5.7.2008 | 14:21
Útlendingalögin árétta mannúðarsnjónarmið
Mörður Árnason varaþingmaður hefur mælst til þess að dómálaráðherra taki upp mál Paul Ramses og kalli hann aftur til landsins. Það er Birni í lófa lagið að gera ef hann vill.
Á heimasíðu sinni í gær sakaði ráðherran gagnrýnendur sína í þessu máli um að stjórnast af tilfinningasemi en stjórnsýslan yrði hins vegar að styðjast við lagaleg rök í gerðum sínum.
Auðvitað! Og einmitt það var ekki gert. Lög þarf reyndar alltaf að túlka og skýra eftir eðli þeirra og anda. Meðal þeirra atriða eru mannúðarrök sem dómsmálaráðherra mundi líklega kalla tilfinningaleg rök í niðrandi merkingu. Í skilningi sínum á anda, já, beinlís bókstaf laganna, hefur Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra einmitt orðið á í messunni eins og sýnt verður fram á hér að neðan.
Í fyrsta lagi er ekki skylt að fara eftir heimild Dyflínarsamningsins um að senda flóttamenn til þess lands sem fyrst tók við þeim. Það er frjálst val eins og á milli góðs og ills.
Haukur Guðmundsson fullyrðir að eiginkona Paul Ramses dvelji hér ólöglega. Reyndar hafa engar frekari skýringar á þessu komið og það hefur m.a. Toshiki Toma prestur innflytjenda gagnrýnt. Ef lagaskilningur Hauks er að þessu leyti eins klár og í því atriði sem nú verða færð rök fyrir býð ég ekki í trúverðugleika staðhæfingar hans
Jafnvel þótt eiginkonan dveldi hér ólöglega stendur nefnilega svo í Lögum um útlendinga, 11.gr., skilyrði dvalarleyfis: "Veita má útlendingi dvalarleyfi, þótt skilyrðum sé annars ekki fulnægt, ef rík mannúðarsjónarmið standa til þess eða vegna sérstakra tengsla útlendings við landið."
Það er sem sagt ótvírætt tekið fram í landslögum að taka beri tillit til mannúðarsjónarmiða, öðru nafni tilfinningalegra raka.
Í 20. gr. segir að heimilt sé að vísa útlendingi úr landi ef hann dvelur ólöglega í landinu. Það er ekki skylt. Það er matsatriði út frá mannúðarsjónarmiðum meðal annarra sem ekki aðeins eru innbyggð í anda laganna heldur stendur þar beinlínis skýrum stöfum. Auk þess er sérstaklega tekið fram í lögunum að brottvísun af einmitt þessum ástæðum, ólöglegri dvöl (og ýmsum fleirum reyndar) "skuli ekki ákveða ef það með hliðsjón af málsatvikum og tengslum útlendingsins við landið munu fela í sér ósanngjarna ráðstöfum gagnvart honum eða nánustu aðstandendum hans."
Þegar ég í færslu minni í gær gagnrýndi Sigmar Guðmundsson í Kastljósi fyrir að vera illa undirbúinn og sýna linkind við forstjóra Útlendingastofnunar hafði ég meðal annars þessi atriði í huga í Lögum um útlendinga.
Aðalröksemd Hauks um það að gæta verði jafnræðisreglu" við afgreiðslu mála og eitt verði þá yfir alla að ganga fellur því um sjálfa sig af því að lagabókstafurinn segir annað. Hann gerir sérstaklega ráð fyrir frávikum vegna eðli mála. Allt það eðli hnígur að mannúðarsnjónarmiðum.
Þegar Björn Bjarnason skrifar "Ákvarðanir innan stjórnsýslunnar byggjast á þeim ramma, sem þeim eru settar í lögum og reglum", og þykist þar með vera að hafna tilfinningum, blasir við að stofnunin leit einmitt framhjá mikilvægum lagaboðum í afgreiðslu þessa máls.
Jú, Haukur neitar því að Paul Ramses hafi haft mikil tengsl við Ísland. Hann neitar því þá eflaust að taka beri nokkuð mark á skráðum mannúðarákvæðum Útlendingalaganna. Verkin hans tala.
Sú "tilfinningalega" gagnrýni sem andstæðingar dómsmálaráðherra hafa sett fram í þessu máli hnígur auðvitað að þessum mannúðarþáttum sem eru festir í landslög um útlendinga. Hún er ekki einhver óljós tilfinningasemi. Hún er krafa um að landslög séu ekki fótum troðin.
Það var þó gert miskunnarlaust við afgreiðslu máls Paul Ramses. Og það er hrikalegt að sjálfur dómsmálaráðherrann skuli verja það athæfi.
En hann getur enn séð sig um hönd.
Virt landslög og sýnt kristilega mannúð í verki.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 17:35 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Takk fyrir frábæra grein Sigurður, mér skilst að samstarfskona Paul í ABC barnahjálpinni hafi staðfest í fréttum að margsinnis hafi öryggislögreglan komið og leitað Pauls og eins og málum er háttað í mörgum ríkjum Afríku þá þarf ekki að spurja að því ef þeir hefðu fundið hann. Gufað upp og aldrei sést meir er þeirra háttur án þess að opinber dauðalisti sé til. Ég finn til skammar að horfa upp á stjórnsýsluna í þessu máli og þá sérstaklega Björn Bjarnason ráðherra sem greinilega má ekki vera að því að skoða þetta mál að neinu leyti. Hann er svo sem ekki sá klókasti í bransanum miðað við að fatta ekki að allar útstrikanirnar á sínum tíma voru skilaboð kjósenda ..... spurning um að vinna traust þeirra aftur ?
Jón Halldór (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 20:15
þetta er þessum mannfíflum til svo mikillar skammar og háðungar, ég skil ekki hversvegna réttur barnsins til að hafa pabba sinn hér og mömmu sína ó-ofsótta svona fyrstu mánuði ævinnar er ekki aðalatriði þessa máls! (þangað til þau verða send friðsamlega til Svíþjóðar - ef það er svona lífsnauðsynlegt að losna við þetta góða fólk héðan )
Ég held og þetta er bara mín skoðun, að það finnist varla illgjarnari, glataðri, miskunnarlausari og ömurlegri pólitíkus miðað við höfðatölu í neinu Evrópulandi, amk ekki í þeim sem við berum okkur saman við, heldur en Björn Bjarnasaon (enginn getur komið með rök gegn þessu, amk ekki fólkið sem ég þekki) ef þessir menn verða ekki hreknir úr embætti með skömm þá gefst ég uppá íslendingum yfirhöfuð!
halkatla, 5.7.2008 kl. 22:29
Þótt að lögin gefi svigrúm til túlkunar þýðir það alls ekki að sú túlkun sé ekki fordæmisgefandi. Með hverjum úrskurði er verið að skýra lögin, þ.e hvað það þýði að hafa sterk tengsl við landið og hvaða rök teljist til ríkra mannúðarsjónarmiða.
Annars hef ég ekki myndað mér skoðun á málinu þar sem ég hef ekki forsendur til þess að gera það. Þær upplýsingar sem hafa fengist úr fréttum um málið hafa verið mótsagnakenndar, Ramses greinir á við útlendingastofnun um málsatvik og síðast en ekki síst munu aðstæður í Kenýa ekki vera þannig að margir gerist pólitískir flóttamenn. Raunar má það vera að Ramses sé sá eini.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 22:39
Þú Hans.
Þrjátíu pólitískir flóttamenn frá Kenya sóttu um hæli í Svíþjóð bara árið 2007. Ef þrjátíu hefur tekist að komast til Svíþjóðar, hversu margir hafa þá ekki komist til nágrannaríkja í Afríku eða Suður-Evrópu.
Það þarf ekki að leita lengi á netinu til að sjá hvernig ástandið er í Kenýa.
Það er bara vor ástkæri dómsmálaráðherra sem tekst að sjá eitthvað annað...
Jón Bragi (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.