15.8.2008 | 16:00
Flengingar barna eru alltaf ruddalegt athæfi
Það finnst mér skrýtinn skoðun hjá dómaranum þegar hann segir að flengingar á "óþekkum" börnum séu ekki sjálfkrafa yfirgangur, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi.
Mikið er ég ósammála. Ef einhver tæki sig nú til og hýddi dómarann á beran bossann ætli honum myndi ekki finnast það vera yfirgangur, ruddalegt og fullkomlega ósiðlegt athæfi?
Mín skoðun á flengingum barna er einföld og jafnréttissinnuð með afbrigðum. Það er alveg jafn ruddalegt og lítillækkandi að rassskella börn og að rassskella fullorðinn mann gegn vilja hans. En rassskellingar ku vera iðkaðar með upplýstu samykki í sumum kinkyleikjum fullorðinna. Það er önnur saga og ekki par falleg eður kristileg.
En nú þarf ég að fara að flengja hann Mala fyrir déskotans óþekktina í honum alltaf hreint.
Flengingar ekki alltaf ruddalegt eða ósiðlegt athæfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannlífið | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 17:24 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
ekki ætla ég að mæla flengingum bót sem uppeldisaðferð. finnst það gamaldags hugsunarháttur. en hvað var þetta með olíuna? hví bar hann olíu á þá?
ég hefði frekar haldið hann bæri olíu á konuna, þegar hún er óþekk á kvöldin og fær flenginu.
en svona án gríns. mér þykir þetta með olíuna heldur weird.
Brjánn Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 16:14
Nú er ég brjáluð. Veit dómara********** ekki að ofbeldi er bannað skv. barnalögum?
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2008 kl. 16:29
Kunningi minn rassskellti son sinn. Sonurinn sagði frá því í skólanum daginn eftir, vinum sínum til að grobba sig af glæpnum sem varð til þess að hann varð rassskelltur. og allt varð vitlaust. barnaverndarnefnd ruddist inn til hans og gramsaði í öllum skápum, meðal annars niður á botn í frystikistunni til að finna vísbendingar um meinta misþyrmingu á börnum. Það sem stráksi gerði af sér var svo sem ekki mikið, stal bara bílunum AFTUR og var að dunda sér við að skrensa fyrir vini sína þegar pabbi hans kom heim. Áður hafði hann keyrt hann á hús, en reyndar bara með því að taka hann úr parki og handbremsu, ekki með því að setja hann í gang. Fyrst hann lærði ekki lexíu af því var greip pabbinn til þessara ráða. Og væli nú hver sem vill.
Ríkharður Hjartar Magnússon, 15.8.2008 kl. 16:50
Maður beitir aldrei ofbeldi NEVER
Ofbeldi er uppgjöf og getur bara leitt illt af sér.
DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 17:07
Það er enginn að væla hér. Ég skal samþykkja hýðingar og annað líkamlegt ofbeldi ef það er hinn veikari sem fær að láta hinn sterkarii fá að kenna á því. En þetta gengur allt út á það að sá sem er sterkari beiti hinn veikari ofbeldinu. Það rassskellir enginn eða lúber mann sem er miklu sterkari og stærri en hann sjálfur. Hvað sem hver segir þá er rassskelling líka í grunninn kynferðisleg niðurlæging og því meira sem sá sem rassskeltur er er stálpaðari. Þetta held ég að flestir skynji og það breytir engu um þetta eðli flengingarinnar, sem fyrst og fremst er gerð til að niðurlægja, að hún hefur verið notuð um aldir - til þess að niðurlægja börn með kynferðislegum blæbrigðum en það þykir sumum einmitt mjög flott og viðeigandi refsing - af því að hún svíður flestum öðrum refsingum sárara.
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 17:17
Þessi maður var rassskelltur sem barn, og foreldrar hans þar á undan, allir rassskelltir ættlið eftir ættlið alveg aftur á landnámsöld, en í Sögu Daganna eftir Árna Björnsson er upplýst að á miðöldum báru menn lýsi á meiddið á Rassmessu. Mjög kinký, en ekki að furða ef þessi siður er kominn frá Noregi með landnámsmönnum. Sumir telja hann þó kristinn. Nú verðum við að hafa siðaskipti og gefa bara börnunum beint á kjaftinn. Það sést og er því miklu heiðarlegra.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.8.2008 kl. 18:17
Nú, það er þá ekki að furða þó téður maður sé alltaf að steyta görn!
Sigurður Þór Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 18:56
Flengingar barna eru háalvarlegt mál, og eins og hefur komið fram hérna, er gamaldags hugsunarháttur að nota slíkt sem uppeldisaðferð. Þessi aðferð tíðkaðist nokkuð í samfélaginu í mínu ungdæmi en er sem betur fer að leggjast af núna (vona ég!). Þetta skilur líklega alltaf eftir einhver ör á barnssálinni - varanlegri í sumum tilfellum en öðrum.
Bæ ðe vei: Ég tala af reynslu hér - ég fékk sjálf minn skerf af þessari miðalda "uppeldisaðferð". Og ég er ekki viss um að ég eigi nokkurn tíma eftir að fyrirgefa viðkomandi geranda fyrir þessa lífsreynslu - nema kannski þegar ég verð komin með Alzheimer!
Malína (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 19:26
þetta er vibbi
halkatla, 16.8.2008 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.