6.7.2008 | 01:58
Flóttamaður að gamni sínu?
Nýjasta útspil dómsmálaráðherra er þetta:
"Ómar Valdimarsson, áður um árabil alþjóðastarfsmaður í Afríku, nú fréttamaður á Stöð 2, sagði frá því í kvöldfréttum, að pólitískir flóttamenn þekktust ekki frá Kenýa, fyrir utan einn, sem hefði afhjúpað opinbert hneykslismál og flúið fyrir nokkrum árum. Hvorki starfsmenn alþjóðastofnana né fjölmiðlamenn í Kenýa teldu nokkurn þurfa að flýja land vegna pólitískra ofsókna, eftir að stjórnmálafriður varð í landinu fyrr á þessu ári."
Ég játa að ég veit ekki hvernig á að bregðast við þessari frétt Ómars eða hvað hæft er í henni. Ætli menn séu virkilega að fara um hálfan hnöttinn bara að gamni sínu til að sæta því öryggisleysi sem flóttamenn þurfa að búa við?
Á athugasemdum við ýmsar færslur á bloggsíðum eru hinar og þessar dylgjur um það að Paul Ramses sé kannski grunsamlegur, sé jafnvel á flótta undan því að hafa framið voðaverk í heimalandi sínu. En sem svar við einni hófsamri en nafnlausri athugasemd við bloggfærslu um það að Ramses þyrfti ekkert að óttast í Kenía sendi kona inn orð sem ég leyfi mér að birta hér.
"Ég þekki Paul Ramses persónulega en ég, ásamt manninum mínum, sé um kirkjustarf fyrir útlendinga í Hvítasunnukirkjunni.
Ég fékk ásamt 2. öðrum að tala við hann kvöldið áður en hann var sendur úr landi. Það sem hann sagði okkur um ástandið í landinu passar við það sem ég hef síðan lesið mér til um. Hann sagði okkur einnig að hans stjórnmálaflokk og Odinga hefði tekist að knýja fram aðild að ríkisstjórn. Þrátt fyrir það hafði hann góða ástæðu til að ætla að hann væri enn í mikilli hættu, hann var raunverulega hræddur um hvað myndi gerast ef hann yrði sendur aftur til Kenýa og hafði miklar áhyggjur af konu sinni og syni. Ástæðan er m.a. sú að lögreglan í héraðinu hans var að leita hans, ekki aðeins vegna stjórnmála afskipta hans heldur einnig vegna þess að hann átti að hafa fengið 6. milljónir sendar frá Íslandi þegar hann stjórnaði ABC í Kenýa og falið þær einhversstaðar, þetta er bull og vitleysa eins og Þórunn Helgadóttir hjá ABC getur staðfest, vegna þessa leitaði lögreglan m.a. af honum í miðstöð ABC.
Áður en hann flúði úr landi, hafði hann verið handtekinn og beittur ofbeldi og pyntaður af lögreglunni ásamt 24. öðrum karlmönnum, þetta gerðist 3. janúar. Vegna þessa hafði hann liðið miklar kvalir, líkamlega og sálarlegar og var hjá sálfræðingi á vegum Rauða Krossins vegna þess.
Hann var raunverulega hræddur um að vera sendur til baka og hann hafði raunverulegar ástæður fyrir ótta sínum. Hann kom ekki til Íslands að gamni sínu eða til að liggja á kerfinu. Hann kom til að hann og kona hans og sonur gætu lifað við öryggi. Hann vann fyrir þeim á veitingastað í Rvk. og þau leigðu sér íbúð sem þau borguðu sjálf af. Þau eru ekki eitthvað hyski sem eru hingað komin af því það er svo gaman að vera hérna! (ekki að þú hafir sagt það nafnlaus, en ég hef séð marga segja það og það gerir mig bálreiða, það gæti ekki verið fjarri sannleikanum!)
Vonandi varpaði þetta einhverju ljósi á aðstæður þeirra.
Kv. Kristín Jóna"
Þetta finnst mér athyglisverð orð og ekki úr vegi að íhuga þau meðfram þeim boðskap sem berst frá dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 17:35 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ómar Vaff....afar grunnhyggið eitthvað hjá honum.
alva (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 02:29
Kannski er fátt skemmtilegra sem tómstundagaman en að vera landflótta...
Burtséð frá því minnir mig nú einmitt að stjórnmála- og mannréttindaástand í Kenya hafi farið hríðversnandi upp á síðkastið og því full ástæða til að ætla að pólitískir flóttamenn þaðan séu fleiri en tveir.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 06:44
Þetta er hreinlega rangt hjá Ómari, var á vefnum fyrir nokkrum dögum að ´leita að fréttum frá Kenya og þar fékk ég allt aðrar upplýsingar. Ætla að reyna að hafa upp á þeim aftur.
Og einsog Hildur Helga segir: Ofboðslega skemmtilegt tómstundagaman að vera landflótta!
María Kristjánsdóttir, 6.7.2008 kl. 09:28
While Luo have slaughtered Kikuyu settlers in their midst in the west, Mungiki thugs have rallied to the tribe and have been busy killing Luo in the Nairobi slums, hoping to ingratiate themselves with the big bosses of Kiambu, Nyeri and Murang'a. There are already as many as 250,000 internally-displaced persons (IDPs) and refugees (into Uganda). Factories are idle, many roads are closed, and food and humanitarian crises loom. In Uganda, Rwanda and the eastern DR Congo, the interruption of fuel supplies coming from Mombasa is threatening transport. Even Tanzania is beginning to feel the economic aftershocks of the disturbances. By a conservative estimate, the Kenyan economy is losing $30 million a day and the loss for the whole region - though anybody's guess - must be far greater
Þetta er úr grein á opendemocracy.net um Kenya frá því fyrr á þessu ári - þar er farið yfir sögulegu þróunina og kosningarnar í janúar, afleiðingar þeirra. Fleiri athyglisverðar greinar um Kenya er að finna þar.
María Kristjánsdóttir, 6.7.2008 kl. 09:47
Það gerir mann hugsi hvers vegna Björn er að leggja svona mikið upp úr frétt Ómars, sem ég held að sé reyndar heiðarlegur og góður fréttamaður, fremur en að bíða átekta þar til bakgrunnur hennar skýrist. Birni finnst greinilega mikilvægt að reyna að gera Paul tortryggilegan eins og hann getur. Hann er í raun og veru að segja: Hann er enginn flóttamaður. Maður sem fer um lönd á föslkum forsendum er náttúrlega mjög vafasamur. Að maður með öll þessi völd og góðu stöðu og fullkomið öryggi í því þjóðfélagi sem hann býr í eins og ráðherran skuli geta fengið slíkt af sér gagnvart varnarlausum manni sem er upp á náð og miskunn annarra kominn, er eitthvað sem menn eiga erfitt með að skilja. Stór hluti þjóðarinnar er beinlínis miður sín yfir þessu máli.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.7.2008 kl. 10:04
http://www.pambazuka.org/en/category/refugees/48953
er áhugaverður vefur um Afríku, þar birtist þessi frétt 20.06.2008
Kenya: World Refugee Day: UNHCR chief meets refugees, IDPs2008-06-20http://www.pambazuka.org/en/category/refugees/48953Printer friendly versionÓmar Valdimarsson er ekki traustur upplýsingagjafi.
María Kristjánsdóttir, 6.7.2008 kl. 10:09
Það er líka merkilegt, Sigurður, að Björn Bjarnason skuli skýla sér -svona aumkvunarlega - á bak við lög og reglur Evrópusambandsins- hann er andstæðingur þess er það ekki?
María Kristjánsdóttir, 6.7.2008 kl. 10:14
Ekki finnst mér líklegt á þremur vikum hafi ástandið í Kenía batnað svo mjög að flóttamönnum sé algjörlega óhætt að snúa heim. Til að stætt sé á því að senda flóttamenn til þess lands sem þeir flúðu frá verður þeimr að að vera eins óhætt og í hvaða öðru landi sem er sem öruggt er tlaið. Ekki er hægt að fallast á að megi senda þá heim þegar einhver hætta, en kannski ekki mikil, er þeim búinn. Við spilum ekki með mannslífin.
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.7.2008 kl. 10:27
Mér finnst þetta vera hræðilegt mál, og skammarlegt fyrir íslensk stjórnvöld. Ég vona svo sannarlega að þau mótmæli sem hér eru á dagskrá, verði til þess að íslensk stjórnvöld endurskoði afstöðu sína, hvar er Össur nú ? Því heyrist ekkert í honum ? Hann er stundum mannlegur allavega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.7.2008 kl. 10:58
Minni á bloggfærslu mína um lögregluna á Suðurnesjum.
Bergur Thorberg, 6.7.2008 kl. 12:36
Hlutur Ómars Valdimarssonar er ótrúlegur í fréttum Stöðvar2. Auðvelt er að Googla saman „kenya violence youtube“ þá fær maður sjónvarpsfréttir virtra söðva frá ofbeldinu sem þar var og klipp frá Kenya-TV og fleirum um málin.
Óumdeilanlegt er að í febrúar voru hundruð þúsunda manna á flótta frá ofbeldinu, Kofi Annan hafði milligöngu þegar stjórnvöld fengust loks til að hlusta með hótunum um þjóðarmorðsákæru Sameinuðþjóðanna yfir höfði sér. Ástandinu var líkt við upphaf hinna skelfilegu atburða í Rúanda.
Fyrir tilstilli Kofi Annn var gerður samningur um stjórn og sáttarferli og Kofi Annan sést lýsa því því yfir að hann voni að eitt ár dugi til að skapa öryggi - og hann voni að fólki verði óhætt að snúa aftur. - Nú er komin júlí eða aðeins 5 mánuðir síðan hundruðum þúsunda var stökt á flótta með þúsundum morða þar sem fólk var brennt lifandi á heimilum sínum og britjað í smátt úti á götum, og ásakanir ganga á víxl í ríkisstjórnarsamstarfinu sem sagt er geta sprungið og allt farið úr böndum aftur. Auk þess mikill fjöldi fólks hefur ekki treyst loforum um öryggi og óttast að það sé ginnt til landsins aftur til fáist færi á því.
Okkar maður var/er á dauðalistanum og ef hann hefði ekki flúið áður en ástandið varð verst er nær víst að hann væri ekki lífs í dag. Vegabréfsáritun hans á Ítalíu er samkvæmt greinagerð útlendingaeftirrlitsins gild frá 12 janúar 2008 og ÚE boðar hann formlega til fundar við sig á Íslandi þann 25. janúar 2008 - ég veit ekki hvenær þar í millitíðinni hann kom til Íslands. Samkvæmt fréttunum á YouTube eru mestar fréttir af grimmdarverkum um mánaðarmótin janúar sem þá ná hámarki eftir að okka rmaður er kominn til Íslands með viðkomu á Ítalíu og því sem betur fer ekki mögulega þátttakandi í ofbeldinu og heldur ekki látið fórnarlamb þarna úti.
Hvað sem því öllu líður finnst mér dæmalaust ósvífið af Ómari Valdimarssyni að halda því fram fullum fetum að þegar 1000 manna eru myrtir og hundruð þúsunda stökkva á flótta í janúar og febrúar geti alvitur hann fullyrt að enginn þurfi að óttast neitt í júni og júl.
Þegar gerðar eru áætlanir um að fá flóttamenn til baka snúast þær um að vinna traust flóttmannanna sjálfra, að þeir trúi því að þeim sé óhætt - ekki það að fá stjórnvöld gistilands til að senda þá nauðuga til baka. Það á Ómar líka að vita að lang flestir snúa aftur þegar þeir eru vissir um öryggi sitt.
Eins og er er ástand í Kenyja aftur ótryggara en verið hefur.
Ef ég hefði verið setttur á dauðalista stjórnvalda eftir kosningar og ógnin verið svo raunveruleg að þúsundir mann hefðu verið drepin og hundruð þúsunda lagt á flótti þá myndi ég ekki treysta á öryggi mitt og fjölskyldu minnar í því umhverfi fyrr en það hefði sýnt sig fyrir fullt og fast að fólki í sömu stöðu og ég væri óhætt.
Helgi Jóhann Hauksson, 6.7.2008 kl. 13:57
Takk fyrir þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 14:17
Góðir pistlar hjá þér Nimbus um þetta mál. Björn Bjarnason er ömurlegur.
Svava frá Strandbergi , 6.7.2008 kl. 14:23
Ótrúlega er Ómar Valdimarsson ósvífinn.
Það er merkileg frétt sem María Kristjánsdóttir bendir á hér ofar þar sem aðeins fyrir fáum dögum er sagt frá heimsókn fulltrúa flóttmannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í einar stærstu flóttamannabúðir heims á landamærum Kenya og Sómalíu. Sjá hér neðar.
Svo er náttúrlega þannig ef þjóðernishreinsanir eða pólitískar ofsóknir beinast að tilteknum markhópi þá náttúrlega linnir morðum þegar sá hópur er dauður eða hefur flúið.
Fyrst og fremst kemur þó skýrt fram fyrir aðeins nokkrum dögum að hundruð þúsunda Kenya búa óttast enn svo um öryggi sitt að þeir kjósa flóttamannabúðir ferkar en heimili sín og heimahaga.
--------------------
Kenya: World Refugee Day: UNHCR chief meets refugees, IDPs
2008-06-20
http://www.pambazuka.org/en/category/refugees/48953
Printer friendly version
On the eve of World Refugee Day, UN High Commissioner for Refugees António Guterres on Thursday concluded a mission to one of the world's largest refugee camps and then met with a group of internally displaced Kenyans who were uprooted in post-election violence earlier this year. He told both groups – Somali refugees in the sprawling Dadaab camp on the Kenya-Somalia border and displaced Kenyans in the town of Naivasha – that his hope is for all of them to be able to go home soon.
http://www.unhcr.org/news/NEWS/485a77332.html
Helgi Jóhann Hauksson, 6.7.2008 kl. 14:29
Kærar þakkir fyrir fínan pistil Sigurður.
Ótrúlegt að kynna sér ekki betur málin áður en ætt er út í svona staðhæfingar. Fréttalið stöðvar 2 þarf að vinna heimavinnuna sína betur, sbr þvættinginn sem þeir báru á borð fyrir þjóðina um daginn um virði tekna af álverum og ferðamönnum (sjá fínan bakþanka Davíðs Þórs í fréttablaðinu í dag). Það er kannski auðveldara fyrir ráðamenn að búa sér til hugmyndir um tortryggilegt eðli flóttamanna en að reyna að sjá aðstæður þeirra í ljósi mannlegra þarfa. Það þarf nú yfirleitt frekar mikið til þess að fólk taki það afdrifaríka ákvörðun að sækja um flóttamannastatus. Í því felast heilmikil persónuleg átök, uppgjöf, vonbrigði osfrv. Ein besta vinkona mín býr í Nairobi á bakvið tvílæsta múra, vopnaða verði og skotheldar dyr að svefnherberginu. Það er ekki líf sem mér myndi hugnast en hún er ein af yfirstéttarpíum þess lands. Hún fer ekki út fyrir virkið nema í fylgd með lífvörðum og sérstaklega nú síðasta árið. Ég vorkenni henni ekkert en þessar aðstæður varpa nú svolitlu ljósi á skelfinguna sem ríkir í hjörtum íbúanna af hvaða samfélagslögum sem þeir eru. Ég segi það sama og Ásthildur, ég skammast mín fyrir íslensk stjórnvöld í þessu máli.Anna Karlsdóttir, 6.7.2008 kl. 14:34
Já, einsog mörg ykkar hér hafa bent á eru fullyrðingar Ómars vægast sagt vafasamar og þessi "frétt" hans virðist koma einsog eftir pöntun.
Hann segir orðrétt "Á síðustu árum hefur aðeins einn Kenya-maður leitað eftir pólitísku hæli utan heimalands síns...".
Ég var að kíkja á statistík hér í Svíþjóð og þar kemur fram að á árinu 2007 sóttu 30 flóttamenn frá Kenya um hæli í Svíþjóð.
Jón Bragi (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 14:46
Ekki ætla ég að taka upp hanskann fyrir Ómar Valdimarsson eða valdamenn í Kenýa. Samúð mín er öll með Paul Ramses - en mál hans verður einfaldlega að athuga betur.
Góða fólk, mér sýnist nú röksemdafærsla Helga Jóhanns vera dálítið misskilin. Er hann að tala um flóttamenn fra öðrum löndum sem Kenýamenn eru að berja á og ofsækja, eða um Kenýanska ríkisborgara eins og Ramses sem starfaði fyrir íslensk hjálparsamtök og virðist tilheyra yfirstétt í Kenýa. Hér dæmi ég vissulega eingöngu út frá brúðkaupsmyndinni hans og þeirri upplýsingu að hann hafi boðið sig fram í kosningum.
Hvað með dulitla heimildagagnrýni? Getur verið að Helgi Jóhann sé að tala um annað fólk en Kenýamenn?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.7.2008 kl. 15:30
Vilhjálmur
Það þarf ekki meira en að kunna dálitla ensku tll að sjá að verið er að fjalla um Kenýanska ríkiborgara sem eru á flótta innan síns eigin lands þó vissulega sé líka talað um flóttamenn frá Sómalíu.
Jón Bragi (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 16:07
Vilhjálmur Örn, það er alveg ljóst að hér er verið að tala um Kenyamenn . Á arogsid.blog.is er líka hægt að fá ákaflega skýrt dæmi um þetta.
María Kristjánsdóttir, 6.7.2008 kl. 16:19
Ég skrifaði nokkrar athugasemdir um þetta hér: http://www.nornabudin.is/sapuopera/2008/07/allt_me_kyrrun_kjoerum_ea_ekki.html
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 19:22
Gaman að fá athugasemd frá þér Eva. Hef lengi fylgst með síðunni þinni, nornin þín!
Sigurður Þór Guðjónsson, 6.7.2008 kl. 19:54
Mér fannst þetta dáldið skrítin fréttamennska hjá Ómari. Talaði um að samkv. hjálparstofnunum væri pólitikusum engin hætta búin í Kenía og allir stjórnmálaskýrendur væu sammála um að Kenýa væri friðsælt (man ekki nákvæmlega hvernig hann orðaði það, en nokkurn vegin svona) Fyrir þessu nefndi hann enga ákveðna heimild heldur taliði um hjálparstofnanir og stjórnmálaskýrendur almennt.
Þetta er bara ekki alveg rétt, eins og bent hefur verið á. Ef maður skoðar sig smástund um á netinu er augljóst að ástandið er viðkvæmt og stutt er í ofbeldið. Skiljanlega þegar aðeins nokkrir mánuðir eru síðan landið logaði í ættbálkavígum.
Svo sagði hann að búið væri að "koma böndum á Mungigki gengið". Það er bara ekkert ljóst. Átök hafa verið milli þeirra og lögreglunnar annaðslagið ekki fyrir löngu. (reyndar hefur lögreglan sætt ámæli fyrir að ganga of hart fram í því sambandi)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.7.2008 kl. 22:06
Já, alveg óskiljanlegt hvað manninum (Ómari V) gengur til að vera með þetta ósanna kjaftæði...
Jón Bragi (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 23:09
Það er þetta sem er svp frábært með netið. Við getum sjálf leitað upplýsinga. Hversu mikið hefur verið logið að okkur áður en við höfðum þennan möguleika...?
Jón Bragi (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 00:17
Talandi um upplýsingar Jón Bragi. Hvaða heimild er þetta með 30 flóttamenn frá Kenya sem sóttum um hæli í Svíþjóð 2007? Er hún á netinu?
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.7.2008 kl. 00:26
HHún er hérna:
http://www.migrationsverket.se/pdffiler/statistik/statistik_2_2007.pdf
Jón Bragi (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.