Niđur međ Listaháskólann!

Á Laugaveginum á ég viđ. Ég stend alveg međ borgarstjóranum og Torfusamtökunum í andstöđu viđ ţćr verđlaunateikningar sem lagđar hafa veriđ fram. Ţetta húsabákn drepur allt í kringum sig á stóru svćđi.

Ţađ eru skiptar skođanir á málinu auđvitađ. Hanna Birna, hin sexí, stendur međ borgarstjóranum. En áđan var í hádegisfréttum vitnađ í bloggsíđu sama sem bloggvinar míns, Björns Bjarnasonar dómsmálaráđherra sem lofar og prísar megamonstriđ. Annars langar mig til ađ spyrja. Af hverju er alltaf veriđ ađ vitna í hann? Í ţessu máli hafa orđ hans ekkert meira vćgi en mín gullvćgu orđ.

Hvers vegna í ósköpunum vitnar ekki fréttastofa RÚV í mína djúpvitru bloggsíđu í tíma og ótíma? Ég tala nú ekki um í spekinginn hann Mala.  

Ćtli rektor Listaháskólans sé annars ekki fremur órótt. Hann á ađ halda uppi merki listarinnar en hluti af listinni er verndun gamalla byggđa og umhverfis í borgum. Hvađ finnst honum um ţađ ađ fjöldi fólks telur ađ hús Listaháskólans vinni skemmdarverk ađ ţessu leyti? Sópar hann ţá bara öllum sjónarmiđum út af borđinu  nema sjónarmiđum eiginhagsmunanna. Hans skóli ţarf lóđ. Og lokar hann ţá bara augunum fyrir öllum öđrum sjónarmiđum?

Prívatraus í rafrćnum dagbókarstíl: Ég á annars blendnar minningar um ţennan rektor. Einu sinni var ég tónlistargagnrýnandi árum saman. Sumir voru vođalega hrifnir af mér en ađrir ekki. Rektor Listaháskólans, sem ţá var stjórnandi Háskólakórsins, gaf út eitthvađ blađ og sagđi ţar ađ ég vćri bara ađ skrifa um sálarkreppur mínar í gagnrýni. Ţetta fannst mér högg fyrir neđan beltisstađ af ţví ađ ég skrifađi reyndar einu sinni bók um sálarkreppur sem sóttu á mig á yngri árum. Ég nefndi ţetta einu sinni viđ hann og hann tók ţví bara vel. Svo var ţessi ásökun líka óréttmćt. Ég fór stundum mínar eigin leiđir í tónlistargagnrýni og einmitt ţađ truflađi suma en hún var yfirleitt ekki verr ígrunduđ og rökstudd en gengur og gerist međ gagnrýni annarra. Ţađ áréttađi reyndar ţekktur söngvari líka sem einu sinni gerđi athugasemdir á ţessari síđu. 

Skyldleiki er međ mér og rektor Listaháskólans og vinur minn Leifur heitinn Ţórarinsson tónskáld sagđi ađ viđ vćrum líkir um margt. Viđ vćrum báđir miklir tilfinningamenn, ákaflyndir mjög og međ stórar skođanir. Annars fara skođanir mínar hríđminnkandi međ árunum. Ég er ađ breytast í mann međ örskođanir.  Algjör örskođun: Ég lít á allar breytingar á götumynd Reykjavíkur frá the fabulous fifties mjög óhýru auga!

Einu sinni bađ Leifur mig ađ skrifa lesmál á geisladisk sem hann var ađ gefa út međ nokkrum verka sinna. Ţá stóđ svo á ađ ég ţóttist međ engu móti geta tekiđ ţetta ađ mér og skrifađi einhver annar. Ég hef alltaf séđ eftir ţví ađ hafa hafnađ ţessu. Leifur var snilldar tónskáld ţegar hann var bestur en nokkuđ var hann mistćkur. Sinfónían hans sú síđasta er verk sem ég hlusta oftar á en flest íslensk tónverk og ég á hana líka á nótum.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Ţetta er góđur pistill en ég verđa ađ gera eina mjög ábyrgđarfulla athugasemd:

Sko, HB lítur út einsog samblanda af höggormi og öskurapa (amk ţegar hún er gestur í sjónvarpsţáttum). Svo er hún alltaf reiđ og frođufellandi (bókstaflega). Ţađ er ekkert sexí viđ hana   nema fólki ţyki FRENJUSKAPUR OG STJÓRNLAUS FREKJA  sexí???

Ég ćtlađi ađ taka smá hysteríukast yfir ţessum pistli en tilhugsunin um hana drap niđur alla löngun  

halkatla, 27.7.2008 kl. 13:12

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég veit um nokkra vini mína sem finnst hún sexí mér til samlćtis. Ţađ er röddin, ţessi eldspúandi vélbyssuskothríđ, sem tryllir og seiđir. Sama ţó hún segi ekkert af viti! Vegir náttúrunnar eru órannsakanlegir ekki síđur en guđs vegir! Mjá, Ţađ held ég nú.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.7.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: halkatla

- en jćja, fyrst hysteríkastiđ mitt er fyrir bí ţá ćtla ég ţess í stađ ađ lygna aftur augunum og sjá fyrir mér í huganum hvernig Björn Bjarnason er ađ sóla sig í Nauthólsvíkinni - kannski fć ég ađ moka á hann olíunni? Hehe, I wish. Hann ţarf ekki ađ segja neitt af viti ţví hann er svo sexí

halkatla, 27.7.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Vit og sexískapur eiga ekki samleiđ. En heimska og sexíháttur fara saman. Svo mćlir mahatma Malicharanda Yogananda.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.7.2008 kl. 13:59

5 Smámynd: Heiđa B. Heiđars

Ég er innilega ósammála ţér Sigurđur! Mér finnst húsiđ flott og ţađ verđur frábćrt ađ fá svona stofnun í hjarta borgarinnar!

Hćttu ţessari vitleysu og prísađu listháskólann í hástert og ég skal athuga hvort ég geti ekki borgađ einhverjum á RÚV fúlgur til ađ vitna í ţig........ nú eđa villidýriđ ţarna sem ţú kallar Mala. 

...sem er svona eins og ađ kalla glorhungrađ tígrisdýr hnođra

Heiđa B. Heiđars, 27.7.2008 kl. 14:02

6 Smámynd: halkatla

Ţetta er bara rugl í ykkur Mala núna og ekkert meira um ţađ ađ segja

halkatla, 27.7.2008 kl. 14:07

7 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Mali the megawise ruglar ekki!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.7.2008 kl. 14:14

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í stórum dráttum hlynnt byggingunni og ekki gera lćti út af ţessu.  Komum honum upp.

Björn Bjarnason - frussssssssss

Biđ ađ heilsa ófétinu

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2008 kl. 14:16

9 Smámynd: Heiđa B. Heiđars

Nei.... einmitt! Tökum mark á villidýrinu sem sekkur tönnunum í ţann sem gefur honum ađ éta!
Góđ lógík eđa hitt ţá heldur!

Ég biđ ekkert ađ heilsa ófétinu

Heiđa B. Heiđars, 27.7.2008 kl. 14:19

10 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég geri lćti út af öllu! "Klammaríi hann kom af stađ hvar sem hćgt var ađ upprífa ţađ."

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.7.2008 kl. 14:20

11 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Hér geisa óheftar kynţáttaofsóknir á loppur saklauss villidýrs. Mali er alltaf ađ sleikja sár mín og iđrast mjög gjörđa sinna. Mćttu fleiri taka hann sér til fyrirmyndar.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.7.2008 kl. 14:23

12 Smámynd: halkatla

gáfur eru sexí en öskrandi skrćkraddađur brjálćđingur í frekjukasti á almannafćri ekki, en ţađ er ekki ţarmeđ sagt ađ engum geti ţótt ţađ síđarnefnda ađlađandi, ég meina margar konur hrífast af fjöldamorđingjum og skrímslum ţrátt fyrir ađ ţau séu međ lága greindarvísitölu og hrćđilega ljót - fólk er bara svo skrítiđ, ég get ekki sagt ađ ţađ sé óhugsandi ađ einhverjir lađist ađ HB, mér hefđi bara aldrei í lífinu dottiđ ţađ í hug ef ţú hefđir ekki sagt ţađ...

halkatla, 27.7.2008 kl. 14:24

13 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţú átt margt eftir ólćrt í lífinu Anna Karen mín! Ég segi fyrir mig: Aldrei hef ég hitt sexí konu sem ég get sagt ađ hafi veriđ međ fullu viti. En skriljón af sexígellum sem ekki voru međ fulle femm. Vona ađ ţetta valdi ekki meiriháttar feminisku uppistandi!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.7.2008 kl. 14:32

14 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Jenný: Hvađa stóra drćtti ert ţú ađ tala um og hverjum á ađ koma upp? 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.7.2008 kl. 14:33

15 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Mér líst bara helvíti vel á ţennan skóla og stađsetninguna, held ţetta komi til međ ađ hleypa heilmiklu lífi í Laugaveginn sem er ađ mínu mati besti stađurinn í bćnum til ađ byggja skólann á.

Annađ:

ţetta međ ađ hafa róast međ aldrinum...........

Veit ekki hvort ég á ađ ţora ađ segja ţér sannleikann

En karlmenn róast međ aldrinum ţegar kvenhormónar fara af stađ hjá ţeim...... kannski er ţađ ástćđan fyrir ţví hve mjúkur ţú ert ađ verđa. ţú ert kannski ekki međ minni skođanir ...... bara rólegri

Lilja Kjerúlf, 27.7.2008 kl. 14:38

16 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Guđ minn góđur! Er ég ađ breytast í kellingu? Hvađ segir Jón Valur ţá?

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.7.2008 kl. 15:09

17 Smámynd: Lilja Kjerúlf

hahaha

Hann kemur og frelsar ţig međ testoteron sprautu

Lilja Kjerúlf, 27.7.2008 kl. 15:13

18 Smámynd: halkatla

ég ţarf semsagt bara ađ lćra ađ ég sé ótrúlega ósexí samanboriđ viđ höggorminn

halkatla, 27.7.2008 kl. 15:17

19 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Brennandi tilvistarspurning: Hvernig stendur eiginlega á ţví ađ ţegar ég er ađ fíflast taka mig allir alvarlega en ţegar ég mćli af alvöruţunga halda allir ađ ég sé ađ fíflast!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.7.2008 kl. 15:25

20 Smámynd: halkatla

ţađ er reyndar hot ađ fíflast

en í sambandi viđ umfjöllunarefniđ í ţessum pistli ţá verđa ráđamenn ađ spyrja sig: er nýja húsiđ nógu sexí fyrir Laugaveginn??? ef svo er ţá ţýđir ekkert ađ kvarta...

halkatla, 27.7.2008 kl. 15:31

21 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Ţú ţarft bara ađ henda inn nokkrum broskörlum međ fíflalátunum ţá fer fattarinn í gang. 

ţetta er eins og á msn eđa sms, ef ţú setur ekki tilfinningakarlana međ ţá er auđvelt ađ misskilja.

Lilja Kjerúlf, 27.7.2008 kl. 15:32

22 identicon

Ég get alveg fallist á ţađ ađ ţessi steinkumbaldi verđur líklega ekki vel stađsettur á Laugaveginum - Hverfisgatan er líklega betri stađsetning?  Skólinn mun ţannig hleypa lífi í miđbćinn án ţess ađ skemma götumyndina á Laugaveginum.

En bara sú stađreynd ađ valdarćninginn Ólafur Fáv... afsakiđ F., okkar kjánalegi, sjálfumglađi og fylgisrýri borgarstjóri  er mótfallinn ţessari byggingu, kveikir á mótmćlageninu í mér - ţ.e. međ byggingunni og gegn borgarstjóramannkertinu.

Burt međ ţennan hallćrislega borgarstjóra!  Hanna Birna, hin ósexý, stendur bara međ karlinum af eigingjörnum hvötum.  Hún er lafhrćdd um ađ hann muni annars slíta borgarstjórnarmeirihlutanum (en meirihlutinn hangir bara á ţessum eina óstabíla skrípakalli) - og kemur ţar međ í veg fyrir ađ hún verđi borgarstjóri eftir 6 mánuđi.

Ţađ held ég nú.

Helga (IP-tala skráđ) 27.7.2008 kl. 16:04

23 identicon

Glugghross ţetta er enn ein stađfestingin á ţví ađ Íslendingar eru algjörlega smekklausir og arkitektar okkar hálfgerđir R2-D2. Ég gćti gleypt De architectura, nokkrar reglustikur og gráđuboga og skitiđ betra húsi.

Hvernig vćri annars ađ hola bara innan Skólavörđuholtiđ og hafa ţennan skóla ţar?

Beggi (IP-tala skráđ) 27.7.2008 kl. 16:36

24 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Stífur er hann og stór,
stendur á honum Ţór,
hans fyrirferđ,
úr "feiki" gerđ,
og kemst ei fyrir í kór.

Ţorsteinn Briem, 27.7.2008 kl. 17:34

25 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Steini klámkjaftur! 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.7.2008 kl. 17:39

26 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Hardly!

Ţorsteinn Briem, 27.7.2008 kl. 17:49

27 identicon

Ég ţori nú varla ađ vera hérna inni á ţessari klámsíđu!

Helga (IP-tala skráđ) 27.7.2008 kl. 17:55

28 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

mér ţćtti eđlilegra ađ vitna í ykkur Mala, sem mark er á takandi, en Björninn. líklega er Björn ţó áskriftarmeđlimur félags álitsgjafa, ásamt Steingrími Jođ og Ragnari Reykás.

Mér leist nú ekki of vel á myndirnar sem ég sá í fréttunum, af ţessari hugmynd. samt ekki hćgt ađ dćma útfrá ţví litla sem ég sá ţar.

hugmyndin ađ setja niđur háskóla á miđjum Laugaveginum finnst mér absúrd. kannski skólinn sé svo fámennur (og eigi ađ vera áfram) ađ ţetta muni engu bćta á bílastćđavandann. skiptir kannski ekki máli, ţar sem listaspírur međ lopatrefla eiga ekki bíla?  

Brjánn Guđjónsson, 27.7.2008 kl. 19:52

29 Smámynd: Bumba

Heyr heyr heyr! En ég vil bćta viđ.  Niđur međ hann ađ öllu leyti, ekki bara stađsetninguna, heldur alveg! Međ beztu kveđju.

Bumba, 27.7.2008 kl. 20:48

30 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Nemendur í tónlist, leiklist, myndlist, hönnun og arkitektúr, kennarar og annađ starfsfólk, samtals um 600 manns, munu starfa eftir ţrjú ár í nýja Listaháskólanum viđ Frakkastíginn á milli Laugavegar og Hverfisgötu, ţar sem útlendar stelpur sýndu áđur á sér píkuna í kofaskrifli í Vegas.

Um ţriđjungur hússins verđur opinn almenningi međ kaffihúsi, listbókasafni, sýningarsölum, tónleikasal og leikhúsi.

Lítiđ mál ađ vera međ bílastćđi á nokkrum hćđum undir húsinu.

Viđ Laugaveginn eru sýnishorn húsa frá allri síđustu öld, 20. öldinni, engan veginn heilsteypt götumynd, og hús ţar frá 19. öldinni eru vinsamlegast beđin um ađ gefa sig fram.

Ţorsteinn Briem, 27.7.2008 kl. 21:48

31 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2008 kl. 22:22

32 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

nítjándualdar götumynd, hnuss!  Ţađ voru nćr engin hús viđ Laugaveg á nítjándu öld!

Ég  hefđi getađ hugsađ mér húsiđ minna kössótt ađ utan, satt, en kofaskriflin sem ţađ mun koma í stađ fyrir eru ekkert til ađ gráta.  Vegashúsiđ?  Mana hvern sem er til ađ segja ađ ţađ sé betra en vinningstillagan!  Fáfnishúsiđ, já, mikil sorg ţegar ţađ fýkur.  Nóta bene, eitt nítjándualdarhús á svćđinu - og ţađ fćr ađ standa.

Helga, Listaháskólinn mun standa frá Laugavegi og langt niđur fyrir Hverfisgötu.  Verđur veruleg lyftistöng fyrir allt svćđiđ.  

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 27.7.2008 kl. 22:29

33 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ţetta blessađa listaháskólahús er bara svo helvíti ljótt burtséđ frá öllum götumyndum! 

Sjáiđ hvađ ţessi hjón voru ađ gera hér. Passar kannski ekki alls stađar en afburđasnjallt ađ prófa hvernig ţetta virkar í nútímanum. Mig dauđlangar ađ sjá...  

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.7.2008 kl. 22:35

34 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ekki hef ég minnst á 19. aldar götumynd. En ég leyfđi mér ađ vísa til hinna fabulous fifties sem mér finnst vera hin eina sanna borgarmynd sem ekki megi hrófla viđ. Vinir mínir, sem vita hvílíkur uppreisnarseggur ég er á flestum sviđum, segja ađ ţetta sé afturhaldsmeinloka og ekki neita ég ţví svo sem. Í borgarmálum er ég bernskuhagasinnađur og má ţađ alveg. Ég skil ekki ţá sem vilja rústa og róta öllu ţví sem er gamalt og gott. En mun óláns listaháskólinn ţá blokkera Hverfisgötuna, flottustu og óbreyttustu götu bćjarins?  Ég get svo ómögulega skiliđ ađ listin sé neins konar lyftistöng fyrir eitt eđur neitt! Og kemur ţá ekki Mali í ţessum skrifuđu orđum upp í fangiđ á mér međ listrćnum skotttilburđum!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.7.2008 kl. 22:40

35 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef ţetta er arkitektúrinn sem kenndur er í skólanum ţá er kannski íhugunaratriđi ađ leggja bara skólann niđur. Nei annars ... segi ţađ nú ekki alveg. Ég skrifađi reyndar um ađ skólann mćtti reisa á gömlu Hampiđjulóđinni en RÚV er heldur ekki búiđ ađ vitna í ţau skrif, sem er auđvitađ algerlega óskiljanlegt.

Emil Hannes Valgeirsson, 27.7.2008 kl. 22:43

36 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ţetta Listaskólahús finnst mér fallegt en ţađ passar engan veginn viđ Laugaveginn........af hverju ekki ađ reisa ţađ í Laugardalnum til móts viđ Glćsibć....ţar myndi ţađ sóma sér vel

Hólmdís Hjartardóttir, 27.7.2008 kl. 22:50

37 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţá held ég nú ađ gamla góđa Hampiđjan, sem allir borgaarbúar á mínum aldri unnu einhvern tíma í, ég á enn stolinn hnífsdálk úr Hampiđjunni frá the sixties, hafi nú veriđ ólíkt merkilegra hús en einhver listaspírulágskóli!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.7.2008 kl. 22:50

38 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Sammála Láru Hönnu! Og Hallgrími Helgasyni í grein í Fréttablađinu. Skítt međ 19, öldina! 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 27.7.2008 kl. 23:01

39 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Reykjavíkurborg gaf Listaháskólanum í fyrra 11 ţúsund fermetra lóđ sunnan viđ Öskju, náttúrufrćđihús Háskóla Íslands, í Vatnsmýrinni.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/05/07/listahaskolinn_faer_lod_i_vatnsmyri/

Listmenntaskóli Íslands, skóli á framhaldsskólastigi, verđur trúlega í húsnćđi Háskólans í Reykjavík viđ Ofanleiti 3, en hann flytur ţađan í Vatnsmýrina eftir tvö ár.

Í starfshópi sem vinnur ađ ţví máli eru međal annarra Kristín B. Björgvinsdóttir hönnuđur, Kristján Jónsson myndlistarmađur, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, María Ellingsen leikkona, Ingibjörg Pálmadóttir arkitekt og Árni Heimir Ingólfsson dósent viđ Listaháskóla Íslands.

http://morgunbladid.blog.is/blog/morgunbladid/entry/564177/

Ţorsteinn Briem, 27.7.2008 kl. 23:26

40 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Sko - lausnin á ţessu öllu er eftirfarandi:

Listaháskólinn flytur í Útvarpshúsiđ í Efstaleiti og í leiđinni verđur Ríkissjónvarpiđ lagt niđur. Ríkisútvarpiđ hins vegar verđi flutt í upphafleg húsakynni, ţ.e. í Landssímahúsiđ v/ Austurvöll, efstu hćđ. Máliđ leyst!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 27.7.2008 kl. 23:27

41 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég vil bara endilega fá skólann á Laugaveginn, er ekki alltaf veriđ ađ tala um deyjandi miđbć og ef ţađ er eitthvađ sem lífgar viđ er ţađ háskólabygging, opin almenningi, fullt af lífi, fullt af fólki.  Vinsamlegast hćttiđ ađ benda á ađra stađi!  Efstaleiti?  ţvuh.  Hampiđjureitur - ekki nógu nálćgt og ţar fyrir utan búiđ ađ ráđstafa plássinu.

 Listaháskólinn mun ekki blokkera Hverfisgötu, ónei, ţó ađ plássiđ fyrir neđan götuna sé frátekiđ fyrir skólann eru ađ ég best veit engin plön um neinar blokkeringar, nemendur, kennarar og ađrir starfsmenn skólans ţurfa bara ađ fara yfir götuna eins og ađrir.

Enn hefur enginn sagst gráta Vegas og Fáfni.  Lýsi enn eftir kandídötum.

Steini, verulega gamlar fréttir (og reyndar aldrei í alvöru inni í myndinni).  Lóđin í Vatnsmýri var látin í skiptum fyrir Laugavegs/Hverfisgötu/Frakkastígsreit fyrir löngu síđan.  Árni Heimir skipar ekki lengur dósentsstöđu viđ LHÍ, heldur er nú listrćnn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar (man ekki nákvćmt starfsheiti).

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 28.7.2008 kl. 00:01

42 identicon

Kćri S.Ţ.G.   Ég er algjörlega sammála ţér međ skólann í ţessari mynd - á ţessum stađ.... en hins vegar líst mér vel á ađ skólinn verđi á ţessum stađ.. í "ađlagađri götumynd". Ţađ ţarf ađ ađlaga ţessa byggingu MIKLU betur ađ gömlu götumyndinni ţarna.

Ég held ađ öđlingurinn L.Ţ. hafi ekki bara ţarna veriđ ađ lýsa ţér og háttvirtum frćnda ţínum, heldur einnig, og ekki síđur sjálfum sér!!

Ljúfmenniđ međ fallegustu brúnu augu í heimi, sem ađ elskuleg kona hans Inga, mun örugglega sakna um aldir og ćfi.  Heil sé ţeim báđum!

K.kv.

Edda (IP-tala skráđ) 28.7.2008 kl. 00:34

43 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég hef annars tekiđ eftir ţví ađ afstađa manna til nýrra bygginga fer fremur eftir ţví hvort starfsemin i húsinu hugnast ţeim en mati á götumynd og skipulagi út af fyrir sig.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 28.7.2008 kl. 00:38

44 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Edda: Já, Leifur var fínn mađur og einn af ţessum ofurnćmu sem sér í gegnum holt og hćđir í mannlífinu. Ţess vegna ţurfti líka ađ umgangast hann međ varúđ eins og reyndar allt fólk ţó ţađ gleymist oft.   

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 28.7.2008 kl. 00:40

45 identicon

NÁKVĆMLEGA       K.kv.

Edda (IP-tala skráđ) 28.7.2008 kl. 00:55

46 identicon

Mér líst ágćtlega á tillögu sem ég sá á einhverri bloggsíđunni í dag (man ekki hvar):  Ađ setja Listaháskólann undir Svörtuloft í stađ Seđlabankans - og flytja Seđlabankann til Ísafjarđar!

Međ ţví má rota margar flugur í einu höggi...

Malína (IP-tala skráđ) 28.7.2008 kl. 00:59

47 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Hildigunnur. Ţetta eru nú ekki "verulega gamlar fréttir", frétt frá ţví í fyrra um ađ Listaháskólinn hafi fengiđ lóđ í Vatnsmýrinni. Nóg er nú plássiđ ţar og engan veginn verra ađ hafa Listaháskólann í Vatnsmýrinni en á Laugaveginum.

Örugglega mun minna rifist um ţá stađsetningu en ţá viđ Laugaveginn.
Í Vatnsmýrinni verđur Háskólinn í Reykjavík međ tvö ţúsund nemendur og Háskóli Íslands er nú međ ţrettán ţúsund nemendur, en reyndar ekki alla í Vatnsmýrinni.

Fréttin um Listmenntaskóla Íslands í núverandi húsnćđi Háskólans í Reykjavík er heldur ekki "verulega gömul", einnig frá ţví í fyrra. Og ţađ mál er í beinum tengslum viđ byggingu Listaháskólans, ţar sem meirihluti nemenda í Listmenntaskólanum mun vćntanlega fara í Listaháskólann.

Sjálf geturđu veriđ "verulega gömul"! Piff!

Ţorsteinn Briem, 28.7.2008 kl. 01:15

48 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Ţrettándi hún er ţunnur,
og ţrasgjörn Hildigunnur,
elli hún er ćr,
ekki frá í gćr,
málóđur hennar munnur.

Ţorsteinn Briem, 28.7.2008 kl. 02:43

49 identicon

Sammála Sigurđi.

Burt međ ţessa óţörfu glerkassa hörmung og planta mćtti henni niđur á eintthvert opiđ svćđi utan 101 Reykjavík eđa finna mćtti eitthvert stórt iđnađarhúsnćđi undir ţessa starfsemi  

Steinn Skaptason (IP-tala skráđ) 28.7.2008 kl. 04:32

50 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Er allt sexappíl, sem var svo áberandi í umrćđunni framan af, horfiđ úr ţessum listrćna herpingi sem nú hertekiđ hefur umrćđuna. Listin og sexiđ er nú einu sinni sitt hvor hliđin á sama teningi eđa kannski öllu fremur sami grautur í sömu skál. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 28.7.2008 kl. 09:00

51 Smámynd: Ţorsteinn Briem

"Lóđin í Vatnsmýri var látin í skiptum fyrir Laugavegs/Hverfisgötu/Frakkastígsreit."

Makalaus hennar makaskipti,
og meydóminum Sigga svipti,
ćđi ţar ćr,
öldruđ mćr,
en passlega Borghildur pilsum lyfti.

Ţorsteinn Briem, 28.7.2008 kl. 11:24

52 identicon

Greinin er góđ. Og íbúar borgarinnar eiga ađ ráđa hvort ţessi bygging er nógu "sexí" fyrir Laugaveginn. Engir ađrir. Hvorki skólastjórinn eđa ţessi sem ţiđ taliđ um sem sexí skrćkróma konu

En viđ sem munum ţurfa ađ berja útlit götunnar, augum og vera svo í framtíđinni dćmd af gjörđum okkar, viđ eigum ađ ráđa.

Ţiđ vitiđ ađ engir ráđamenn taka á sig mistök eđa ađrar misgjörđir í starfi.

Sigrún Jóna (IP-tala skráđ) 28.7.2008 kl. 11:52

53 Smámynd: Sigríđur Jósefsdóttir

Ţađ er örugglega gott mál ađ fá Listaháskólann í miđborgina.  Ég auglýsi hér međ eftir arkitektinum sem teiknađi hóteliđ í Ađalstrćtinu (viđ hliđina á Fógetanum).  Ađ öđru leyti er ég bara sammála Steina Briem......  Já, og Seđlabankann má endilega flytja eitthvert til Langtíburtistan (ekki til Ísafjarđar, ţeir hafa ekkert gert af sér ţar).

Sigríđur Jósefsdóttir, 28.7.2008 kl. 12:16

54 identicon

Sigurđur, ég held ţú verđir ađ skrifa djúsí erótískan pistil til ađ ná aftur sexappílinu í umrćđurnar!

Ég bíđ spennt...

(Vona ađ ég ţurfi ekki ađ bíđa jafnlengi eftir honum og ég hef beđiđ eftir Truntusól II - heil 35 ár!).

Malína (IP-tala skráđ) 28.7.2008 kl. 13:55

55 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Frábćrt ađ gera upp húsin á Laugavegi 4 og 6, enda eru ţau upprunalega frá 19. öld (1871 og 1890) og sjálfsagt mál ađ fokka upp Tjarnarkvartettinum vegna ţeirra.

Vegas á hins vegar ađ fara á ruslahauga mannkynsins ásamt ţeim sem ţar stóđu fyrir viđbjóđslegum píkusýningum og reittu fé af saklausu fólki sem ţar tíndist inn í leit ađ ţjóđlegum fróđleik og menningu.

Til ađ ţjóna listagyđjunni og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, sem vill hafa hinn nýja Listaháskóla opinn í báđa enda, legg ég til ađ framhliđ skólans líti út eins og gígantísk kvensköp en afturendinn viđ Hverfisgötu hafi ásýnd gríđarmikils kvenrass og góđ loftrćsting verđi ţar í millum.

Ţorsteinn Briem, 28.7.2008 kl. 14:57

56 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Vek athygli á grein um nýbyggingu Listaháskólans eftir formann Torfusamtakanna á bls. 23 í Mogganum í dag.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 28.7.2008 kl. 16:50

57 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Í dag er svo í Mogganum greinin Hernađur gegn Listaháskóla ţar sem höfundur gerir lítiđ úr öllum sem hugsa öđru vísi en hann sjálfur. Viđ höfum lítiđ međ slík sjónarmiđ ađ gera. Ţeir sem eru á móti ţessari verđlaunateikningu eru ţađ af skipulagsástćđum en ekki vegna ţess ađ menn séu í hernađi gegn Listaháskólanum sem slíkum.  

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 29.7.2008 kl. 12:38

58 identicon

Ţađ gagnar lítt ađ vísa í Moggagreinar fyrir okkur aumingjana sem hentum Moggaáskriftinni okkar út í reiđikasti snemma á ţessu ári.

Hrrmff grrrr &#"&%ÖÖ!#$$&..

Malína (IP-tala skráđ) 29.7.2008 kl. 12:48

59 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hehe, fréttir frá í fyrra vođa nýjar fréttir ađ mati Steina   Spurning um hver er orđinn ellićr og tíma fariđ ađ slá saman...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.7.2008 kl. 21:25

60 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Hildigunnur. Ţetta er ekki spurning um "nýjar fréttir", heldur ţađ ađ fólk er fljótt ađ gleyma, til dćmis ţví ađ ţađ er ekki lengra síđan en í fyrra ađ Listaháskólinn fékk lóđ í Vatnsmýrinni. En nú er veriđ ađ rífast um stađsetningu hans og útlit viđ Laugaveginn.

Ţađ er hins vegar nćsta víst ađ ekki hefđi veriđ rifist mikiđ um útlit Listaháskólans hefđi hann veriđ reistur í Vatnsmýrinni, ásamt til dćmis Háskólanum í Reykjavík, og ég hef ekki orđiđ var viđ ađ ţvargađ hafi veriđ um útlit ţess skóla. Hins vegar ţykir mér allt í lagi ađ Listaháskólinn verđi viđ Laugaveginn.

Sem blađamađur á Mogganum skrifađi ég bćđi fréttir og svo fréttaskýringar, ţar sem litiđ var til baka og rifjađ upp hvađ leiddi til ákveđinna atburđa sem voru ţá ný frétt. Upprifjunin og "nýja fréttin" eru jafnmikilvćg í fréttamennsku en ţví miđur hafa blađamenn ekki mikinn tíma fyrir upprifjanir. Ég ţurfti aldrei ađ leiđrétta frétt sem ég hafđi skrifađ og ég var hér ađ vísa til ţess sem skrifađ hafđi veriđ um ţessi mál á mbl.is.

Ţorsteinn Briem, 29.7.2008 kl. 22:15

61 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

jájá, ég veit ţađ svo sem.  Gamlar fréttir ţykja mér úreltar fréttir, ţađ var alla tíđ vitađ innanhúss ađ skólinn yrđi ekki byggđur í Vatnsmýrinni, ţađ var ekki nokkur áhugi fyrir ţví. Sú frétt úreltist í raun áđur en hún var skrifuđ.

Ég er satt ađ segja algerlega sammála ţér, ég vil endilega ađ Listaháskólinn verđi viđ Laugaveg, en mér finnst ţessi tillaga hreint ekki falleg ađ utan, myndirnar innan úr skólanum eru hins vegar mun flottari.  Ég held ég hafi hvergi skrifađ (hvorki hér fyrir ofan né annars stađar) ađ ég sé hrifin af ţessu útliti - bara ađ húsin sem ţađ mun koma í stađinn fyrir eru ekkert til ađ gráta, ţótt ţau fari.  Sannarlega mćtti hafa byggingarstíl og hefđir miđborgarinnar meira í huga en ađ byggja eitt ferkantađ skrímsli til - og ţađ ţótt kantarnir séu margir.

Varnarstađan er miklu fremur gagnvart ţeim sem vilja skólann annars stađar.

Ég kenni viđ LHÍ og vil veg hans sem mestan, auđvitađ.  En ég er líka miđborgarbúi (gaaah, listaspíra sem býr í 101 ) og horfi á Laugaveginn minn grotna niđur.  Ţykir verra en tárum taki.  

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.7.2008 kl. 00:13

62 Smámynd: halkatla

valdamenn Íslands striplast um í Nauthólsvíkinni í stađ ţess ađ sitja ţćgir viđ sín skrifborđ takandi heilbrigđar ákvarđanir, ţótt sumir ţeirra séu óneitanlega skelfilega brennheitir (gospeliđ um HB er búiđ ađ sannfćra amk mig og sennilega sjálfa Malínu ) ţá er ţetta nú orđiđ ágćtis rugl - ég meina ţađ er nóg pláss fyrir ţennan skóla annarsstađar, örugglega mjög auđvelt ađ finna betra svćđi...

p.s ef ég má vera međ frekju ţá vil ég nefna ađ saklausari blogg en ţetta hafa orđiđ sóđatalsmáta af ýmsu tagi ađ bráđ I´m just sayin´... ţađ er best ađ vera á verđi

halkatla, 30.7.2008 kl. 03:04

63 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Hildigunnur. Húsin á Laugavegi 4 og 6 eru upprunalega frá 19. öld (1871 og 1890), skrifađi ég hér fyrir ofan, og ţađ er ađ sjálfsögđu meira en 100 ára gömul "frétt" en aftur á móti stađreynd, sem vert er ađ halda til haga. Einnig ađ Listaháskólinn hafi fengiđ lóđ í Vatnsmýrinni í fyrra, ţví hann hefđi vel getađ veriđ ţar og ţá hefđi ađ öllum líkindum ekki veriđ rifist um útlit hans, eins og ég benti einnig á hér ađ ofan.

Á Vatnsmýrarsvćđinu verđa međal annars Háskóli Íslands, nú međ ţrettán ţúsund nemendur, Háskólinn í Reykjavík, nú međ tvö ţúsund nemendur, um tvö ţúsund starfsmenn ţessara tveggja háskóla, um fjögur ţúsund starfsmenn nýs Landspítala, nýuppgert Ţjóđminjasafniđ, ný Umferđarmiđstöđ, Hótel Loftleiđir, stúdentagarđar, nýuppgert íţróttasvćđi Vals á Hlíđarenda, ný bensínstöđ, Keiluhöllin, Nauthólsvík, Norrćna húsiđ, Íslensk erfđagreining og Reykjavíkurflugvöllur nćstu sextán árin.

Allir ţetta fólk ţarf á verslun og ţjónustu ađ halda á Vatnsmýrarsvćđinu og samtals munu ţví starfa ţar eftir örfá ár um 25 ţúsund manns, jafnmargir íbúum Hafnarfjarđar nú. Ţar ađ auki búa ţúsundir manna í og viđ Vatnsmýrina. Ađ sjálfsögđu kom ţví vel til greina ađ Listaháskólinn yrđi einnig á ţessu svćđi.

Ef hann hefđi veriđ byggđur í Vatnsmýrinni hefđi ekki ţurft ađ rífa nein gömul hús og húsnćđi er fljótt ađ verđa alltof lítiđ. Nćgir ţar ađ nefna húsnćđi Háskólans í Reykjavík, sem flytur, nú einungis tíu ára gamall, vegna plássleysis í Nýja miđbćnum í Vatnsmýrina eftir tvö ár, og Moggann sem flutti upp í Hádegismóa eftir ađeins ţrettán ár í Nýja miđbćnum. Og slíkt hefđi nú ekki hvarflađ ađ Moggamönnum fyrir einungis fimmtán árum.

Ađ öllum líkindum ţarf ţví fljótlega ađ rífa enn fleiri hús vegna nýja Listaháskólans, ţví ţar er nú einungis gert ráđ fyrir um 600 nemendum og starfsmönnum. Regnboginn viđ Hverfisgötu og fleiri hús ţar í kring verđa ţví trúlega rifin eftir nokkur ár og vandséđ hvernig á ađ láta hús, sem verđur ađ vera stórt, líta út fyrir ađ vera lítiđ innan um gömul hús frá 19. og 20. öldinni viđ götu sem er fyrst og fremst gömul verslunargata.

Ţorsteinn Briem, 30.7.2008 kl. 03:40

64 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég veit ekki til ţess ađ húsin viđ Laugaveg 4-6 komi Listaháskóla Íslands nokkurn skapađan hlut viđ. 

Listaháskólinn er ríkisskóli og er ţess vegna hreint ekki undir sömu sök seldur og Háskólinn í Reykjavík, sem hefur mátt vaxa ađ vild.  Viđ í tónlistardeildinni ţurftum til dćmis ađ hafna mörgum hćfum nemendum í haust, ađsóknin var frábćr en viđ höfum stífan kvóta.  Skólinn hefur síđan einnig vilyrđi fyrir lóđum fyrir neđan Hverfisgötu til ađ stćkka.  

Litla verslunargatan ţín stendur ađ ţínu mati vćntanlega sjálf, međ litlum húsum og litlum verslunum eingöngu.  Hefur ţú GENGIĐ götuna nýlega, Steini?  Ţađ geri ég nćr daglega.  Fullt af litlu húsunum og litlu verslununum standa tóm, sum međ auglýsingum um laust pláss, sum međ krossviđarflekum um sig öll.  

Ég vil sannarlega frekar fá eitt og eitt stórt hús ţarna en ađ ţessi ţróun haldi áfram.  

Ég endurtek:  Sérđu eftir Vegashúsinu?  Fáfniskofanum?   Vínbershúsiđ er ţađ eina á öllu ţessu svćđi sem mér finnst ţess virđi ađ halda í.  En ţađ er alltaf spurning um minni hagsmuni fyrir meiri.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.7.2008 kl. 10:12

65 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Hildigunnur. Síđasti borgarstjórnarmeirihluti, Tjarnarkvartettinn, sprakk vegna 19. aldar húsanna á Laugavegi 4 og 6, en 19. aldar hús eru örfá á Laugaveginum. Níu hús eru á reit nýja Listaháskólans, ţar af tvö 19. aldar hús, Laugavegur 41 og 45. Húsafriđunarnefnd hefur lagt til ađ húsiđ á Laugavegi 41 verđi friđađ og gert er ráđ fyrir ađ ţađ standi áfram.

Og ađ sjálfsögđu verđur ađ skođa ţetta mál í samhengi, bćđi hvađ varđar tíma og rúm, eins og önnur skipulagsmál.

Ég fer einnig daglega í gamla miđbćinn, eins og ég sagđi nýlega á blogginu hans Ómars Ragnarssonar, formanns Íslandshreyfingarinnar sem Ólafur F. Magnússon borgarstjóri er félagi í, og veit nákvćmlega hvernig stađan er á Laugaveginum. Á undanförnum árum hafa mörg hús veriđ rifin ţar og ný byggđ í ţeirra stađ, flest ef ekki öll steinsteypukassar og sum ţeirra nokkuđ stór:

http://veffari.blog.is/blog/veffari/entry/161932/

http://www.laugavegur.net/

Alltaf er mikiđ líf á Laugaveginum og ţar munu verslanir koma og fara eins og annars stađar í borginni. Ásýnd Laugavegarins og Skúlagötunnar er allt önnur nú en hún var fyrir einungis fimmtán árum og ásýnd Lćkjargötu og Austurstrćtis viđ Lćkjartorg verđur einnig allt önnur eftir örfá ár međ endurgerđ 19. aldar húsanna sem stóđu á ţeim reit.

Allt svćđiđ viđ gömlu höfnina kemur einnig til međ ađ líta allt öđru vísi út eftir nokkur ár, veriđ er ađ rífa gömlu Stálsmiđjuna og Ziemsen-húsiđ, 19. aldar hús sem stóđ viđ Hafnarstrćti, verđur flutt síđar í sumar á Grófarreitinn í gamla miđbćnum.

Nýja tónlistarhúsiđ viđ gömlu höfnina verđur mörgum sinnum stćrra en Borgarleikhúsiđ og ţar verđur einnig risiđ hótel og nýjar höfuđstöđvar Landsbankans eftir örfá ár.

Gríđarlega mikiđ líf er ţví í gamla miđbćnum nú ţegar, hundruđ verslana og veitingahúsa, og ţađ verđur mun meira eftir örfá ár, hvort sem Listaháskólinn verđur ţar eđa ekki. Ţar ađ auki er ţar einn af stćrstu útiskemmtistöđum heims um helgar og í gamla miđbćinn koma flestir ţeirra erlendu ferđamanna sem koma til landsins, nú um hálf milljón á ári.

Og ađ sjálfsögđu ţarf ađ rífa enn fleiri hús vegna nýs Listaháskóla á milli Laugavegar og Hverfisgötu. Ţar verđa ekki lengi 600 nemendur og starfsmenn, eins og nú er gert ráđ fyrir, nemendur í leiklist, myndlist, hönnun og arkitektúr, greinum sem eru mjög ört vaxandi. En ađ sjálfsögđu munu margir íslenskir nemendur einnig stunda nám erlendis í ţessum greinum.

Ég sagđi hins vegar ekki ađ Listaháskólinn gćti ekki veriđ viđ Laugaveginn, einungis ađ hann gćti allt eins veriđ í Vatnsmýrinni og örugglega mun minna rifist um útlit og stađsetningu hans ţar en viđ Laugaveginn.

Ţorsteinn Briem, 30.7.2008 kl. 12:35

66 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Greinilega í afneitun, allt í fína í miđbćnum, já.  Sem betur fer er hann ekki steindauđur en ég held samt ađ sú stađreynd - ţó ég sé ekki mikil MacDonaldsćta - ađ ţetta er eini miđbćrinn sem ég veit um, kannski fyrir utan Ţórshöfn í Fćreyjum, ţar sem slíkur stađur ţrífst ekki

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 30.7.2008 kl. 19:04

67 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Hildigunnur. Elskan mín, McDonald's ţreifst bara vel í Hressingarskálanum í Austurstrćti. "16. júní 1995 opnađi ... McDonald's-stađur sem var rekinn í húsinu til 2003." Og átta ár eru nú bara nokkuđ góđur líftími veitingahúss:

http://is.wikipedia.org/wiki/Hressingarskálinn

Alltaf hálfur annar hellingur ţar af starfsfólki og viđskiptavinum ţegar ég fór ţangađ gangandi međ son minn, sem mun ađ öllum líkindum stunda nám í Leiklistardeild Nýja Listaháskólans, ef ţú ćtlar ekki ađ ofsćkja hann ţar og alla Briemsćttina í ofanálag.

Ţađ er nú ţegar ljóst ađ ţessi hlunkur á milli Laugavegar og Hverfisgötu verđur strax alltof lítill, ţví ţar er einungis gert ráđ fyrir 600 nemendum, kennurum og öđrum starfsmönnum. Ţessi mannskapur allur er nú ţegar um 500 manns, ţar af um 400 nemendur í tónlist, leiklist, myndlist, hönnun, arkitektúr og kennsluréttindanámi. Umsćkjendur um allt ţetta nám voru um 600 haustiđ 2005 og ţá fékk einungis tćplega ţriđjungur skólavist:

http://www.lhi.is/media/skjalasafn/umlhi/tolfradi_2005-2006.pdf

Myndlist      Arkitektúr      Fatahönnun    Grafísk hönnun     Vöruhönnun     Leiklist - frćđi og framkvćmd     Leiklist - leikaranám     Dans     Tónlistarfrćđi     Hljóđfćraleikur/söngur  Tónlistarkennsla    Tónsmíđar     Hljóđfćraleikur/söngur (diplóma)    Kennslufrćđi (diplóma á meistarastigi)

Ţorsteinn Briem, 30.7.2008 kl. 20:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband