður, nánast á sömu dögunum, í júní 1936 var engu líka en veðurguðirnir héldu æfingu fyrir þessa methita. Þá var veðurlag ekki mjög ólíkt og í hitabylgjunni 1939, hæðarsvæði yfir landinu en þó miklu minna, og mældust 27,8 stig á Teigarhorni þ. 25. sem þá var mesti hiti í júní sem mælst hafði á landinu. Sama dag voru 26,6 stig á Hólum í Hornafirði sem enn þann dag í dag er ársmet þar. Daginn áður mældust 26,7 stig á Kirkjubæjarklaustri og 26,0 á Fagurhólsmýri. Bylgjan stóð frá 24. og til mánaðarloka og er sú þriðja mesta í júní hvað hlutfallslegan fjölda veðurstöðva varðar með 20 stiga hita.
Önnur mesta hitabylgjan eftir þeim kvarða er bylgjan í júní 1949. Þá kom til landsins þurrt loft með miklu mistri frá Evrópu. Segja má að hitabyglgjan hafi byrjað þ. 19. og mældist 20 stiga hiti einhvers staðar á landinu alveg til þ. 28. Á Hallormsstað mældist 20 stiga hiti eða meira tíu daga í röð og sex daga á Grímsstöðum en víða til sveita í fjóra daga. Hlýjustu dagarnir voru 20.-22. Þá var hægviðri og víðast úrkomulaust. Eftir 1949 er þetta talin önnur mesta hitabylgja hvað fjölda stöðva með 20 stiga hita varðar sem komið hefur yfir allt sumarið. Júlí 1980 er í fyrsta sæti. Ekki þarf endilega að mælast allra hæsti hitinn eftir þessum hlutfallsmælikvarða en hann sýnir hve víða hlýindin dreifast. Þessi hitabylgja í júní 1949 var sérlega kærkominn eftir eitthvert kaldasta vor og sumarbyrjun sem um getur. Mesti hitinn mældist 25,5 stig þ. 22. á Hamraendum í Mið-Dölum og hefur ekki mælst hærri hiti á þeim stað. Í Stykkishólmi mældist þ. 20. meiri júníhiti en þar hefur komið í hans löngu mælingarsögu, 22,0 stig og í þrjá daga var þar 20 stiga hiti eða meira sem er einsdæmi. Í Reykjavík mældust 20,4 stig þ. 22 og 20,2 þ. 20. Á Hallormsstað var hámarkshitinn 24-25 stig alveg frá þ. 19.-25. Í fylgiskjalinu má sjá daglegan hámarkshita nokkurra stöðva til sveita þegar hlýjast var. Á Íslandskortum frá hádegi sem hægt er að sjá á netinu koma hlýindin inn til landsins ekki nógu vel fram enda eru það nær eingöngu strandstöðvar sem á kortunum eru. Eitt kort er hér þó fyrir neðan sem sýnishorn.
Í júní 1963 komu tvisvar miklir hitar. Fyrst þann 3. þegar 25 stig komu á Akureyri í rakinni sunnanátt en fyrir sunnan voru þessi venjulegi 12 stig, og svo í lok mánaðarins. Þann 27. mældust 27.0 stig á Skriðuklaustri og stóðu þessir hitar þar fram í júlí. Vestlæg átt var á landinu og dumbungur vestanlands en mjög hlýtt austan til. Eins og sjá má á háloftakorti hér fyrir neðan var um þetta leyti sérlega hlýtt loft yfir landinu.
Þann 23. júní 1974 komst hitinn á Akureyri í 29,4 stig og sló þar með júnímetið á staðnum frá 1939, 28,5 stig. Hins vegar eru áhöld um það hvort mælt hafi verið við staðalaðstæður þar sem hitamælaskýlið er á malbiki. Reyndar var ein grastorfa - og aðeins ein - undir því sem varla hefur þó haft mikið að segja. Næst mestu hitar þennan dag voru 27,4 stig á Dratthalastöðum á Úthéraði og 27,2 á Hallormsstað. Hæð var austan við land en lægð sunnan við það. Hlýindin voru mest á austanverðu landinu en á vesturlandi var líka vel hlýtt, meðalhitinn þ. 23. var t.d. 14,9 stig í Reykjavík, sem er dagsmet, en aftur á móti 20,4 á Hallormsstað. Daginn áður hafði líka verið nokkuð hlýtt en samt ekkert afskaplega, hámark 23,4 á Vöglum Miklir hitar á Íslandi í júní víða um land eru oftast nær mjög skammvinnir, til undantekninga heyrir að þeir séu lengur en í tvo daga og oft aðeins einn dag, en staðbundnir hitar geta varað lengur hér og hvar. Hitabylgjurnar 1939 og 1949 eru því mjög sérstakar.
Miklir hitar voru á austurlandi seint í júní 1986 í mánuði sem var einstaklega sólarlaus og kaldur á vesturlandi, en eftir þ. 20. var hlýtt og bjart fyrir norðan og austan og á suðausturlandi. Hlýjasti dagurinn var sá 28. þegar hitinn á Vopnafirði fór í 25,9 stig. Meðalhitinn á Akureyri var 19,2 stig þennan sólarhring og sá hæsti í júní frá 1949. Þennan dag var reyndar bjart í Reykjavík og mest 16 stiga hiti. Hæð var sunnan við land en lægðabylgjur á Grænlandshafi og Grænlandssundi. Sjá má veðrið á hádegi þennan dag hér fyrir neðan.
Á Vopnafirði mældust 28,6 stig þ. 25. árið 1988 í bylgju sem stóð bara í tvo daga. Einhverjar raddir eru reyndar um það að hitamælaskýlið á þessum árum á Vopnafirði hafi verið óheppilega staðsett. Á Seyðisfirði mældist þennan dag 26,6, stig. Það var suðvestanátt með súld á vesturlandi. Veðrið var reyndar hryssingslegt víða, jafnvel stormur eða rok og stutt í kalt loft.
Í byrjun júni 1997 kom nokkuð góð bylgja á austanverðu landinu þegar 25,5 stig mældust á Egilsstöðum en 24,7 á Kirkjubæjarklaustri þ. 3. Mikið háþrýstisvæði var við landið og rétt sunnan við það og víða var bjart. Ekki tókst veðurguðunum þó betur upp en svo að daginn eftir fór mjög skarpt lægðardrag suður yfir landið og á tólf tímum kólnaði fyrir norðan úr vel yfir 20 stiga hita niður undir frostmark með éljagangi. Í kuldakastinu sem fylgdi á eftir mældist í Vestmannaeyjum mesta frost sem þar hefur mælst í júní frá upphafi mælinga 1878 og eina skiptið á 20. öld! Á háloftakortum hér fyrir neðan má sjá þessi ótrúlegu umskipti hitans í kringum 1400 m hæð milli tveggja daga.
Mjög hlýtt varð í júní 1999, þ. 11, t.d. 25,6 stig á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði og 24,5 á Raufarhöfn í sunnanátt með rigningu á suðurlandi. Í mánaðarlok komu hins vegar meiriháttar hlýindi á suðurlandsundirlendi og varð síðasta dag mánaðarins hlýjast 24,6 stig á Hæli sem er ekki langt frá mesta júníhita á þeim slóðum.
Síðustu hitarnir, sem hér verður vikið að komu í kringum þ. 10. árið 2002 og stóðu í nokkra daga. Þeir náðu sér tiltölulega best á strik á suður- og vesturlandi. Þann 11. mældist mesti hiti sem mælst hefur í Reykjavík í nútímaskýli, 22,4 stig en 22,8 voru þá á Hæli. Daginn áður var meðalhiti sólarhringsins í Reykjavík 16,2 stig, sá hæsti sem þekkist í öllum júní. Á Írafossi mældust 24,7 stig þ. 12. og 23 stig á sjálfvirku stöðinni á Þingvöllum. Einkennilegast er þó að þ. 10. fór hitinn í 24,0 stig í Breiðavík, þeim fræga stað, sem er langmesti hiti sem nokkru sinni hefur mælst á þeim slóðum. Það var hlýr austanstrengur yfir landinu þessa daga og þornaði og hlýnaði vindurinn vel á leið sinni vestur yfir landið.
Eftir þetta hafa engin sérstök hlýindi komið á landinu í júní.
Hér fyrir neðan má sjá veðurkort af Íslandi á hádegi á nokkrum þessara hlýju daga og háloftakort, ýmist í kringum 5000 m eða 1400 m hæð þar sem hitinn sést vel.
Á fylgiskjali má sjá hvernig þessar hitabylgjur og reyndar fleiri "líta út". Frá 1949 sést mesti hiti sem mældist á veðurstöð á viðkomandi degi og stundum á nokkrum öðrum stöðvun einnig. Fyrir þann tíma er eiginlega bara um sýnishorn hæsta hita mánaðarins á veðurstöð að ræða sem kom þann dag sem tilgreindur er. Strangt til tekið getur þá aðeins hæsta tala mánaðarins sagt til um mesta hita dagsins þann daginn með fullri vissu. Þetta sýnir samt nokkuð gang hitans um landið.
Heimildir: Veðráttan; Trausti Jónsson: Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar, 2003; nokkur Veðurstofugögn.
Flokkur: Veðurfar | 22.6.2008 | 16:01 (breytt 11.11.2008 kl. 01:19) | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þetta kalla ég fróðlegt og áhugavert veðurblogg. Þessa heitu júnídaga 1974 var ég barn í veiðiferð með fjölskyldunni í Mývatnssveit og man hvað mér fannst svakalega heitt.
Þórdís (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 17:27
Takk fyrir fróðleik
Hólmdís Hjartardóttir, 22.6.2008 kl. 20:08
Ég dái þessa veðurpistla þína, takk fyrir.
Ekki skemma fyrir þessi kynþokkafullu, litríku kort sem fylgja gjarnan!
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.6.2008 kl. 23:49
Þetta eru erótísk kort! Á hvað t.d. minnir kortið 5. júní 1997 þig á?
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.6.2008 kl. 12:41
Ég kann ekki við að segja það "upphátt", ég er svo feimin.
Lára Hanna Einarsdóttir, 24.6.2008 kl. 16:58