4.7.2008 | 20:22
Viðbrögð Mala við Hauki og Sigmari í Kastljósinu
Hvernig stendur á því að hann Sigmar sem oft er grimmur eins og vargur við þá sem hann spyr út úr var eins og slytti þegar hann ræddi við Hauk Guðmundsson? Sigmar sýndist heldur ekki hafa undirbúið sig neitt. Hann virtist taka yfirlýsingu Hauks um ólöglega dvöl eiginkonu Ramses gilda að öllu leyti og spurði engra nánari spurninga út í hvernig því væri farið, hvað þá að hann spyrði óþægilegra spurninga. Ég er handviss um að vel undirbúinn spyrill sem eitthvað hefði kynnt sér lagabókstafi hefði getað leit ýmislegt í ljós. Skýringarlausa staðhæfingu Hauks Guðmundssonar er ekki hægt að taka alvarlega og Sigmar átti einmitt að sýna fram á það. Hefði það verið fagleg vinnubrögð.
Einkennilegt var annars að horfa á Hauk. Hann er maður sem lætur engan bilbug á sér finna og samviskan vefst ekki fyrir honum eða það sem kallað er "mannúð". Enda hefur hann reglurnar á hreinu. Og hann mun óhikað halda áfram á sinni braut. Björn Bjarnason treystir honum líka fullkomlega.
Það fauk í hann Mala yfir linku Sigmars og vélrlænu miskunnarleysi Hauks. Ég náði myndum af því þegar hann mótmælti hástöfum og þegar hann varð svo heitur að hann varð bókstaflega að kæla sig niður.
Loks er bónusmynd af því þegar Mali var að blása á kertið þegar hann átti eins árs afmæli.
Mali er góður köttur. Og í augum guðs er betra að vera góður köttur en vondur maður.
Mali að prótestera.
Mali að kæla sig niður.
Mali að blása á afmæliskertið.
Hægt er að stækka myndirnar mjög með því að smella þrisvar á þær.
Meginflokkur: Mali | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 17:36 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Mikið er hann sætur með opinn kjaftinn.......
Magga (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 21:01
Ég tek heils hugar undir með Mala í þessu máli.
Mjá.
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 21:20
Og nú bíð ég bara eftir postulunum tólf.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.7.2008 kl. 21:29
Sammála!Var hálf reiður líka. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 4.7.2008 kl. 21:32
Algjörlega 100% sammála, ég skildi ekki hvað Sigmar var að hugsa hvað þá gera, þetta var svo vanmáttugt hjá honum.
kv.
PS. Mali Sætur
Linda, 4.7.2008 kl. 22:11
Þið gerið Sigmari rangt til. Hann skilaði sínu með mikilli prýði, enda einn besti spyrill sjónvarpsins.Það kom vel fram í þessu viðtali. Haukur Guðmundsson skýrði þetta tilfinningaþrungna mál mjög vel.
Eiður (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 22:24
Ég er ekki sammála þér Eiður. Mér fannst Sigmar, sem oft er fjári góður, bregðast alveg bogalistinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.7.2008 kl. 22:57
Mali er dýrlegt skoffín!!
Kveðja frá Tító urðarketti, Gosa skuggabaldri og mér, tófunni?
Svava frá Strandbergi , 4.7.2008 kl. 23:23
Má ég biðja um einn Mala í staðinn fyrir hálfvita í mannsmynd.
Ég sá þig í dag og svo var ég rokinn. Meiri stressið alltaf (á karlinum ekki mér
).
Á morgun kl. 12,00 segir Hörður Torfa.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2008 kl. 23:29
Mali er ljós í vondum og guðlausum heimi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.7.2008 kl. 00:30
fáir menn taka Mala fram
halkatla, 5.7.2008 kl. 00:32
Hann Mali fegurðarkóngur er mikið gáfuketti og ég er sammála honum varðandi Sigmar í Kastljósinu í kvöld - ég setti líka upp kryppuna við að hlusta á hann. Hann stóð sig afar illa í stykkinu og meðhöndlaði Hauk með algjörum silkihönskum - eiginlega tiplaði á tánum í kringum hann. Hann hefur oft verið miklu betri spyrill en þetta. Mér fannst eins og hann hefði engan áhuga á málefninu og vildi bara hespa því af í flýti - eins og hann tæki þetta viðtal við Hauk af eintómri skyldurækni. Sjónvarp RÚV hefur oft verið kallað Bláskjár og Útlendingastofnun heyrir undir BB í Dómsmálaráðuneytinu. Maður spyr sig hvort eitthvað samhengi sé þarna á milli.
Mér sýnist hann Mali vera fremur súr á svipinn þar sem hann er að blása á afmæliskertið - ég held hann skilji ekki alveg húmorinn í Malapabba að setja heilan ljósastaur ofan í matinn hans.

Helga (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 00:33
Mali er svo mikið merkikerti að allt verður að vera við hæfi!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.7.2008 kl. 00:36
Nei, Anna Karen! Ert þú við tölvu að kommenta. Ég hélt þú værir í höfuðborginni að djamma!
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.7.2008 kl. 00:42
Ég vissi að Mali væri gáfaður köttur, en að troða sér inní frystir
Hann er ofurgáfaður
Lilja Kjerúlf, 5.7.2008 kl. 11:36
Ein rök gef ég ekki mikið af hálfu Útlendingastofnunar, og það er að þetta sé fordæmisgefandi að meðhöndla Ramses-fjölskylduna út frá mannúðarsjónarmiðum. Í fyrra var nefnilega talað um af raðamönnum þegar kom að tengdadóttur Jónínu að hvert mál væri einstakt og meðhöndlað sem slíkt, og þessi ríkisborgararéttarveiting væri ekki fordæmisgefandi. Skyndilega nú, þá er meöhöndlun á umsóknum einstaklinga í svona málum orðin fordæmisgefandi en ekki einstök.
AK-72, 5.7.2008 kl. 16:27
Þessi maður er ekki tengdasonur ráðherra. Ef svo væri væri hann hér enn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.7.2008 kl. 17:20
Ég legg til að Mali verði gerður að dómsmálaráðherra og ég mér sýnist á svipnum á honum að hann gæti auðveldlega líka stýrt útlendingastofnun með annarri hvorri vinstri loppunni.
María Kristjánsdóttir, 5.7.2008 kl. 18:09
ég er í gestatölvu á mjög anarkísku fyrirmyndarheimili í borginni og þó að það sé mikið fjör og afar gaman, þá fer lítið fyrir djammi. Auk þess deila allir hér depurðinni með Mala, yfir þessu
Sem betur fer veit hin viðkvæma og góðhjartaða Kassandra ekkert um þetta mál og ekki Karítas heldur, þær fá ekkert að vita fyrren allt er um garð gengið. Ég hef ekki enn séð viðtalið misheppnaða, tölvan sem ég er í vill ekkert spila. En svipurinn á Mala segir mér allt sem ég þarf að vita!
halkatla, 5.7.2008 kl. 22:34
Hann Mali er skynsamur köttur, eins og flestir kettir eru
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.7.2008 kl. 02:11
þessar myndir eru rosalegar en Mali er svo myndarlegur að hann slær þær út í raunveruleikanum
halkatla, 8.7.2008 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.