8.7.2008 | 16:37
Rafræn dagbók um mótmæli og fleira
Það er sagt að bloggið sé "rafræn dagbók". Ég hef reyndar haldið handskrifaða dagbók síðan 3. maí 1962 en nú ætla ég að skrifa dagbók rafrænt fyrir þennan dag, so far.
Ég vaknaði hress og glaður og leit til veðurs. Það er alveg skítsæmilegt. Fór galvaskur að mótmæla í Skuggasundi í hádeginu. Þar voru ekki margir en það segir ekkert um hug þjóðarinnar til máls Páls Ramses. Mótmæli sem einstaklingar boða til eru alltaf fámenn. Það þarf félagasamtök eða einhverja hálf opinbera aðila til að fjölmenni fari að mótmæla. En þessi mótmæli hafa samt þýðingu langt framyfir fjöldann sem mætir á degi hverjum.
Stefán Pálsson flutti snjalla ræðu og sagði að Páll hafi átt í höggi við atvinnumenn. Hugsa sér að hafa atvinnu af því að valda saklausu fólki þjáningum! Þráinn Bertelson talaði líka og sagðist hafa samvisku. Eva Hauksdóttir, norn, framdi að lokum magnaðan nornaseið.
Í dagókum eiga menn að vera persónulegir og hreinskilnir og helst ganga fram af lesendum. Þess vegna ætla ég að játa þann veikleika minn að hafa alltaf fundist Björn Bjarnason mjög áhugaverður maður. Það er eitthvað á bak við frontinn sem mér finnst merkilegt. Ég hef heldur aldrei vitað nokkurn mann sem horfir eins mikið á mig og hann. Meðan ég var að krítisera allt og alla sem tónlsitargagnrýnandi sá ég hann oft á tónleikum. Og hann horfði svo mikið á mig. Hvað var hann að pæla? Ég horfi á þá sem mér finnst vera eftirtektarverðir. Horfi framhjá hinum. Og ef einhver sýnir mér áhuga sýni ég honum áhuga. Þetta er alltaf gagnkvæmt. Spáðu í mig og ég spái í þig, sagði Megas.
Já, ég játa intressu mína í Birni Bjarnasyni.
Well, en áfram með smérið og mótmælin. Þar voru ýmis stórmenni. Þar var Steingrímur J. Sigfússon og Mörður Árnason og Bjarni Harðarson. Allir voru þeir mjög alþingismannalegir. Bjarni er líka maður sem mér finnst eitthvað sjarmerandi við, þó ekki væri nema bókabúðin á Selfossi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var líka eins og drottning og var svo sjarmerandi að það leið næstum því yfir mig. En sú persóna sem sló alla aðra út í sjarmanum var tíkin Lúna sem var með húsbónda sínum, Stefáni Unnsteinssyni vini mínum.
Það er skítt hjá forsætisráðherra að segja það eitt að að í afgreiðslu máls Páls Rameses hafi í einu og öllu verið farið eftir lögum og reglum. Það er reyndar vafasamt af því að í lögunum er gert ráð fyrir mati á mannúðarsjónarmiðum. Það er ekki eithvað sem stendur utan við lögin. Afhverju átta menn sig ekki á þessu? Eru menn ekki læsir? En með þessum orðum er forsætisráðherra einfaldlega að leggja blessun sína yfir brottvísun Páls. Ekkert hafi verið athugavert við hana. Hvað æðstu ráðamenn eru alltaf sjálfum sér líkir.
Ég var að fá ímeil frá sjálfri Tótu pönkínu. Hún lætur vel af sér þó hún sé hætt að blögga. Hún kenndi mér að blogga og allt sem ég kann í blogstælum er stælt eftir henni og nú ég þykist sjálfur alltaf vera að hætta að blogga henni til samlætis en hætti samt aldrei. Ég held að bloggið sé uppfinning djöfulsins! Já, ég er að verða þæl trúaður í seinni tíð. Ég ætla að klára að blogga um veðrið í öllum mánuðum ársins. Svo hætti ég og sest í háhelgan stein.
Það skásta við bloggið er að það gefur hverjum bloggara færi á að sýna á sér ýmsar hliðar. Menn geta bloggað um alvarleg þjóðfélagsmál jafnt sem látið eins og fífl.
Vel á minst. Frægur bloggari heimsótti mig í gær. Í dagbók eiga menn að vera hreinskilnir og ég vona að ég megi segja frá þessu. Þetta var hvorki meira né minna en hún Anna Karen. Hún var reyndar að skoða hann Mala fyrst og fremst. Enda er hann eitt af undrum veraldar. Frá því ég fékk Mala er hér stöðugt rennerí af aðdáendum og sumir koma með gæludýrin sín til að líta goðið augum. Áður kom hér aldrei nokkur maður eða nokkurt annað kvikindi.
Mjá, það held ég nú.
Jæja, þá er þessari rafrænu dagbók lokið í bili og ég þarf að fara að undirbúa bloggfærslu um sjóðheitustu júlímánuði.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ég, Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.12.2008 kl. 17:34 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Áhugi þýðir ekki endilega velvild.
Lára Hanna Einarsdóttir, 8.7.2008 kl. 17:53
Bíbí hefur áhuga á Sigga og Anna Karen hefur áhuga á kettinum hans Sigga.
Og sjá! Það er fullkomnað!
Þorsteinn Briem, 8.7.2008 kl. 18:35
..það hafa verið þarna margar silkihúfur.
Ekki slæmt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2008 kl. 19:35
En ég svipaðist um eftir einni allra fínustu silkihúfunni. En hún hefur líklega verið heima að blogga!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.7.2008 kl. 19:47
jahá, síðan 3. maí 1962!!!
Ég verð nú að segja að mér fyndist svolítið " veird " ef starað væri svona á mig og fylgst með mér, hvað þá á einhverjum tónleikum, nema ég væri að troða upp sko En ég sé ykkur BB þarna í anda, starandi á hvorn annan á miðjum tónleikum..
alva (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:15
mín fimmtán sekúndna frægð er löngu liðin sem betur fer, og þá get ég einmitt sinnt því betur að vera almennilegur Malaaðdáandi auðvitað fá menn ekki nóg af skottinu hans Mala.
halkatla, 8.7.2008 kl. 22:12
horfst í augu við BB! ekki frýnileg tilhugsun!
halkatla, 8.7.2008 kl. 22:13
Ráðamenn munu ekki viðurkenna mistök í máli Paul Ramses fyrr en í fulla hnefana - þeir munu neita því þar til þeir verða helbláir í framan. (sumir þeirra eru m.a.s. nú þegar komnir með bláar hendur - eða eigum við að segja bláar krumlur). Ég ætla allavega að vona að þessi málsmeðferð hafi fremur verið mistök og hugsunarleysi heldur en hrein og klár mannvonska.
Annars erum við virkilega í vondum málum hérna á Klakanum. Verri en ég hélt.
Setjast í helgan stein?! Þú ferð nú ekki að gera honum Mala það að hætta að blogga um hann. Hann sem er mesta gáfuketti landsins! Rödd hans verður að heyrast. Við erum mörg hérna úti sem treystum á fregnir af honum reglulega.
Helga (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 01:00
Kannski að ég setjist þá bara í vanhelgan stein.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.7.2008 kl. 01:13
Þetta var aldeilis skemmtileg dagbókarfærsla hjá þér þó hún væri rafræn.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.7.2008 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.