Hitalistar Veðurstofunnar

Á gamla vef Veðurstofunnar er hægt að sjá hámarks-og lágmkarshita á öllum veðurskeytastöðvum nema einni. Sýndur er listi frá kl.18-18 síðdegis en á morgnana kl. 9-9.

Fyrir sjálfvirku stöðvarnar eru hins vegar ekki til neinir svona listar og þurfa menn að leita að þessu sérstaklega innan um hitann á klukkustundarfresti á sjálfvirku stöðvunum. Það tekur lungan úr deginum fyrir allar stöðvarnar.

Þessi eina skeytastöð sem stíað er burtu er Vík í Mýrdal sen hvergi er getið. Ef ég byggi þar fengi Veðurstofan engan frið fyrir mér í símanum fyrir kvabbi. Veðurstofufólkið fengi nú bara grænar bólur af því einu að hugsa til mín! 

Ég hef reyndar sagt það áður og segi  það enn að það er ekkert vit í því að hafa tvo vefi í gangi samtímis eins og er hjá Veðurstofunni. Ekkert er t.d. hirt um að halda þeim gamla við eins og best sést á þessu með Vík í Mýrdal. Afhverju var bara ekki beðið með nyja vefinn þar til allt á þeim gamla var komið á hann, en þó í betri mynd?   

Vinda þarf bráðan bug að því að koma upp á vef Veðurstofunnar góðum hámarks-og lágmarkslista fyrir allar veðurstöðvar sem væri þó líka með upplýsingum um úrkomu. Jafnframt á að vera hægt að sjá veðrið á skeytastöðvunum á þriggja stunda fresti og klukkutíma fresti á þeim sjálfvirku eins og sést á núverandi listum á gamla vefnum. En hámarks-og lágmarkslistinn má alls ekki vera bara frá kl. 18-18 sem gerði það að verkum að oft væru tölurnar í raun frá deginum áður og enginn vissi hvaða hiti hefði mælst á réttum degi.

Nei, listinn eða öllu heldur listarnir ættu auðvitað að vera svona fyrir veðurskeytastöðvarnar: Hámarks og lágmarksmælingar frá kl. 9-18 og svo aftur frá kl. 18-9. Slíkir listar hafa lengi verið til á Veðurstofunni. Það er bara til að rugla venjulegt fólk í ríminu að birta lista frá kl. 18-18 og líka (en þó miklu skárra) frá kl. 9-9. Þeir listar ættu eingöngu að vera til heimabrúks á Veðurstofunni.

Fyrir sjálfvirkar stöðvar eiga listarnir líka að vera svona en einnig ætti að vera aðgengilegur listi frá miðnætti til miðnættis fyrir þær.  Ef einhverjir listar eiga einhvern tíma eftir að komast í gagnið er maður með lífið í lúkunum yfir því að þeim verði klúðrað all svakalega.   

En þeir eiga að vera eins og ég var að segja að þeir ættu að vera herrar mínir og frúr! Takiði nú einu sinni mark  á eina leikmanninum sem mark er á takandi um málefni Veðurstofunnar!!

Annars er voðinn vís! Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég tek alltaf mark á þér - líka þegar þú minnist ekki á Veðurstofuna!

Lára Hanna Einarsdóttir, 4.11.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gaman að fá að lesa þig á ný

Brjánn Guðjónsson, 4.11.2008 kl. 20:25

3 identicon

Ertu sumsé kominn aftur "í loftið"? Jæja, ég get sumsé staðfest að einn af þínum dyggu lesendum er kátur með það! 

Ellismellurinn (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband