Klukkinu loksins svarað

Sæmundur klukkaði mig fyrir löngu og nú svara ég því loksins. En ég nenni ekki að halda mig við þessi atriði sem allir nota nema að nokkru leyti og bý bara til mitt form. 

Fjórar vitleysur sem ég hef gert um dagana:

Lesið mikið fagurbókmenntir svokallaðar

Afneitað guði

Kosið Samfylkinguna 

Skrifað bækur

Fjórar bíómyndir sem ég held mikið upp á: 

Vertigo (eftir Hitchcock frá 1958, nær tíðarandanum alveg).

Rushmore

Sigur viljans (áróðursmynd um nasismann eftir Lenu Riefensthal, er samt ekki nasisti heldur bara áhugasamur um fáránleika lífsins).

Bringing up Baby (fyndnasta mynd sem ég hef séð).

Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:           

Vestmannaeyjar

Akranes

Junkaragerði við Hafnir

Reykjavík

Fernt sem ég get ekki þolað: 

Jazz 

Yfirborðsleg jákvæðni

Auðmýkt gagnvart valdinu

Vald örlaganna

Fernt sem ég læt mér vel líka:

Íslenskt veðurfar

Klassísk músik

Sætar stelpur

Skemmtilegt fólk 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Vínarborg

Róm

Krít

Teigarhorn við Berufjörð (til að sjá staðinn þar sem hitametið var framið!)

Fernt sem mér býður við matarkyns

Blóðmör

Skata

Hafragrautur

Grænar baunir (fæ grænar bólur þegar þær eru á borðum)

Fjórar bækur sem ég hef lesið upp til agna: 

Veðráttan (mánaðar-og ársrit Veðurstofu Íslands)

Árferði á Íslandi í þúsund ár

Veður á Íslandi í 100 ár

Bréf til Láru

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra (má nú ekki bregðast mér!)

Ólína Þorvarðardóttir

Jón Valur Jensson

Páfinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður var lesturinn!

En nú lendi ég í því – klukkaður í þriðja sinn, og allt er þegar þrennt er. En það er þá gott að geta fylgt fordæmi þínu og farið út á eigin brautir í forminu, því að mér leiðist að vera dreginn í dilka. Mun liggja lengi yfir þessu ...

PS. Aldrei hef ég séð þessar myndir sem þú nefnir. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 22.9.2008 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband