20.7.2008 | 16:44
Að kaupa sér réttlæti
Yfirlýsingar í minningargreinum vegna andláts eins Hafskipsmannsins hafa vakið athygli. Það er auðvitað viðkvæmt mál að menn fjalli um gömul og ný deilumál í minningargreinum. Dauðinn vekur alltaf upp sorg og sárar tilfinningar. Mér mundi ekki detta í hug að blogga af slíku tilefni ef Vísir. is hefði ekki þegar gert það að fréttaefni og menn í stórum stíl í minningargreinum látið sterk orð fjalla um gamalt mál sem var og er enn umdeilt með þjóðinni.
Það var nýmæli í einni af minningargreinunum í Morgunblaðinu að ein þeirra hafði fyrirsögn, "Ábyrgð og réttlæti" eins og hver önnur blaðagrein eða bein yfirlýsing. Þetta var líka yfirlýsing fremur en eitthvað annað frá Björgólfi Guðmundssyni og Páli Braga Kristjónssyni um það að unnið sé að því að gera upp Hafskipsmálið. Í frétt Vísis is. segir:
"Fregnir hafa borist af því að hópur sérfræðinga á vegum Björgólfs hafi misserum saman unnið að því að velta við öllum steinum í málinu. Í minningargrein Björgólfs og Páls Braga um Ragnar segir að undanförnu hafi bakgrunnur Hafskipsmálsins og málareksturinn verið tekinn til gaumgæfilegrar skoðunar, með það að markmiði að leiða allan sannleika málsins í ljós. Af þeirra hálfu sé Hafskipsmálið ekki uppgert."
Nú þekki ég sögu Hafskipsmálið ekki vel og hef engar sérstakar skoðanir á henni. Fulla samúð hef ég þó með öllum sem telja sig vera rangindum beitta.
Það er hins vegar ýmislegt sem vekur upp spurningar í frétt Vísis. Hafskipsmálið varð dómsmál og voru endanlegir dómar kveðnir upp. Þeim dómum verður ekki breytt nema málið verður endurupptekið.
Stefnir þessi sérfræðingavinna á vegum Björgólfs að því að fá dómsvöld til þess að taka málið aftur upp? Auðvitað er ekkert að því en saksóknari metur hvort ástæða er til að taka máið aftur upp en ekki málsaðilar.
Hins vegar finnst manni að fremur en að endurupptöku fyrir dómstólum sé stefnt að því að koma út einhvers konar skýrslu sem eigi að segja "sannleikann" um málið og hún eigi svo að tala sínu máli frammi fyrir almenningi og yfirvöldum við hliðina á dómsniðurstöðunni, sem hafi þá ekki sagt sannleikann um málið, eða kannski öllu heldur gegn henni. Þó hinn formlegi dómur standi þá eftir sem áður óhaggaður sitjum við þá uppi með einhvers konar annað álit sem fyrst og fremst á að vinna samúð almennings. Það álit er beinlínis keypt af þeim sem dómar féllu á og hlýtur að vera erfitt að fallast á trúverðugleika slíkrar rannsóknar eða "uppgjörs".
Mörgum finnst þeir hafa verið óréttir beittir af dómstólum. Næstum því allir þeirra hafa orðið að sætta sig við það. Minna má á að margir telja að sakborningarnir í Geirfinnsmálinu hafi orðið fyrir dómsmorðum. Í þeim hópi var jafnvel Davíð Oddsson meðan hann var enn forsætisráðherra. Endurupptöku málsins hefur verið hafnað og þeir sem dæmdir voru hafa ekki efni á því að fá sérfræðinga til að vinna "uppgjör" um málið sem síðan verði kynnt fjölmiðlum með látum, allt til þess að gera þá saklausa fyrir sjónum manna þó lögformlega dómsorðið standi.
Það sem er verið að boða í þessari fordæmislausu minningargrein Björgólfs og Páls Braga í Morgunblaðinu er þetta: Að upp sé að rísa eins konar óformlegur dómstóll auðmanna sem gefi þeim sem til þeirra teljast aukadómsúrskurð um orsök, eðli og niðurstöðu mála.
Og það er auðurinn einn sem gerir þeim kleyft að kaupa sér aflát verka sinna framhjá dómstólunum. Það er ekki réttætið sem slíkt sem gerir það jafnvel þó réttlætið kunni að hafa verið dótum troðið. Það eru peningarnir og ekkert nema peningarnir.
Morgunblaðið verður svo að svara því fyrir landsmönnum, sem skrifa mikið af minningargreinum í blaðið, hvort það ætli að leyfa það í framtíðinni að menn skrifi greinar og eins konar ádeilur með sérstakri fyrirsögn í minningargreinum þar sem menn geta haldið áfram að reka gömul og ný deilumál. Ef blaðið ætlar ekki að gera þetta framvegs verður það að svara því hvers vegna brugðið var út af venjunni í þetta skiptið. Hvers vegna minningargreinadálkum Morgunblaðsins var breytt í nokkurs konar orrustuvöll fyrir réttlæti handa nokkrum auðmönnum landsins. Njóta þeir sérréttinda hjá blaðinu?
Vísi is. birtir ýmis ummæli landsfrægra manna sem komu fram í minningargreinum blaðsins við þetta tækifæri:
Hafskipsmálið er vonandi síðasta galdrabrennan" á Íslandi,"
Pétur Sveinbjarnarson.
...stærsta og alvarlegasta réttarfarshneyksli Íslandssögu síðari tíma."
Sigurður Hafstein.
Hafskip var knúið í gjaldþrot."
Helgi Magnússon.
Samfélag okkar á eftir að horfast í augu við sjálft sig vegna Hafskipsmála..."
Styrmir Gunnarsson.
Alltaf hefur mér þótt það misráðið að nota minningargreinar til ásakana því það eru alltaf einstaklingar sem fyrir þeim verða þó ekki séu þeir nafngreindir og þeir eiga óhægt um vik að bregðast við þeim vegna þeirra viðkvæmu aðstæðna sem dauðsföll eru. Menn eru í þessum minningargreinum Morgunblaðsins jafnvel kallaðir dusilmenni og tækifærissinar sem hafi verið í hatursherferð. Geta menn ekki komið þessu að í almennum blaðagreinum um sögu Hafskipsmálsins?
Margir komu að Hafskipsmálinu, rannsóknarlögreglumenn, lögfræðingar, saksóknarar, dómarar og síðast en ekki síst fjölmiðlar, t.d. Helgarpósturinn sem margir telja að hafi átt stóran þátt í málinu.
Og á nú að fara að efna til galdrabrenna gegn þessu fólki meira og minna? Það voru einstaklingar em rannsökuðu málin og dæmdu þau og það voru einstaklingar sem skrifuðu um það í fjölmiðla, "dusilmenni" og "tækifærissinnar". Er allt í lagi að efna til nýrra galdrabrenna ef það eru "réttir" menn sem settir verða á bálið?
Eins og áður segir hef ég samúð með öllum þeim sem beittir eru rangindum og er hvorki með eða móti neinum í Hafskipsmálinu.
Það sem er hins vegar að gerast frammi fyrir allra augum er þetta: Auðmenn þykjast geta keypt sér réttlætið með eigin rannsóknum og eigin niðurstöðum. Og þeir vefja Morgunblaðinu um fingur sér og fá það til að brjóta einhverja rótgrónustu hefðirnar á síðum blaðsins: að minningargreinar verði ekki vettvangur þjóðfélagslegra átaka.
Þetta hvort tveggja finnst mér ískyggileg þróun.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 17:30 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þegar ég var lítill patti þá sagði afi mér að sigurvegarinn skrifaði alltaf söguna, en góðir rithöfundar fá að skrifa skáldsögur.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 20.7.2008 kl. 17:25
Ég kynntist Ragnari lítillega þegar ég var sendisveinn hjá Olíufélaginu Skeljungi HF, en hann var þá framkvæmdastjóri. Ég held að ég geti fullyrt að fáir eða engir á meðal yfirmanna þess fyrirtækis voru betur liðnir en einmitt hann, en hann þótti hvers manns hugljúfi; framsýnn, hugmyndaríkur, réttsýnn, alþýðlegur og þægilegur í viðkynningu.
Í upptalningu á þeim sem sem komu að Hafskipsmálinu gleymdir þú að nefna bankaráðsmenn og fjármálaráðherra, en það var einmitt aðkoma þessarra aðila sem mér þótti hvað forvitnilegust á sínum tíma, mikið frekar en sjálfra Hafskipsmanna.
Elías Halldór Ágústsson, 20.7.2008 kl. 18:06
Hárrétt athugað. Blað Björgúlfs og allra landsmanna hlýtur að skýra sitt mál, eða biðjast afsökunar á dómgreindarleysinu.
Rómverji (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 18:28
Sigurður Þór Guðjónsson;
Þú skrifar; "..........brjóta einhverja rótgrónustu hefðirnar á síðum blaðsins: að minningargreinar verði ekki vettvangur þjóðfélagslegra átaka."
Þurfa minningargreinar að vera eitthvað smjörsmurt kerlingavæl? Ragnar Kjartansson var hetja sem var ódrengilega hogginn niður af þeim er síst skildi (að mínu mati) hans eigin mönnum, þá aðallega í Sjálfstæðisflokknum.
Elías Halldór Ágústsson ritar í athugasemd hér á undan að Ragnar hafi verið góður yfirmaður, hvers manns hugljúfi, réttsýnn, o.s.frv. Ég get tekið undir það, því ég var svo heppinn að fá að vinna í Hafskip á meðan á uppgangi þess stóð sem hæst. Hinsvegar var Ragnar Kjartansson ekki bara hvers manns hugljúfi. Það ver betra að hafa hann með sér en á móti sér. Hann var svo sannarlega réttsýnn, en þá einnig fyrir sig. Hann þurfti því miður að missa heilsuna. Það er gott að fá að lesa það í minningargrein um Ragnar Kjartansson að minning hans skuli höfð í heiðri. Að hann á máttuga vini sem taka upp gunnfána Ragnars og halda honum hátt á lofti í minningu góðs drengs.
Kær kveðja, Björn bóndi.
´
Sigurbjörn Friðriksson, 20.7.2008 kl. 18:48
Ekki ætla ég að draga mannkosti Ragnars Kjartanssonar i efa en bloggfærlsa mín fjallar ekki um hana. Ekki gleymdi ég svo að nefna neinn, þetta var bara sýnishorn. Það er heldur enginn að biðja um smjörsmurt kerlingarrvæl, það er bara hugdetta Björns bónda. Ég er fyrst og fremst að benda á það sem á sér ekki hliðstæðu í minningargreinum: að þær séu orðnar sjálfstæðar greinar með sér fyrirsögn. Þá finnst mér að allir megi skrifa þannig. Ég er mest á móti þessari sérmeðhöndlun sem hugsanlega er að koma þarna fram.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.7.2008 kl. 18:57
Góður pistill hjá þér Sigurður.
Réttlætið hefur á sér margar hliðar. Einhvern tímann var sagt eitthvað á þá leið, að ef gera ætti út af við einhvern þá væri eins gott að gera það almennilega. Það hefur greinilega ekki gengið eftir með Hafskipsmennina. Þeir eiga enn eftir að segja sitt síðast orð. Spyrjum að leikslokum.
Júlíus Valsson, 20.7.2008 kl. 19:46
Þú ályktar nú um fleira en fyrirkomulag minningargreina í Morgunblaðinu Sigurður. Þú fellir sleggjudóma um málefni, sem þú þekkir ekkert til. Ættir að bíða þar til öll kurl koma til grafar.
pbk
Páll Bragi Kristjónsson (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 20:54
Páll Bragi: Hvaða sleggjudóma er ég með? Hefði ekki verið viðkunnanlegra að nefna þá? Orð þín eru þess vegna marklaus þó ónotatónninn fari ekki framhjá mér. Maður finnur alveg þóttann og kuldann gegnum allt tölvukerfið.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.7.2008 kl. 21:34
Júlíus: Ég er ekki að segja að Hafskipsmenn geti ekki haft eitthvað mikið til síns máls. En ég er að segja - og það er mér alvörumál - að það eru EINGÖNGU hinir ríku sem geta gert uppgjör við gömul dómsmál þó margir aðrir telji að á sig sé hallað. Og mér finnst Morgunblaðið hafa gerst þarna auðmjúkur þjónn þeirra auðmanna sem í hlut eiga. Ég á eftir að sjá annað eins gerast í blaðinu þegar aðrir eiga i hlut sem minna eiga undir sér. En þó ég segi þetta er ég alveg opinn fyrir öðrum sjónarmiðum en mínum eigin.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.7.2008 kl. 22:08
Svo vil ég biðja menn að gleyma því ekki að í langflestum tilfellum er einmitt gert út af við menn sem finnst þeir hafa sætt ranglátum dómum. Þeir hafa ekki afl til að rísa upp og fá engan stuðning. Og öllum er sama og Morgunblaðið steinþegir og Björn Ingi Hrafnsson skrifar ekki eitt einasta orð. Þetta er m.a . það sem ég er að reyna að segja. Menn geta kallað það sleggjudóma en réttlætið í svona kringumstæðum stendur bara þeim auðugu til boða.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.7.2008 kl. 22:13
M.a. þetta Sigurður: "Það sem er verið að boða í þessari fordæmislausu minningargrein Björgólfs og Páls Braga í Morgunblaðinu er þetta: Að upp sé að rísa eins konar óformlegur dómstóll auðmanna sem gefi þeim sem til þeirra teljast aukadómsúrskurð um orsök, eðli og niðurstöðu mála."
Vona samt þér verði ekki mjög kalt um hásumartíð.
pbk
Páll Bragi Kristjónsson (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 22:20
Tvennt sem ég verð hér að árétta: endurminningar mínar eru frá því ég var 12-14 ára gamall.
Síðari málsgreinin er um mál sem mér brennur meira í brjósti.
Elías Halldór Ágústsson, 20.7.2008 kl. 22:42
Já, Páll, að því er mér sýnist þá er þetta tilraun manna, kannski réttmæt, til að gera "uppgjör" við orðinn hlut sem væri ógerlegt að gera nema fyrir þá sem geta borgað þá miklu vinnu sem í því felst að velta við hverjum steini og gefa skýringu á atburðum sem líklega eru allt aðrar en þær sem dómsniðurstaðan hvíldi á. Þessar skýringar eiga svo að vera þær réttu, annars væri enginn tilgangur í því að koma þeim á framfæri. Ég var því ekki með neina sleggjudóma heldur nokkuð rétta lýsingu á því sem þetta á að vera hvort sem mönnum líkar orðalgið eða ekki. Þetta geta ekki aðrir en ríkir menn en þar fyrir getur vel verið að þeir hafi verið órétti beittir og gott sé að fá þessar skýringar. Ég er fyrst og fremst að benda á að slíkar skýringar eða leiðréttingar eða hvað á að kalla það verða aðeins gerðar af þeim sem eiga mikla peninga og hafa hin og þesu ítök í krafti þeirra. Bollaleggingar mínar standast því í meginatriðum. Ég viðurkenni hins vegar að ég veit lítið um innri rök Hafskipsmálsins en tillag mitt víkur ekki að þeim atriðum. Það er ekki nauðsynlegt að þekkja þau til að átta sig á því sem ég er að segja. Svo ég segi það enn og aftur - og það örlaði líka á því í Baugsmálinu - : ríkir menn sem verða fyrir ákærum og dómum geta í krafti auðsins komið sér upp sjálfstæðum rannsóknum og niðurstöðum um sakarefnin sem eiga auðvitað að hafa þjóðfélagsleg áhrif, t.d. velvild almennings og fjölmiðla, þó þau séu ekki jafngildi dómsniðurstöðu og miða að því að styrkja stöðu þeirra og virðingu í samfélaginu. Ég er ekki að segja að þetta sé eitthvað ljótt í sjálfu sér en það skapar samt ákveðið ójafnvægi í möguleikum borgaranna til að endurheimta stöðu sína í samfélaginu eftir sakamál. Og meðan ákærur eru enn gegnfar út og mál dæmd, sumir lýstir sekir, hlýtur það til langframa að haga óæskileg áhrif á réttarvitund almennings ríku fólki í hag. Þetta er almennt fyrir mér aðalatriðið en ekki eðli einhverra tiltekinna einstakra mála.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.7.2008 kl. 01:23
Gestgjafi, sem vilt hafa síðasta orðið greinilega. En samt vil ég segja þetta: Ekkert brýtur alvarlegar niður réttarvitund þjóðar í bráð og lengd en athafnir manna í opinberum störfum, sem hafa rangt við.
pbk
Páll Bragi Kristjónsson (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 06:03
Strax við lestur FYRIRSAGNARINNARvarð mér hugsað til þess er manni sýnist um "réttar"-far í BNA.; hreinlega að þeir efnamestu geti bara ráðið til sín (keypt sér) dýrustu og slóttugustu lögfræðingana og það dugi bara assgolli vel.
Hvernig á lítill krakki, unglingur, gamalmenni og efnalítið fólk að ná réttlætinu fram þegar það hefur EKKI EFNI Á AÐ KAUPA SÉR RÉTTLÆTIÐ. Takk fyrir þína sanngjörnu hugsun.
Beturvitringur, 21.7.2008 kl. 06:29
Leit e.t.v. út sem alhæfing en auðvitað nær réttlætið oftast fram að ganga, en þegar það gerir það ekki.....
Beturvitringur, 21.7.2008 kl. 06:30
Páll Bragi: Það er mesti misskilningur að ég vilji alltaf hafa síðasta orðið eins og sést vel yfirleitt hér á athuasemdunum við færslur. Ég stofnaði hins vegar til þessarar umræðu af því að mér finnst málið athyglisvert og hef því viljað gera nokkuð rækilega grein fyrir sjónarmiðum mínum. Ég er sammála þér um það að ekkert brjóti meira niður réttarvitund manna en menn í opinberum störfum sem hafa rangt við og finnst það góð ábending. En það breytir ekki mínum megin punkti að einungis efnaðir menn geta staðið í langtíma leiðréttingum á slíku - því miður. Ég endurtek að ég "held með" engum á móiti neinum í Hafskipsmálinu. Bið þig svo að afsaka að ég var á einum stað óþarflega hvumpinn í svörum til þín. Að svo mæltu dreg ég mig hér í hlé í athugasemdunum og þú getur gefið þér alllt það rúm sem þú kærir þig um.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.7.2008 kl. 10:32
Stjórnsýslulögin voru skref í rétta átt. Þau gagna þó ekki ein og sér. Umboðsmaður Alþingis er einungis álitsgjafi. Gjafsóknin er að hverfa. Hinir snauðu og fávísu lúta í lægra haldi eins og áður. Hinir ríku og klóku bjarga sér líkt og áður og geta rifið kjaft. Það hefur fátt breyst síðan Hafskipsmálið var og hét. Menn hafa ósköp lítið lært. Hafskipsmálið var smánarblettur á réttarfarsögu okkar litla lands. Það eru ekki öll kurl komin til grafar í því máli. Við þurfum að gæta betur að rétti "litla" mannsins með einhverjum ráðum.
Júlíus Valsson, 21.7.2008 kl. 11:20
Tek heilshugar undir með Sigurði Þór. Upp er að rísa eins konar óformlegur dómstóll auðmanna sem gefur þeim sem til þeirra teljast aukadómsúrskurð um orsök, eðli og niðurstöðu mála. "Minningargreinin" var furðuleg og fordæmalaus - og er nú komið fordæmi: Ég geri ráð fyrir uppsláttarfyrirsögn og viðhafnarramma á næstu minningargrein minni. Því verður væntanlega ekki hafnað.
Að Hafskipsmálið sé skoðað ofaní kjölinn er hið besta mál. Menn skulu þó hafa það sterklega í huga ef rannsakendur eru á launum við það hjá valdamesta auðjöfri Íslands, einum sakborninganna og þeim sem fékk 12 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir sannaða sök. Menn skulu einnig hafa í huga að allur vafi var túlkaður tilgreindum sakborningi í hag og hann sýknaður af fjölmörgum ákæruatriðum, sem þó þóttu að margra mati liggja í augum uppi. Hið sama gerðist í Baugsmálinu; öllum ákæruatriðum sem minnsti vafi lék á um var kastað út af borðinu - og meira að segja var innleidd ný skilgreining á því hvað lán telst vera.
Friðrik Þór Guðmundsson, 21.7.2008 kl. 11:42
Þetta er mjög góð grein hjá þér Sigurður Þór G.
Slæmt ef auðmenn í krafti auðsins setja upp einskonar einkadómstól fyrir sig - lendi þeir í þeim hremmingum að mál þeirra fari fyrir dómstóla og niðurstaðan verði þeim ekki að skapi. Gefi síðan út Hvíta bók með tilheyrandi fjölmiðlaleiksýningum og ekki verra ef þeir eiga fjölmiðlana líka... Og auðvitað eru allir sérfræðingarnir sem að þessu vinna fyrir þá á launum við verkið. Spunakarlar...??
Ótrúverðugt og ósæmilegt að hafast svona að.
Sævar Helgason, 21.7.2008 kl. 21:33
Ég virði fyllilega, sem þú skrifar síðast Sigurður. En ég vil undirstrika, að tilraunir til að rétta hlut sinn gegn misbeitingu á opinberu valdi er ekki heiglum hent. En þar er samt um almannahagsmuni að tefla ekki síður en einkahagsmuni þeirra, sem í verkið ganga, þeas þjónar ekki síður einkahagsmunum þeirra, sem sjálfir geta því miður ekki rönd við reist td vegna fjárskorts. En getur það verið slíkt álösunarefni á hendur þeim, sem síðan/síðar hafa bolmagn til að rísa upp, að allt eigi frekar kyrrt að liggja og hinir ábyrgu fari sínu fram eins ekkert hafi í skorist? Er svo syndsamlegt að nota eigin peninga í þágu réttlætiskenndarinnar, að sannleikans megi ekki leita og leiða í ljós? Ekki ólíklegt, að Friðriki Þór og Sævari þætti þægilegar innan tíðar að hafa ekki gapað svona mikið, eins að ofan má sjá, um málsatvik, sem þeir hafa engin tök á að þekkja. Annars rita ég ekki meira um þetta í bráð hvorki hér né annars staðar. Tilefnið var einungis í upphafi tengingin við minningu um hinn mæta mann og vin, Ragnar Kjartansson. Allt hefur sinn tíma og leikslok eru langt því frá ráðin.
Páll Bragi Kristjónsson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 00:58
Ranglæti verður aldrei útrýmt. En það er jafn slæmt fyrir það. Við finnum það best þegar við verðum fyrir því sjálf.
Við sem þekktum Ragnar Kjartansson bárum mikla virðingu fyrir honum. Við dáðumst að þessum vandaða og heilsteypta manni. Það tók okkur sárt að sjá hvernig öllu var snúið á haus við meðferð Hafskipsmálsins. Með fádæma elju og nákvæmni tókst Ragnari að varpa ljósi á málsatvik með þeim hætti að hundruðir ákæruliða voru þurrkaðir út af borðinu. En sárast af öllu tók það okkur að fylgjast með því hvernig áralöng þrotlaus vinna Ragnars rústaði heilsu hans.
Það er mikil gæfa að einn Hafskipsmanna, Björgólfur Guðmundsson, á pening og getur fengið aðstoð við að rannsaka bakgrunn málsins. Í ákærunni heyrðum við opinberu hliðina - sem síðar var, eins og áður segir, að langmestu leyti vísað frá. Nú fáum við væntanlega að heyra hina hliðina. Um það hvernig þetta allt byrjaði. Um það hvernig harðsvíruð öfl spunnu sinn þráð.
Ég skynja vanlíðan margra þeirra sem hér hafa skrifað yfir ríkidæmi Björgólfs.
Sjálfur hef ég meiri áhyggjur af þeim fjármunum sem “réttvísin” eyðir stundum í óbilgjarna og ósvífna sóknina.
Ég hef áhyggjur af því þegar ráðherraskipuðum embættismönnum finnst þeir þurfa að standa sig!
Von mín er sú að með nýrri úttekt á Hafskipsmálinu fái menn innsýn inn í þær hættur sem fylgja fjölmiðlafári og samtryggingu stjórnmála- og embættismanna.
Ragnar Tómasson (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 07:43
Góðan dag!
Þetta þykja mér athyglisverðar umræður. En að sama skapi sýnist mér menn hér vera að tala í kross. Margítrekað segist Sigurður Þór gestgjafi hér ekki vera að víkja að Ragnari heitnum Kjartanssyni sem slíkum og dregur síður en svo í efa að þar hafi farið vandaður og heilsteyptur maður. Hann er hins vegar að vekja athygli á tvennu sem lýtur að jafnræði: a) Að ekki sé á allra færi að rétta sinn hlut telji þeir sig hafa orðið fyrir rangindum. b) Að minningargreinar Moggans, sem ég fyrir mitt leyti ber virðingu fyrir, hafi að þessu sinni farið út í eitthvað annað en venja er til og spyr hvort allir fái birtar minningagreinar af því tagi ef svo ber undir? Báðir punktar eru vissulega umhugsunarinnar virði. En vinir Ragnars hins vegar kjósa að oftúlka orð Sigurðar og rjúka upp í að verja eitthvað (eða blása til sóknar) sem málshefjandi er ekki að tala um. Sbr: "Þú fellir sleggjudóma um málefni, sem þú þekkir ekkert til. Ættir að bíða þar til öll kurl koma til grafar. pbk"
Og það er einnig eftirtektarvert og vonandi ekki fyrirboði þess að rannsókn sem mun í gangi á vegum þeirra breytist ekki í áróðurplagg heldur verði sanngjörn málsvörn og útttekt - en á henni virðist þörf.
Bara til að taka af öll tvímæli þá hef ég engar fastmótaðar skoðanir í þessum efnum - og tek sannarlega undir að ógeðfellt er þegar menn innan hins opinbera misnota vald sitt. Hitt er svo þegar menn tapa sér í einhverjum samsæriskenningum um fjölmiðla og vald þeirra.
Kveðja,
Jakob
Jakob Bjarnar (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 10:40
"Ekki ólíklegt, að Friðriki Þór og Sævari þætti þægilegar innan tíðar að hafa ekki gapað svona mikið, eins að ofan má sjá, um málsatvik, sem þeir hafa engin tök á að þekkja", hótar Páll bragi og er svo hlaupinn burt og boðar að hann tjái sig ekki meir hér.
Hvað í ósköpunum sagði ég í athugasemd minni sem kallast "að gapa" um málsatvik sem ég þá hef "engin tök á að þekkja"? Páll Bragi; hunskastu til baka og stattu fyrir máli þínu. Má ég ekki hafa skoðun og tala um "óformlegan dómstóll auðmanna" (en sumir aðrir mega tala um dómstól götunnar)? Var minningargrein hans og Björgólfs ekki einsdæmi og fordæmi? Féll Björgólfur ekki "12 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir sannaða sök"? Var hann ekki sýknaður af fjölmörgu sem mörgum þótti þó liggja í augum uppi (með réttu eða röngu)? Gerðist ekki svipað í Baugsmálinu?
Ég hef notabene ágæt tök á því að kynna mér Hafskipsmálið. Fylgdist mætavel með fjölmiðlaumfjölluninni á sínum tíma og dómsmálinu. Skoðaði ákærurnar ofan í kjölinn. Finnst það vera hið besta mál að allur sannleikur málsins komi fram, sé eitthvað á annað borð hulið. En vil umfram allt að það sé ekki keypt niðurstaða. Hvernig gæti slík niðurstaða verið trúverðugri en eftirtekja lögreglurannsóknar og dómstólameðferðar?
Þá er og rétt að minna á að margt í Hafskipsmálinu laut ekki að lögbrotum og kom aldrei inn í dómsali. Ýmislegt í fjölmiðlaumfjölluninni laut þannig að siðrænum atriðum, svo sem bruðli og flottræfilshætti, sem þá þótti ekki par fínt, en er nánast hversdags í dag.
Friðrik Þór Guðmundsson, 23.7.2008 kl. 09:46
Ertu nú að farinn að gera athugasemdir frá útlöndum Villi geit. Þeir geta það þessir sem eiga peninga eins og skít að frílysta sig í stóru löndunum! Það er nú ekkert skrýtið!
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.7.2008 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.