3.7.2008 | 18:22
Grimmd og miskunnarleysi
Vísir sendi Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra nokkrar spurningar varðandi umsókn Paul Ramses og starfsemi og vinnureglur Útlendingastofnunar. Svar Björns var svohljóðandi:
(H)vert mál er skoðað fyrir sig af útlendingastofnun, hún leggur mat á umsóknir og kemst að niðurstöðu um afgreiðslu þeirra. Ef fólk er ósátt við þá niðurstöðu er unnt að kæra hana til ráðuneytisins og/eða leita til umboðsmanns alþingis og dómstóla vegna málsins. Réttarstaða útlendinga hér á landi er skýr og á síðasta þingi sameinaðist alþingi um breytingar á útlendingalögum til að skýra þessa stöðu enn betur. Dyflinarsamningurinn er einnig skýr og honum er beitt af aðildarríkjum hans. Að sjálfsögðu er ekkert ólögmætt eða athugavert að beita þeim samningi frekar en öðrum milliríkjasamningum."
Þá veit maður það. Það er kannski ekkert ólöglegt við þessa afgreiðslu. En hún er að sjálfsögðu svo grimm og miskunnarlaus að furðu sætir. Hún er "ómennsk" eins og Atieno Othiembo eiginkona Paul Ramses komst að orði. Ekki má heldur gleyma því að réttur var brotinn á Paul af yfirvöldum.
Það lætur Björn Bjarnason sig engu skipta. Ekki heldur að fjölskyldu var sundrað. Ekki heldur að Paul er í lífshættu ef hann skyldi verða sendur aftur til Kenía frá Ítalíu sem virðist ekki vera mjög hælisleitavænt land.
Hvernig getur maður sem er svo að segja fæddur inn í valdakerfið og situr í skjóli þess, varinn á allar hliðar af stærsta stjórnmálaflokki landsins og ríkisstjórninni, með góðar tekjur áratugum saman svo segja má að hann velti sér upp úr hóglífi og munaði sýnt svona takmarkalausa grimmd og miskunnarleysi gagnvart þeim sem eiga undir högg að sækja? Hvernig er það bara hægt?
Viðbrögð dómsmálaráðherra eru fullkomlega ómennsk.
Auðvitað mun hann samt láta sig engu skipta hvað menn segja um gerðir hans. Hann situr öryggur í sínu skjóli fjarri þjáningu heimsins. Sinnulaus um þjáningu heimsins. Eykur á þjáningu heimsins og ver afstöðu sína með kjafti og klóm.
Og það er fleira uppi í þessu dæmalausa máli.
Haukur Guðmundsson forstöðumaður Útlendingastofnunar sagði í útvarpinu áðan að eiginkona Ramses sé hér ólöglega. Hann segir að henni og eins mánaðar gömlu barninu verði umsvifalaust vísað úr landi. Reyndar sagðist hann ekki geta rætt þetta mál sérstaklega en lét sig samt hafa það að koma hiklaust höggi á konuna fyrir augum allrar þjóðarinnar. Lítilmennska og hræsni Hauks er blátt áfram sjúkleg.
Og af þessum tilgreindu ástæðum segir hann að það sé tómt mál að tala um að fjölskyldunni sé sundrað.
Frá mannúðarsjónamiði er þessi rökfærsla hans fyrir neðan allar hellur. Og það vekur ugg að henni sé beitt af embættismanni ríkisns.
Hvað er eiginlega að gerast á Íslandi að þessi maður skuli óáreittur líðast níðingsverk sitt með brottvísum Paul Ramsens og hóti öðru verra og dómsmálaráðherra landsins skuli verja það af öllu afli?
Mun þjóðin leyfa þessum vondu mönnum að komast upp með þetta?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 17:37 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Algerlega sammála þér Sigurður. Það eru vondir menn sem gera svona.
Bergur Thorberg, 3.7.2008 kl. 19:46
Af hverju heyrist ekkert í samtökum eins og Amnesty International. Það vantar ekki að þau láti heyrast í sér þegar þau telja að brotið sé á mannréttindum hryðjuverkamanna sem sitja í fangelsum.
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 19:54
Þessi Haukur er djöfull í mannsmynd og ekkert annað, BB er bara samur við sig miskunnarleysið algjört.
halkatla, 3.7.2008 kl. 19:56
Amnesty International hefur reyndar sent dómsmálaráðherra bréf.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 20:27
Ég geri samt ráð fyrir að það sé eins og að skvetta vatni á gæs. Býst einhver við því að stjórnvöld viðurkenni nokkurn tíma að ákvarðanir þeirra séu rangar? Nei, þau munu frekar verja ómennskuna fram í rauðan dauðann. Lætur sig einhver dreyma um að Björn Bjarnason iðrist þessara gerða sinna? Fremur mun hann bæta um betur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 20:31
Þetta er smánarlegt- ekki bara fyrir erfðaprinsinn og útlendingastofnunn - heldur fyrir ríkisstjórnina í heild. Það er aldeilis liðið sem Samfylkingin stundar kossaflensið með. Það verður mótmælastaða á morgun kl 12 heyri ég.
María Kristjánsdóttir, 3.7.2008 kl. 20:48
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra hefur sagt að utanríkisráðuneytið hafi ekkert með málið að gera en sagðist krefjast þess að Útlendingastofnun og Dómsmálaráðuneytið rökstyðji ákvörðun sína. Þegar svona er sagt er það bara meiningarleysi. Útlendingastofnun rökstyður þá ákvörðun sína og það verður látið gott heita hvert sem það er. Það hefði verið mannsbragur á því ef Ingibjörg Sólrún hefði brugðist ókvæða við og fordæmt þessa ákvöðrun. En það gæti kannski spillt ríkisstjórnarsamstarfinu. En fari það samstarf norður og niður sem ypptur öxlum yfir þessu máli.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 20:53
Vondir menn, vondar ákvarðanir.
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 3.7.2008 kl. 21:24
Fullkomnlega sammála þér Sigurður, þetta eru ómennskar aðgerðir og bera þess vott að menn vinni algjörlega án allra tilfinninga. Þarna hefði verið svo auðvelt að finna lausn á málum þessarar litlu fjölskyldu sem allir hefðu getað unað við, hið opinbera og aðrir. En nei, það átti að beita brögðum svo slíta mætti þessa fjölskyldu í sundur og skipti þá engu máli þó manninum yrði komið í þá stöðu að líf hans væri í hættu. Forsætisráðherra Ítalíu, Berlusconi hefur lofað að herða allar reglur gagnvart flóttamönnum og erlendum íbúum landsins. Það vita þessir háu herrar íslenskir sem framkvæma svona gjörning. Megi þeir ævinlega skammast sín fyrir verknaðinn.
Valsól (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:45
Valsól: Þeir munu ekki skammast sín. Þeir munu verja sig því meira sem almenningur fordæmir aðgerðir þeirra. Þeir munu ekki eitt andartak hugsa um þá ógæfu og þjáningar sem þeir valda því ef þeir gerðu það myndu þeir ekki hafa ákveðið þetta. Mér heyrðist jafnvel eins og hlakkaði í Hauki Guðmundssyni yfir því þegar hann sagði að eiginkona Paul Ramses væri hér ólöglega. Ég treysti ekki upplýsingum frá þessum manni nema þær séu staðfestar annars staðar. Þessu slengir hann fram, en segist samt ekki ræða einstök mál. Þvílík lítilmennska! Hann er fyrst og fremst að gera konuna, sem er sannarlega ein og yfirgefin í framandi og fjandsamlegu ríki, tortryggilega. Svo skríður hann heim í sitt öryggi nú í kvöld og sefur hjá konunni sinni eða eitthvað annað huggulegt. Líka Björn Bjarnason. Við eigum ekki að taka gildan þenann virðulega og formlega talsmáta sem þeir vilja ræða málin á. Við eigum að tala um hlutina eins og þeir eru í raun og veru. Og í raun og veru - hvernig sem á málin er litið - er hér verið að fremja sjaldgæft illvirki. Við eigum að kalla hlutina réttum nöfnum. Og þetta er ekki einhver ópersónulegur náttúrukraftur sem á bak við standur heldur einstaklingar. Við eigum að láta þá vita hvaða augum við lítum á þessar aðgerðir og þá sem ábyrgð bera á þeim. Illvirki stjórnvalda eru alltaf framin af svona mönnum, kontóristum sem kippa öllu úr sambandi sem heitir gæska eða mildi. Þykjast svo hvergi hafa nærri komið grimmd og mannvonsku. En við skulum kalla hlutina réttum nöfnum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 22:04
Björn Bjarnason mun ekki hlusta á neinn. Hann er hliðhollur Bandaríkjunum þar sem miskunarleysið er algert gagnvart lítilmagnanum. Þar skiptir persónan engu máli hún getur bara etið það sem úti frýs. BB er einn hættuleagsti maður þjóðarinnar. Hann vill koma upp her og Leyniþjónustu á Íslandi þar sem njósnað er um alla þegna þessa lands eins og þurfa þykir. Við (landslýðurinn) eigum að fórna sjálfstæði okkar, ritfrelsi og öllu sem heitir friðhelgi einkalífsins svo hann geti búið til litla útgáfu af Bandaríkjnum hér uppi á klakanum. Ég kalla og hef lengi kallað þennan menn hættulegasta mann þjóðarinnar. Það versta er að hann, í sínum fílabeinsturni, trúir því að hann sé að gera gagn hér. Mér þykir það skrítið hvað útlendingastofnun var fljót að afgreiða mál tengdardóttur fyrverandi ráðherra. Það gekk greiðlega í gengum kerfið á mettíma. Þegar einhver sem að þeirra áliti er bara einhver lítilmagni, má koma fram við hann eða hana eins og mönnum sýnist. Stundum skammast maður sín fyrir að vera Íslendingur og það er akkúrat á þessari stundu.
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 22:28
Á heimasíðu sinni segir Björn Bjarnason að Útlendingastofnun taki ákvarðanir án samráðs við dómsmálaráðuneytið. Ekki getur hann samt ætlað sér að þvo hendur sínar af málinu því hann segir í yfirlýsingu sinni sem birt er hér að ofan: "Dyflinarsamningurinn er einnig skýr og honum er beitt af aðildarríkjum hans. Að sjálfsögðu er ekkert ólögmætt eða athugavert að beita þeim samningi frekar en öðrum milliríkjasamningum." Það var með vísun til þessa samnings sem Paul Ramses var vísað úr landi þó lög segi að taka megi tillit til sérstakra aðstaðna. Ekki er hægt að skilja þessi orð Björns um að ekkert sé athugavert að beita Dyflinarsamningum öðru vísi en svo að það sé heldur ekki í þessu tilviki. Þess vegna má fullyrða að Björn verji ákvörðun Útlendingastofnunar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 23:25
Þakka þér fyrir góðan pistil.
Þetta er alveg ótrúleg grimmd og níðingsskapur gagnvart þessari fjölskyldu. Það liggur við að ég vilji segja mig úr þessu þjóðfélagi sem styður svona stjórnunarhætti.
Við þegnar þessa lands eigum ekki að láta þetta líðast þegjandi og hljóðalaust - við verðum að gera eitthvað í þessu. En hvað er best að gera? Er einhver undirskriftalisti eða eitthvað svoleiðis í gangi sem maður getur skrifað sig á til að mótmæla þessu níðingsverki? Eða virkar svoleiðis ekkert? Auðvitað mætir maður í mótmælin á morgun. En tekur þá ekki á móti manni hryðjuverkasveitin hans BB með GAS GAS GAS og hrekur okkur í burtu fyrir saklaus mótmæli?
Ég er hreinlega orðlaus yfir þessari mannvonsku.
Helga (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 00:05
Haukur Guðmundsson var bara að réttlæta sjálfan sig þegar hann sagði að eiginkonan væri hér ólöglega. Að því er best verður séð kom Paul Ramses til landsins lögega og sótti um hæli. Kona hans kom hingað líka löglega. En það eru margir mánuðir síðan. Útlendingastofnun dró hins vegar á langinn að afgreiða umsóknir þeirra og á meðan runnu vegabréfsáritanir hjónanna út. Þetta er á bak við það að konan búi hér "ólöglega" og það á að réttlæta sundrungi fjölskuyldunnar.
Spurningin er: Ælta stjórnvöld að halda hlífiskildi yfir Hauki Guðmundssyni og lygum hans sem ræðst á þennan hátt að mannorði saklausrar og varnarlausrar manneskju? Fær hann starfa eftir sem áður í skjóli stjórnvalda?
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.7.2008 kl. 00:19
Varstu búin að sjá þetta Sigurður?
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2008 kl. 00:35
Takk fyrir þetta Jenný. Eiríkur er að benda á það sem ýmsir hafa komið fram með áður en þetta er mjög viðeigandi árétting einmitt núna. Eins og ég er að reyna að koma orðum að eru einstaklingar á bak við þessar ákvarðanir. Það á að herja á þessa einstaklinga og fá þá til að breyta afstöðu sinni eða gera þá valdalausa ella.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.7.2008 kl. 00:44
Já þetta er hryllilegt mál og eins og þú segir Sigurður þá er það aumingjalegt að skýla sér á bak við það að það sé ekki lagabrot og samkvæmt öllum lögum að gera þetta. Einhvern ansk... móral verður fólk að hafa.
Í einu landi á fjórða og fimmta áratugnum fóru menn bara eftir lögum og tilskipunum og voru alsaklausir af því að hafa myrt milljónir manns.
Þeirra svar var líka; mér var þetta fyllilega leyfilegt eftir þeim lögum, reglum og tilskipunum sem giltu.
Jón Bragi (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 04:25
Björn Bjarnason er skoffín af verstu sort. Ef þetta mál varðaði hann eða einhvern honum tengum á einhvern hátt fengi málið auðvitað allt aðra afgreiðslu ...kannski eftir nokkrar símahleranir og njósnir um náungann svo í stíl við upprunann. BB er fæddur inn í stjórnkerfið á Íslandi sem viðgengst aðeins í illa þokkuðum bananalýðveldum og á Íslandi auðvitað og þess vegna sitjum við uppi með skoffínið. Maðurinn er gjörsamlega óhæfur í embætti, siðblindur og sjálfum sér ósamkvæmur í öllu sem hann aðhefst. Þjóðin þarfnast þess að losna við skoffínið úr stjórnkerfinu og dýralæknisfífl ríkisstjórnarinnar þarf að fjúka líka.
corvus corax, 4.7.2008 kl. 08:19
Hann vinnur allavega engar vinsældarkeppni enda búa blóðþyrstir menn eins og hann ekki að góðu karma. Líklegast er hann einn óvænsælasti maður á íslandi í dag.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.7.2008 kl. 10:58
Hvað áttu við Villi geit? Þarf svo að gera upp við þig væni minn!
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.7.2008 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.