Já, Björn við höfum tilfinningar!

Í dag skrifar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þetta á heimasíðu sinni:

"Haukur Guðmundsson, settur forstjóri útlendingastofnunar, sat fyrir svörum hjá Sigmari í Kastljósi. Besti vitnisburður um, að Haukur hafi staðið sig vel, sést á því, að eindregnir andstæðingar niðurstöðu Hauks og samstarfsfólks hans meðal bloggara telja Sigmar ekki hafa verið nógu harðan í spurningum sínum! Þessu fólki er því miður ekki annt um, að rök fyrir niðurstöðunni séu skýrð, heldur vilja reka það með vísan til tilfinninga. Ákvarðanir innan stjórnsýslunnar byggjast á þeim ramma, sem þeim eru settar í lögum og reglum."

Já, Björn, við höfum tilfinningar og okkur svíður í hjartað. Þekkir þú þá tilfinningu?

Nei, það gerir þú ekki. Ef þú gerðir það myndirðu ekki í fínu ráðherrajakkafötunum þinum verja Hauk Guðmundsson og hrósa honum í hástert og stæra þig af snilld hans. 

Já, og svo veist þú alveg eins vel og aðrir að í andstöðunni við gerðir þínar og undirsáta þinna hafa komið fram ýmis rök. En þú sérð þau ekki eða gerir lítið úr þeim eins og rökum Eiríks Bergmanns Einarssonar.

Það hafa komið fram bæði rök og tilfinningar. Þú og Haukur hafið vissulega ýmis rök. 

En þið hafið engar tilfinningar.

Á verkunum skulum við þekkja ykkur. 

Og það gerir þjóðin.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband